…ekki að ég sé að smíða trébakka.
Ég fann nefnilega þessar myndir í RL, á gasalega fínu verði, og þar sem að þær eru svona fallegar og ég er svo “svag” fyrir svona trjám, berki og svoleiðis þá vantaði mig að finna þeim stað…
…dró því fram bakka sem ég átti hérna heima…
…og mátaði þetta til…
…þarna sjáið þið samskeytun, en þau eru ekki svo áberandi…
…svo er bara að nota svona lím, líka hægt að nota ModPodge. Ég nota líka yfirleitt þessa svampa í svona verk. Klippi þá niður og dreifi úr líminu með þeim – mikið hraðvirkara en pensill og ég er óþolinmóðir en amma þið vitið hvers…
…ég fékk reyndar líka þá hugmynd að það væri flott að “klæða” glervasa með svona pappír, en það verður seinni tíma verk…
…á seinustu stundu þá svissaði ég bökkunum og notaði þennan úr Blómaval. Fannst hann passa eitthvað betur…
…svo ég tali núna “tæknimál”, þá setti ég stóra klessu af lími á bakkann…
… og notaði svamp til að dreifa úr klessunni…
…setti svo myndina á og strauk vel yfir. Hins vegar myndaðist svona búblur undir, alveg sama hvað ég strauk yfir. Þannig að þegar þetta var þornað þá fór ég yfir þetta með straujárni, og setti bökunarpappír á milli. Það eru líka margir sem nota á aðferð, setja lím, láta þorna, setja mynd, strauja yfir bökunarpappír.
En ég notaði mína aðferð og þetta varð fínt að lokum…
…hér er bakkinn þegar að búin er að strauja hann og stilla upp…
…og þetta kom bara svona líka fínt út, ekki satt?
…og eins og þið sjáið þá verð þetta alveg slétt og fínt eftir straujun…
…síðan er ég líka sérlega hrifin af honum svona upp á rönd, bara eins og mynd…
…í þetta mætti síðan nota hvaða pappír sem er. Eitthvað sem þið prentið út, gjafapappír, myndir eða bara……. láta ímyndunaraflið ráða för 🙂
…ég er í það minnsta kát með skóginn minn…
…svo segi ég bara:
Góða helgi elsku krúttin mín og takk fyrir vikuna!
æðislegur
góða helgi
Flottur!
Góða helgi….
Vá…flottur er hann 😀 Sé líka alveg fyrir mér bakka með svona script pappír í botninum…(átt þú ekki svoleiðis gjafapappír úr P&S?).
Hann er flottur.. ég hef einmitt gert svona með prufu af veggfóðri – það kom líka bara vel út..
Veistu nokkuð hvernig stendur á því að heimsóknin til þín er ekki aðgengileg á vísir.is?? Ég er nokkuð ósátt með það, ég var virkilega búinn að vera að bíða SPENNT….
Ég setti inn fyrirspurn á stöð2 síðuna og við innlegg á vísi og ekkert svar :S. Mjög spes þar sem allur þátturinn síðasta mið er kominn inn.
Sæl Ása,
ég skil ekki af hverju þátturinn er ekki kominn inn – hringdi til þeirra og þeir sögðust ætla að redda þessu inn í hvelli. En ekkert gerist!
Hlýtur að koma að þessu 🙂
Vona að hann komi inn fljótlega…bíð líka spennt 😉
Glæsilegt hjá þér, ég er ný búin að uppgvöta þessa síðu hjá þér og ég elska að skoða síðuna þína. Síðan þín veitir mér mikla gleði.
Takk fyrir þetta Ása, mikið er yndislegt að heyra svona 🙂
OMG eru engin takmörk fyrir snilli þinni kona!!!! Þetta er brill. Fyrst þú virðist geta ALLT … ég sá hjarta í gær í Pier sem var á keðju ( svona til að hengja upp í glugga ) sem var alsett litlum spegla mósaík flísum. Hjartað tók gleðikipp … þangað til ég sá verðið ….9.900 kr takk fyrir pent alla mína daga 🙁 Átt þú ekki einhverja sniðuga DIY sem reddar þessu fyrir mig á ogguponsupínkulitla peninga ? ) 🙂 Knúz í hús .. Edda
Jiiiiii æðislegt hjá þér 🙂 best að sníkja smá efni á góðum stað það er nebbilega lika svona skógarmynd 🙂 🙂
og skella á einn bakkann minn sem þarf að fá upplyftingu 😀
Mikið er þetta fallegur bakki!! ég var að klára að gera upp litla kommóðu þar sem ég límdi pappírsarkir ofan í skúffurnar og það kom líka svona ljómandi vel út 🙂
En ég notaði bara lítið af veggfóðurslími og sléttaði úr bubblunum með debetkorti og allt varð fullkomið tadaaaa…… Ég mæli allavega með því að þú prófir það næst:)
Annars langar mig að þakka þér fyrir æðislega síðu <3 ég er daglegur gestur!