….mitt fallega er til um ræðu í pósti dagsins!
Diskarnir eru Arv diskarnir frá Ikea.
Ég var í smá tíma að velta því fyrir mér, fram og til baka, hvaða diska við ættum að fá okkur (takið eftir, ég er rosalega dipló og segi við). Það sat rosalega í mér að ég heyrði einhvern tímann að allur matur væri girnilegri af hvítum diskum. En ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun…
…síðan, eins og “frægt” er orðið, þá fékk ég dásemdarskálarnar mínar í draumaveiðiferð í þann Góða (sjá hér).
En hins vegar veit ég að þær fást m.a. í Rúmfó..
…en þetta var einmitt það sem ég vildi.
Fá eitthvað sem væri svoldið svona “samansafn”, ekki allt eins!
Ég finnst eins og að það hafi tekist, svona þegar að ég horfi á þessa hérna mynd…
…ég var nefnilega í Rúmfó um daginn, og þá fann ég þessi hérna mót (990kr).
Þessi eru öll eldföst, þannig að hægt er að henda þeim beint inn í ofn, og úr ofninum og beint á borðið…
…og það var svo einmitt þetta sem að mig vantaði.
Það var nefnilega eitthvað leiðinlegt að leggja matinn á borðið í glerfötum, og þessi eru alveg er kæta mig upp úr skónum…
…þið sjáið líka hvað þau eru dásamlega falleg, og fara svo vel með gráu Arv diskunum…
…svona nettur rustic köntrí charm, ekki satt?
…það voru líka fleiri týpur, eins og þessi kringlótta, sem er líka elföst, og fékk að fylgja með…
…barasta bjútífúl!
…og svo til þess að sýna þetta svona saman…
…þá er þetta orðið svona sitt lítið af hverju….
…en eins og áður sagði, einmitt eins og mig langaði til þess að hafa það…
…mér finnst þetta nefnilega vera svona eins og stell, sem hefur orðið til á löngum tíma, þá að það sé kannski ekki alveg rétt…
…með þessu er síðan stóru skálarnar með lokinu, frá Evitu á Selfossi…
…sérlega flottar…
…og auðvitað með ljónshausum…
…og svona getur þetta haldið áfram að vaxa, t.d. vantar mig ennþá hin fullkomnu glös við…
…en þangað til get ég huggað mig við að eiga hin fullkomnu eldföstu mót…
…ekki satt?
…við þetta passar síðan kannan mín fallega, og kökudiskurinn í stíl.
Með því á ég líka nokkrar litlar skálar, sem væru pörfekt með rjóma, skyldi vera frönsk súkkulaðikaka á kökudiskinum…
…og sósukannan smellpassar með líka…
…svo er bara spurning hvort að maður þurfi ekki að fá sér kaffibolla sem gætu passað vel með?
Hvernig lýst ykkur annars á?
Flott!!
Finnst þetta allt saman flott en sérstaklega gráa stellið, langar mikið í svona
Þetta er dásamlega fallegt 🙂
Þessi eldföstu mót eru svakalega falleg!
Þetta passar vel saman hjá þér og er mjög fínt.
Stellið kemur flott út, hvar fékkstu svona falleg hnífapör ? 🙂
Þessi fengust einhvern tímann, endur fyrir löngu, í Hagkaup 🙂
Ofboðslega flott 🙂 Þegar ég og maðurinn minn giftumst þá vorum við beðin um að velja okkur eitthvað sem væri hægt að gefa okkur í brúðargjöf. Við fundum stell sem var bara matardiskar og svo kaffistell líka, var sem sagt hannað þannig að skálar og föt og svoleiðis átti bara að vera héðan og þaðan. Algjör snilld 🙂
Kvarnast ekkert upp úr diskinum þínum? Ég keypti mér bleikar skálar í sömu línu og þær eru mjög viðkvæmar.
Mjög smekklegt hjá þér og alltaf gaman að kíkja á síðuna þína.
Takk fyrir Vilborg 🙂
Það hefur ekkert kvarnast upp úr diskunum, eða litlu diskunum, en hins vegar keypti ég 2 litlar skálar og það hefur kvarnast upp úr brúninni á annari. Þær eru kannski eitthvað viðkvæmari??