…og þótt fyrr hefði verið!
Þar sem leið mín lá um höfuðstað norðurlands, þá kom ekki annað til greina en að fara í Sirku og fá að mynda alla dýrðina sem hægt er að berja augum þar. Eruð þið reddý í smá svona skoðunnarferð?
…myndirnar eru fjölmargar, en orðin verða færri…
…enda segja þessar myndir meira en mörg orð…
…þessar krukkur voru við það að gera mig óða, sér í lagi þessi fremri…
…öll þessi krúttaralegu kort…
…og fallegustu kertahringir á Íslandi, frá Mosi.is…
…fallegu vörurnar frá Ihanna…
…síðan er búðin öll bara svo dásamlega fallega framsett…
…þessi fuglabúr eru æði…
…og nóg af skrauti…
…þessi rammi með hönkunum væri hrikalega flottur í forstofu, með mynd af hverjum fjölskyldumeðlim fyrir ofan hvern hanka…
…ójá!…
…uglustjakar og uglulampar = double gleði…
…öll þessi glerbox eru geggjuð – svo flott fyrir skartið…
…ég var alveg að fara á taugum í þessu horni, fannst stóllinn truflaður, fatan æði, og stóri taupokinn held ég bestur…
…mér finnst þessi litli bleiki vasi alveg sérlega fallegur….
…og snagar í öllum stærðum og gerðum…
…sérlega margir sem væru fallegir í barnaherbergin…
…og auðvitað höldurnar…
…nóg af þeim…
…ég fékk nett kast af valkvíða yfir allri þessari fegurð…
…töskur og pokar og pinklar…
…þessi bakka sem sést í speglinum var svoldið heillandi…
…og hengið þarna á vegginum, mig langaði að gefa því gott heimili…
…skemmtileg kassahilla á hjólum – sniðugt DIY…
…ýmislegt lítið og krúttað…
…awwwwwww…
…og hengi fyrir póstkort og myndir…
…þessi marmarasápupumpa og tannburstaglas = æði!
…álkassar fyrir þvottaefni, og annar fyrir rósavín – passa sig að rugla ekki saman
…púðar og rúmteppi…
…aftur awwwww…
…og púði í stíl…
…elska svona kefli…
…bjútífúl bakkar…
…hvað var ég að segja um keflin…
…og ohhhhhhh þessar ljósakrónur…
…ef ég fer norður þá missi ég aldrei af því að fara í Sirku og ég mæli með því að þið stefnið á að gera það sama…
…síðan má fylgjast með á Facebook – sjá hér!
og auðvitað heimasíðan – sjá hér!
*knúsar*
*knúsar*
ps. hver getur giskað á hvað fékk að fylgja mér heim?
Úff…allt of yndislegur póstur!! Get engan veginn giskað á hvað fékk að fylgja þér heim…en hlakka til að sjá það!
Geggjuð búð! Ég er einmitt á leiðinni norður núna um helgina á kvennakóramót og ég er sko búin að taka frá tíma til að kíkja í Sirku
Geggjuð búð þarf greinilega að kikja í næstu ferð verður eiginlega að komast á skyldulistann á Akureyri eins og jólahúsið.
Já þessi búð er æði en ég fyllist yfirleitt svo miklum valkvíða í svona krúttu-búðum að ég kaupi bara ekki neitt

Dettur í hug að þú hafir keypt glerkrukkuna með marglitu kúlunum í og uglukertastjaka
hilsen,
Halla
Stelpur ekki gleyma Háaloftinu þið sem kikið stundum norður
Annars er sirka þannig að maður fer alltaf með eitthvað út!
hahaha
Soffía fékkstu þér stelpupúðann og stóru fallegu krukkuna?
Ó elsku Soffía
Takk kærlega fyrir falleg orð og fallegan póst.
Og vertu hjartanlega velkomin aftur
Jahjernahér varstu á Akureyri? Það hefði nú verið gaman að hitta þig gæskan. Við Kristin hefðun nú boðið þér uppá kaffi
Ótrúlega falleg verslun ! Verst að hún sé ekki í RVK.. eða kannski ágætt fyrir veskið
Veistu um einhverja verslun með svipuðum vörum hérna í RVK
Dásamleg búð. Ég giska á fallegu servíetturnar, púðinn i stíl og flotta vegghengið
reyndar er svo margt fallegt þarna að maður verður örugglega eins og litið barn i dótabúð og langar i allt!
Kv Gunna