…sjúbbídú!
Frúin brá sér í þann Góða um daginn. Rölti um og potaði í hitt og þetta og spáði og pældi…
…það var eitthvað lítið sem var að grípa mig þennan daginn.
Kannski var bara slökkt á leitaranum?
En maður gefst ekki upp þó móti plási og áfram var arkað. Ég fann að augað leitaði stöðugt að skál sem ég sá í einni hillunni. Að lokum, þar sem leitin var ekki að vera tilskyldan árangur, þá ákvað ég að kippa með mér skálinni. Hún er úr þungu efni, og mér datt í hug að ég gæti spreyjað hana og haft t.d. úti í sumar…
…en þegar að heim var komið, þá bara sá ég að hún er dropp dead gordjöss alveg eins og hún er (er þetta ekki góður boðskapur?)…
…ég varð svo skotin að hún varð innblástur að dekkri borðskreytingu á borðstofuborðinu. Það sem meira er. mér finnst þessi karfa/skal vera alveg gasalega Pottery Barn-ish 🙂
…ég setti líka dökku stjakana mína á borðið, og í könnuna mína fór vöndur af Ilmskúf (Levkoj) – sem er dásamlega ilmandi og sumarlegt blóm…
…litli stallurinn sem kannan stendur á, fannst í Nytjamarkaðinu fyrir einhverju síðan. Ég er búin að nota hann ótrúlega mikið, undir kertastjaka og könnur, og bara hvað sem er…
…svo er ég líka búin að vera svo lengi með hvítt og ljós á borðinu, að tilbreytingin var skemmtileg…
…svo langar mig líka að segja takk fyrir öll fallegu orðin og hrósin fyrir Heimsóknina hans Sindra, sem sýnd var á miðvikudaginn. Gaman að heyra frá svona mörgum…
…en hvernig finnst ykkur dásemdar karfan mín?
…ég er nokk viss um að það sé ekki séns að þessi verði spreyjuð, ónei…
…hún fær að vera óáreitt og falleg í friði!
Sjáið þið hana ekki alveg fyrir ykkur næsta vetur, fulla af dásemlegum könglum og krútteríi?
Annars segi ég bara góða helgi og hafið það sem allra best ♥
Hrikalega flott “skarfa” (skál + karfa) og um að gera að hafa hana eins og hún er. Sé hana alveg fyrir mér með flottri aðventuskreytingu í eða bara einhverju jóló 🙂
Flott er hún!!
Æði 😀
Vel verslað (og raðað)
Flott skàl, meira að segja mjög flott :). Og fràbært blogg hjà þér sem ég skoða mjög reglulega en commenta sjaldan,sorry..
ahh ja´ falleg er hún…. en hvaða innlit ertu að tala um ? ég missi alltaf af einhverju spennandi :d …. já hún verður lika flott í sumar, vetur, vor og haust 😉
fjasarinn ég 😀
góða helgi.
Heimsókn á Stöð 2 kom hingað heim, og það var sýnt seinasta miðvikudag 🙂
Hef á tilfinningunni að við eigum eftir að sjá meira af þessari skál 😉
Mér finnst hún flott svona.
Skemmtileg stemming í þessu og ég er alveg sammála með skálina, hún er flott eins og hún er 🙂
Gordjöss skál og skemmtileg Heimsóknin til þín.
Alltaf gaman að kíkja hér inn og sjá fallegar raðanir 🙂