…hefur átt sér stað undanfarna daga. Verst er þó að flest af þessu er gleðisjopp, frekar en nauðsynjasjopp, eða er það kannske betra að segja: best að þetta var mest allt saman bara pjúra gleðisjopp!
Ég verð að viðurkenna að ég elska að kaupa föt á börnin mín! Það er bara gaman 🙂
Þeim þykir síðan báðum rosalega gaman af fötum og að vera fín, þannig að þetta er win/win. Það var mér því mikið gleðiefni, eins og um 45.000 fylgjendum á Facebook, þegar að Lindex opnaði hérna á landi, enda er frábært verð á barnafötunum þarna og þau falleg. Þess vegna, og alveg óvart, þá datt ég í það í Lindex og dressaði krakkana upp aðeins. Ég fékk nokkrar fyrirspurnir um dress, og ákvað í fyrsta sinn, að prufa að gera svona fatapóst. Bara til að prufa…
Fyrir dömuna:
1. Blómakrans
2. Dásamlegur sægrænn kjóll
3. Þessi var páskakjólinn – og 3000kr er bara grínverð
4. Yndislegt efni og svo þæginlegur – æðislegur með klútnum (6)
5. Fiðrildaspöng í hárið, gerir allt fallegra
6. Klútur um hálsinn
…ég er rosalega mikil kjólakona, og er oftast í kjólum og það sama gildir um dótturina. Reyndar gleymdi ég að setja þennan kjól á listann, en hann er æðislegur og beltið fylgir með…
7. Doppukjóll með belti
Fyrir litla manninn:
1. Dásamlega þæginlegar buxur
2. Stuttermabolur með Cars
3. Síðerma tígrisbolur
4. Svo flottur sumarjakki
5. Sebrastuttermabolur
6. Spiderman, alltaf vinsæll hjá mínum
…ég finnst æði að eiga svona þunna og fallega jakka á krakkana fyrir sumarið, reyndar mjög oft notaðir með flíspeysu innan undir. Engu engu síður…
…er nokk viss um að þessi verður notaður á 17. júní þegar við örkum um í skrúðgöngu (í skítakulda)…
…mér finnst líka æði þegar að bolirnir eru þannig að mamman er kát – töffaralegur röndóttur bolur – og litli er jafn kátur: Leiftur McQueen…
Fyrir mömmuna:
…ég gat ekki staðist að fá mér í flottu Kate Hudson línunni…
1. Kjóll
2. Kimono
3. Hvaaaa…..annar kimono? 🙂
Ef þið smellið á númerin þá farið þið á viðkomandi hlut hjá Lindex.
Frábært verðið á þessum barnafötum. Eins og sebrabolurinn á 1195kr, og blómakjóllinn á 3495kr.
Vona að einhver hafi gaman af svona aðeins öðruvísi pósti – aðeins að prufa nýtt!
Svo gaman ad fa svona pósta a milli enda elska ég að kaupa föt á börnin og Lindex eitt af uppáhalds 😉 já og ég smellti mér einmitt á einn kimono handa mér um daginn 🙂
Ohhhh – mér finnst kimono-inn svo þæginlegur og flottur 🙂
Ég er rosalega hrifin 🙂 kjolarnir mjög fallegir og sumarjakkinn, algjört æði ! langar í fyrir gaurinn minn en hann þarf 128 svo…búhú fyrir mig. Sniff…það er vist ekki til stærra en 122.
En takk fyrir skemmtilegann póst, lika eldhúsinnlitið mig langar í fallega klukku með tölustöfum ekki rómversku tölunum. En það kemur einn daginn 🙂
Anna Sigga, jakkinn kom líka í stærri númerum. Þá var hann 1000kr dýrari 🙂
aaaaahh já grunaði það nú reyndar… dæsh en held að ég sleppi í sumar við að fá fínan jakka handa mínum gaur….
Úllalla…flott föt á flott börn 🙂 Yngri gorminum mínum er nokkurn veginn alveg sama hverju hann klæðist, fer bara í það sem að honum er rétt eða sem hann finnur sér í kommóðunni sinni (að verða 6 ára). Sá eldri hefur lengi haft skoðun á hlutunum og fer ekki í hvað sem er. T.d. er hann að verða 9 ára í nóvember og hann vill aldrei fara í úlpu. Það er annað hvort soft shell peysa eða kuldagalli. Og nota bene, það verður að vera galli, ekki tvískipt 🙂 Yndislegur sérviskupúki!
Sérviskupúkar komast upp með allt þegar að þeir eru svona yndislegir 😉
Vá eg er að elska póstana þína og síðuna 🙂 vildi bara láta þig vita 😉
Og eg get ekki beðið eftir að sjá þáttinn í kvöld, Heimsókn rétt? ;D
Æji takk fyrir það!
Júbb, Heimsóknin var það víst 🙂