Uglan er komin…

…loks upp á vegg hjá litla manninum!

Húrra!

Um er að ræða þessar dásemdar teikningar sem að hún systurdóttir mín gerði fyrir krakkana og ég er búin að vera svo spennt að koma upp á vegg.  Hún Ella frænka mín er, eins og þið sjáið, alger snillingur í að teikna!

1743746_572568242828694_1161404991_n

Talandi um framtaksleysi á einum bæ, eða svoleiðis, hvað þetta tók langan tíma að komast upp á vegg 🙂

2014-04-09-131255

…ég get ekki dásamað það nóg hvað þessar körfur eru mikil snilld.  Fyrir öll þessi bandbrjáluðu tuskudýr sem að fjölga ser svoleiðis að maður gæti haldið að þau væru að reyna að setja eitthvað heimsmet.  Ég meina þið sjáið bara svipinn á uglunni og Bangsímon þarna á bakvið, þau vita svoleiðis upp á sig sökina…

2014-04-09-131308

…þessir eru enn jafn sætir saman, þó er það næstum eins og maður sjái tvöfalt, þvottabjörn og þvottabjörn, grey moldvarpan er í minnihlutahóp…

2014-04-09-131317

…og þarna sést hvað uglumyndin varð fín.  Ekkert breytt neitt grúbbunni sem var þarna fyrir, bara bætt við hana og hún látin vaxa og dafna…

2014-04-09-131324

…þessi ugla situr hamingjusöm á greinninni sem við útbjuggum með Ribba-hillunni (sjá hér)

2014-04-09-131331

…og skýahillurnar með nánast sömu aðferð og í sama póstinum og var hér fyrir ofan…

2014-04-09-131338

…gítarinum er bara tillt þarna á hilluna, og litli gaur sækir hann með því að ná sér í stól og heldur reglulega Lilla Klifurmús-tónleika fyrir okkur, en það er sérstök tónleikaröð sem hefur verið í gangi núna í 2 ár…

2014-04-09-131344

…ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá þennan…

2014-04-09-131351

…ég meina vá!  Ég vissi að Spiderman væri lipur en það er ekkert smá 🙂

2014-04-09-131355

…litlu körfurnar eru líka snilld og ofan í þær safnast alls konar bráðnauðsynlegt smádót sem flýtur um í herberginu, playmósverð,  litlir kallar, litlir bílar og alls konar lítið eitthvað…


2014-04-09-131400 2014-04-09-131413

…þessi ugla er svo falleg og er núna á útsölu hjá Pottery Barn Kids, og já þeir senda til Íslands (smella hér)

2014-04-09-131427

…sennilegasta í einasta sinn sem prins heyrist inni í þessu herbergi, því að ég kalla börnin mín víst aldrei prins og prinsessu 🙂

2014-04-09-131432

…en þarna er hún loksins!  Uglumyndin flotta sem frænka mín yndislega teiknaði handa litla manninum (hin myndin er inni hjá dömunni – sjá hér)…

2014-04-09-131435

…grúbbur þurfa ekki endilega að vera myndagrúbbur, óneiiiii…

2014-04-09-131443

…útsetningin, að hafa hann Sigurd hérna fyrir Playmo dótið hefur reynst hreinasta snilld.  Þetta er það dót sem að litli gaur leikur mest með, ýmist stendur hann eða situr við bekkinn, eða tekur dótið niður  – og ræður vel við þessa hæð.  Ef ég væri með þetta dót ofan á dökku hillunni hans þá myndi hann ekki ráða neitt við neitt, en svona – pjúra snilld og litli maðurinn er alveg sjálfbjarga með þetta…

2014-04-09-132220

…önnur bangsakarfa kúrir í horninu – enda var ég ekkert að grínast með hversu hratt þeir fjölga sér…

2014-04-09-132227

…ég er reyndar í smá pælingum með plássið fyrir ofan bekkinn, er komin með nokkrar hugmyndir en ekki búin að negla þetta niður enn.  En vitandi hversu kolklikkuð ég er í mínum framkvæmdum, þá lofa/hóta ég ykkur hér með að þið fáið að fylgjast með…

2014-04-09-155945

…sést í fæturnar á úlfinum, þar sem að hann situr í stólnum og er sennilegast búin að eta ömmuna…

2014-04-09-155949

…kistillinn hefur líka reynst mikil snilld, enda tekur hann vel af alls konar Playmo-dóti sem er þar með auðvelt að ganga frá – húrra fyrir því…

2014-04-09-155955

…það er nú eins og íkorninn hafi gætt sér á geislavirkum afgangi, en svo er víst ekki…

2014-04-09-155929

…þessi hérna gleður mig mikið, svona pattaralegur og sposkur á svip.  Litli maðurinn er líka sérlega hrifin af honum, og af því að hann er með svona þungann rass, honum finnst það eitthvað merkilegt…

2014-04-09-160030

…annars er þetta bara óbreytt…

2014-04-09-160043

…ennþá með löber, því að þá þarf minna að þurrka af – og það er gott – því mér leiðist að þurrka af 🙂

2014-04-09-160057

…en þá segi ég bara: góða og gleðilega helgi ykkur til handa krúttin mín!

Vona að þið hafið það sem best og gerið eitthvað ótrúlega skemmtilegt, svona fyrstu helgi sumarsins 🙂

*knús*

2014-04-09-160128

9 comments for “Uglan er komin…

  1. Margrét Helga
    25.04.2014 at 09:14

    Flottar myndir hjá frænkunni 🙂 Og flott herbergi 🙂

    Vona að þú standir við loforðið/hótunina. Því eins og hann pabbi minn sagði einu sinni: Þó maður svíki loforð þá er allt í lagi en ef maður stendur ekki við hótanir sínar þá hætta allir að taka mark á manni 😉

    Góða helgi 😀

  2. Þrúður Maren
    25.04.2014 at 13:22

    Glæsilegt,

    hvar keypturu svona flotta körfu fyrir öll brjáluðu tuskudýrin ?

    • Anonymous
      25.04.2014 at 15:13

      Frábært að lesa póstana frá þér, væri líka til í að fá hvar fást körfurnar undir bangsana.

      • Soffia - Skreytum Hús...
        28.04.2014 at 00:37

        Þessar fást í Potterybarnkids.com! Er með svona í báðum barnaherbergjunum.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.04.2014 at 00:37

      Þessar fást í Potterybarnkids.com – æðislegar! Er með svona í báðum barnaherbergjunum 🙂

  3. Gurrý
    25.04.2014 at 15:22

    Flottar uglur – það sem ég vildi að herbergið hjá gormunum mínum væri svona fínt og snyrtilegt, dót út um allt og ofurmamman nennir ekki í tiltekt, ekki núna….
    Gleðilegt sumar annars og takk fyrir alla skemmtilegu póstana þína. Sleppi ekki úr degi að kíkja hingað inn og sjá eitthvað nýtt og spennandi 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.04.2014 at 00:38

      Takk fyrir það 🙂

      Það má síðan alltaf fara í tiltekt aðeins síðar.

  4. Kristjana Axelsdóttir
    27.04.2014 at 20:15

    Dásemd! Langar svo í svona poka. Uglu myndirnar eru listaverk!!

  5. 27.05.2014 at 01:10

    I every time spent my half an hour to read this weblog’s articles
    or reviews all the time along with a cup of coffee.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *