…ef svo má kalla!
Þar sem ég er með orkídeu-fetish á háu stigi, jájá ég er tilbúin að játa það og viðkenna fúslega!
Hinsvegar þá er það staðreynd að þær eru fallegastar þegar að þær eru í blóma, og ég fell stöðugt fyrir þeim þannig. Það leiðir það af sér að ég er oftast með 5-6 potta af orkídeum sem bíða þess að blómstra…
…en ég átti akkurat engan stað fyrir þessi grey. Þannig að þegar að ég rak augun í þennan hérna í RL-design þá var ég strax ákveðin í hvað gera skildi…
…fyrsta vers: taka vasann úr kassanum, jáááááá – þetta eru sko ítarlegar leiðbeiningar…
…síðan tók ég orkídeurnar úr pottunum, eina og eina í einu og stakk ofan í skálina/vasann. Reyndi bara að passa að flest allt krumsið úr pottunum færi ofan í. Því þið vitað að ef þið eruð að umpotta orkídeum þá er ekki hægt að nota venjulega mold, heldur þarf orkídeumold sem er meiri spænir og þess háttar…
…það var síðan smá aukapláss í vasanum sem ég vildi fylla smá upp í, og tók því mosa…
…og stakk honum aðeins inn á milli, svona til skrauts og uppfyllingar…
…eins og sést…
…ég átti síðan svona mosagrindverk sem ég ákvað að nota…
…klippti svona á endana til þess að fá svona “gafal” og þá var auðvelt að stinga þessu ofan í pottinn…
…og úr varð þessi hér…
…og ég verð að viðurkenna að ég er mjög happy með þessa litlu samsetningu…
…enda tvinnar þetta saman hluti sem eru í uppáhaldi: orkídeur, mosi og gler…
…ég hef áður útbúið svona lítið pottapartý: sjá hér…
…og hér er póstur um umönnun orkídea: sjá hér…
…núna bíð ég bara eftir að þær verðlauni mig með því að blómstra og blómstra í allt sumar ♥
Ohh ég elska þetta blóm en minar hafa verið að hrynja frá mér undan farið. Þarf að fá mér fleiri og fá hjálp við að koma þeim saman í pott 🙂
Snilld 🙂 Mér finnst orkídeur líka ofboðslega fallegar en ég með mína neonbleiku fingur ætla ekki að hætta mér út í þær. Hrósa happi að ég get haldið lífi í Hawaiirósinni minni og pottablómi sem ég fékk í fertugsafmælisgjöf 🙂 Horfi bara á myndirnar af þínum orkídeum á meðan 🙂
En frábær lausn. Er líka með orkideur sem eru ekki að blómstra. Veistu hvort að hægt er að kaupa svona “moldarkurl” í blómabúðum. Hvernig vökvarðu þær þegar þú ert með þær í svona lokaðri skál, þar sem vatnið lekur ekki af?
Þú hlýtur að fá svona orkídeu-“mold” í Garðheimum, eða öðrum blómabúðum. Ég er með þrjár svona saman í glervasa, sem ekkert lekur úr, og þær hafa staðið hjá mér í 4 ár og alltaf blómstrað. Bara gæta þess að vera ekki að öfvökva, hafa á björtum stað en ekki í beinu sólarljósi 😉
Hef aldrei átt orkídeur en finnst þær ótrúlega fallegar. Kannski að ég setji mig í stellingar og prófi mig áfram. Þetta virðist eitthvað svo einfalt hjá þér. Hversu lengi stendur blómgunin yfir í hvert sinn? Gleðilegt sumar.