Raðað á bakka #2

…og velkomin í seinni kúrsinn.
Ég meina, hvað – hélduð þið að þetta yrði bara einn tími og svo allt bú?

Neineinei, núna erum við með kassa á hvolfi.  Þannig að þetta er rétt eins og upphækkun á veisluborði.  Þið getið líka kíkt á Miklagarð til þess að sjá sjónvarpsupptöku (smella hér):

2014-04-02-125039

…þarna eru sem sé þrír kertastjakar, því að oddatölur ganga oftast betur upp…

2014-04-02-125043

…síðan eru það þessi litlu hús, og þau koma frá Garðheimum, eins og nánast allt dótið sem ég nota hér.  Þetta eru lítil, frekar þung, kertahús og koma í þessum dásemdar litum – mér finnst þau æði..

2014-04-02-125045

….ekki sammála?

2014-04-02-125050

…þessi er uppáhalds!

2014-04-02-125053

…síðan eru þetta eilífðar hrókeringar, skiptum út sægræna húsinu og setjum í staðinn lítinn kertastjaka, sem búið er að setja blóm ofan í…

2014-04-02-125107

…tókum blómakertastjakann (Rúmfó) í burtu og setjum í staðinn Home sweet home-lukt sem er notuð sem blómapottur þarna…

2014-04-02-125123

…eða skipta út litla kertastjakanum og setja í staðinn lítinn vasa.  Hann er sifraður, svona í stíl við skálina…

2014-04-02-125140

…svona litlir vasar eru snilld, klippa eina rós ofan í, eða eins og þarna, nokkur blóm af krusanum.  Bara fallegt…

2014-04-02-125144

…svo skiptum við yfir í sæbláan vasa, svona til að breyta að eins til.  Vasinn er líka svona í “stíl” við litla húsið, þannig að þetta passar vel saman…

2014-04-02-125204

…hann er ósköp sætr, þessi dúlla!

2014-04-02-125208

En hvað segið þið annars?

Sáttar með svona bakkaraðanir og leik að hlutum?

Like? ♥

2014-04-02-125215

13 comments for “Raðað á bakka #2

  1. Svandís J
    15.04.2014 at 08:12

    Strax farin að hlakka til næsta tíma í bakkafræðum 😉
    Já og btw þú ert nú meiri sjónvarpstjarnan, myndavélin elskar þig og þú bara svo mikið æði, meira svona!

    knúzz

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.04.2014 at 01:12

      Knús til Djörmaní og sérstaklega til þín ♥

  2. María
    15.04.2014 at 09:04

    Það er gaman að þessu hjá þér

  3. Kristjana Axelsdóttir
    15.04.2014 at 10:24

    Ahhh….algjört æði! Langar að raða á bakka NÚNA….best að láta það eftir sér 😉

  4. Margrét Helga
    15.04.2014 at 10:34

    Obbosslega flott 🙂 Ekki laust við að maður fyllist stolti yfir því að kennarinn hafi slíka ofurtrú á manni að maður sé útskrifaður eftir bara tvo tíma 😉 Væri alveg til í fleiri “allskonartíma” 😉

    P.S. þú ert bara flottust í sjónvarpinu 🙂 Gaman líka að sjá þig “live” :p

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.04.2014 at 01:11

      *roðn* og takk ♥

  5. audur@hi.is
    15.04.2014 at 13:36

    Æði flott! Gætirðu gert svona “Raðað í hillur – 1” líka 🙂 ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.04.2014 at 01:10

      Stefni að því 🙂

  6. Hrönn
    15.04.2014 at 14:37

    Geggjað flott….er sko allveg til í framhald….:)

  7. Ragnar Birkir
    15.04.2014 at 23:55

    geggjað flott og sniðugt – væri til í raðað í hillur námskeið líka 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.04.2014 at 01:10

      Herra minn trúr! Herra að kommenta – vertu velkominn, og ég stefni að því 🙂

  8. Berglind
    21.04.2014 at 21:18

    Þetta er nú meiri snilldin allt saman – gaman að sjá þig live !! 🙂 Getur maður séð einhversstaðar hvaðan hlutirnir eru? Sá glitta í svo fallegan ugluhaus fyrir framan ykkur 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      21.04.2014 at 23:07

      Sæl Berglind,
      dótið sem ég var að nota var allt frá Garðheimum 🙂
      Sést líka í Raðað á bakka #1:
      http://www.skreytumhus.is/?p=21567

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *