…og velkomin í seinni kúrsinn.
Ég meina, hvað – hélduð þið að þetta yrði bara einn tími og svo allt bú?
Neineinei, núna erum við með kassa á hvolfi. Þannig að þetta er rétt eins og upphækkun á veisluborði. Þið getið líka kíkt á Miklagarð til þess að sjá sjónvarpsupptöku (smella hér):
…þarna eru sem sé þrír kertastjakar, því að oddatölur ganga oftast betur upp…
…síðan eru það þessi litlu hús, og þau koma frá Garðheimum, eins og nánast allt dótið sem ég nota hér. Þetta eru lítil, frekar þung, kertahús og koma í þessum dásemdar litum – mér finnst þau æði..
….ekki sammála?
…þessi er uppáhalds!
…síðan eru þetta eilífðar hrókeringar, skiptum út sægræna húsinu og setjum í staðinn lítinn kertastjaka, sem búið er að setja blóm ofan í…
…tókum blómakertastjakann (Rúmfó) í burtu og setjum í staðinn Home sweet home-lukt sem er notuð sem blómapottur þarna…
…eða skipta út litla kertastjakanum og setja í staðinn lítinn vasa. Hann er sifraður, svona í stíl við skálina…
…svona litlir vasar eru snilld, klippa eina rós ofan í, eða eins og þarna, nokkur blóm af krusanum. Bara fallegt…
…svo skiptum við yfir í sæbláan vasa, svona til að breyta að eins til. Vasinn er líka svona í “stíl” við litla húsið, þannig að þetta passar vel saman…
…hann er ósköp sætr, þessi dúlla!
En hvað segið þið annars?
Sáttar með svona bakkaraðanir og leik að hlutum?
Like? ♥
Strax farin að hlakka til næsta tíma í bakkafræðum 😉
Já og btw þú ert nú meiri sjónvarpstjarnan, myndavélin elskar þig og þú bara svo mikið æði, meira svona!
knúzz
Knús til Djörmaní og sérstaklega til þín ♥
Það er gaman að þessu hjá þér
Ahhh….algjört æði! Langar að raða á bakka NÚNA….best að láta það eftir sér 😉
Obbosslega flott 🙂 Ekki laust við að maður fyllist stolti yfir því að kennarinn hafi slíka ofurtrú á manni að maður sé útskrifaður eftir bara tvo tíma 😉 Væri alveg til í fleiri “allskonartíma” 😉
P.S. þú ert bara flottust í sjónvarpinu 🙂 Gaman líka að sjá þig “live” :p
*roðn* og takk ♥
Æði flott! Gætirðu gert svona “Raðað í hillur – 1” líka 🙂 ?
Stefni að því 🙂
Geggjað flott….er sko allveg til í framhald….:)
geggjað flott og sniðugt – væri til í raðað í hillur námskeið líka 😉
Herra minn trúr! Herra að kommenta – vertu velkominn, og ég stefni að því 🙂
Þetta er nú meiri snilldin allt saman – gaman að sjá þig live !! 🙂 Getur maður séð einhversstaðar hvaðan hlutirnir eru? Sá glitta í svo fallegan ugluhaus fyrir framan ykkur 🙂
Sæl Berglind,
dótið sem ég var að nota var allt frá Garðheimum 🙂
Sést líka í Raðað á bakka #1:
http://www.skreytumhus.is/?p=21567