Sumarið er tíminn…

…sem við bíðum öll eftir, ekki satt?

Eftir langann vetur, sem að varði eiginlega allt seinasta sumar (það eiginlega gleymdist – svona veðurlega séð), þá þyrstir okkur flest í sól og sumaryl.  Ég ákvað því að búa mér til smá sumar, bara á eldhúsborðinu hérna heima – reddí?

Í fyrsta lagi er ég hér með svona dæmigert blandað blómabúnt, fæst í flestum blómabúðum og víðar…

2014-04-10-175857

…vissuð þið að þegar að þið raðið blómum í vendi þá er best að hringjavefja.  Það er gert með því að leggja blóm í vinstri hönd og raða síðan stilkunum aftan við við þann fyrsta – mynda þannig svona “indjánatjald”.  Þannig fallega blómin svo fallega í vasa…

2014-04-10-175938

…einnig nauðsynlegt á hverju heimili eða eiga spes blómahníf, sem er notaður til þess að skáskera stilkana.  Helst ekki klippa þá því að þannig klemmið þið saman æðarnar í stilkunum og skurðurinn þarf að vera hreinn…

2014-04-10-175946

…helst á hann að vera um það bil svona, og ekki með “drasli” á endanum, sem sé hreinn skurður beint yfir en ekki of mikið á ská þannig að lengri endinn sé lafþunnur…

2014-04-10-180054

…þetta er allt saman einn vöndur.  Það getur nefnilega verið snilld að skipta þessu upp.  Almenna reglan er að vöndurinn og vasinn séu ýmist 50/50 = vasinn og vöndurinn um það bil jafn stórir.  Eða vasinn sé 1/3 og vöndurinn 2/3, en það getur verið allur gangur á þessu…

2014-04-10-180712

…ég tók gerberurnar og setti í gamlar flöskur, ásamt einni eldlilju…

2014-04-10-180732

…restina af blómunum stytti ég vel og setti í krukkuna sætu, sem ég sýndi í Rúmfatalagers-innlitinu í morgun.  Þetta er kertakrukka, en mér finnst hún æði með blómum í.  Þið ættuð líka að vera óhræddar við að stytta svona búntablóm, því að oft eru þau bara mikið fallegri í lægri vöndum…

2014-04-10-181137

…Ég ákvað síðan að gera flöskurnar meira í stíl við krukkuna góðu, og vafði smá snæri utan um þær…

2014-04-10-181141

…fiðrildin úr Rúmfó fengu líka að koma með heim….

2014-04-10-181217

…og ég festi þau á snærin…

2014-04-10-181324

…og þetta gæti vel gengið fyrir páska, fermingu eða bara af því að þetta er fallegt 🙂

2014-04-10-181329

…ekki satt?

2014-04-10-181333

…síðan fékk krukkan góða líka eitt “frildi” fest á á sig…

2014-04-10-181609

…en þessi krukka er svo flott með þessu stóra snærishengi…

2014-04-10-181616

…halló fallega gerbera…

2014-04-10-181622

…eins og áður sagði þá er næstum allt góssið úr RL-design, og þar á meðal þessi bastbakki – enn og aftur, ekta á pallinn í sumar…

2014-04-10-182344

…bætum síðan við nokkrum kertastjökum…

2014-04-10-182417

2014-04-10-183310

…og svo voru það þessir…

2014-04-10-182428

…þetta er nánast sumarútgáfan af fallegu diskunum/skálunum sem ég fann þarna um jólin (sjá hér)

2014-04-10-182434

…mér finnst alltaf snilld að eiga svona diska til þess að bera fram veitingar á.  Nota mína venjulegu diska fyrir matardiska, en þessa meira spes fyrir hitt og þetta á borðið…

2014-04-10-182440

…svo voru það þessar krukkur.  Ég er búin að horfa á þær lengi og eru til í þremur stærðum…

2014-04-10-182526

…og ég sé þær fyrir mér svona!  Setið í þær klaka, sumardrykk, ca 1-2 frosin jarðarber og helst smá sykurrönd á brúnina.  Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur?  Elska þessi krukkuglös sem ég á…

2014-04-10-183557

…svo þarf auðvitað servéttur…

2014-04-10-182541

…og svo eru skálar með. Þannig að hægt er að setja ýmis konar nomms í þær líka…

2014-04-10-183642 2014-04-10-183650

…og þar með er komið fallegt sumarborð…

2014-04-10-183703

…eða páskaborð, þessi guli með fuglinum er æði…

2014-04-10-183709 2014-04-10-183715

…og ég er svooo skotin í þessu…

2014-04-10-183748

…og þannig er það!

Mitt uppáhalds er:
krukkuglösin
krukkukertavasastjakinn
fiðrildakertin
glösin/skálarnar
og auðvitað löberinn, sérvétturnar, körfubakkinn og fið….hvern er ég að reyna að gabba – ég bara elska þetta allt saman ♥

Hvað er þitt uppáhalds?
Krukkuglösin? ♥

2014-04-10-183752

 

ResizeImage

13 comments for “Sumarið er tíminn…

  1. Margrét Helga
    14.04.2014 at 10:48

    Mér finnst þetta allt hrikalega flott hjá þér 🙂 Sé sko margt sem mig langar í 🙂

    Takk fyrir tvo pósta í dag 😀

  2. Margret Milla
    14.04.2014 at 11:19

    Ohhhhh mér varð meira að segja hlýtt og gott ef ég fékk ekki nokkrar freknur af því að lesa þennan póst 😀
    En hvaðan kemur löberinn?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.04.2014 at 11:21

      Mr. Rúmfó sá um allt í þessu, nema flöskurnar tvær og snærið 😉

  3. Ása
    14.04.2014 at 11:46

    Elskida….
    Fæ sumarfíling í smá stund þrátt fyrir snjókomuna sem er fyrir utan…

  4. Margrét
    14.04.2014 at 13:40

    Algjört æði 🙂

  5. Guðrún H
    14.04.2014 at 14:06

    Þú færir okkur sumarið og sólina í þessum pósti 🙂

  6. Mæja
    14.04.2014 at 18:33

    Gaman að sjá svona blómatips! 🙂

  7. Sigga
    14.04.2014 at 18:48

    Æði, ótrúlegt að þetta sé allt úr Rúmfó, við þangað:)

  8. Svandís J
    14.04.2014 at 19:31

    Allt svo fallegt hjá þér 🙂

  9. Anna Björg Leifsdóttir
    14.04.2014 at 19:34

    Vá vá vá!!! Allt svo sjúklega geggjað 🙂 Þú er snillingur!

  10. Kolbrún
    14.04.2014 at 19:53

    Nú er bara kominn sumarfílingur er sammála þér með krukkurnar ég elska þær með svona líka flottum rörum. Nú vantar bara smá sól.

  11. Vala Sig
    14.04.2014 at 21:00

    Þvílík fegurð, langar í þetta allt. Væri ekki fínt að þessar búðir myndu bjóða uppá Dossu pakka, maður pantar allt sem þú ert að versla þér 😉 Ég sé oftast ekki helming af þessu þegar ég fer á svæðið, getur líka verið að ég fari svo seint að aðrar sálusystur mínar hafi náð góssinu á undan mér 🙂
    Knúsar

  12. Guðrún
    15.04.2014 at 00:12

    Flottar hugmyndir – á einmitt svona sultukrukkur og hef ekki getað notað þær sem slíkar því þær eru ekki nógu einangraðar því miður. Hef prufað að sulta í þær 2x og núna er geymt ýmislegt föndurgóss í þeim en þarna er ný hugmynd komin.
    Svo er bara að vona að það komi ekkert páskahret til að hrella okkur, bæði sunnan og norðan heiða.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *