…hvað haldið þið að ég hafi fundið!!
Leyfið mér að setja þetta rétt upp. Ég var að ráfa um í Rúmfó á Korpunni, nei ég á ekki heima þarna, ég bara leigi þar stöku sinnum 🙂 Ég rak augun í litla sæta klukku, voðalega krúttaralega og ég ákvað að kippa henni heim með mér.
Hún bað mig svo fallega um að fá að koma með, þessi elska…
…og ég er nú alltaf í því að tala um rammagrúbbur og að breyta þeim. Þannig að ég ákvað að taka út – í bili – Dimmalimmmyndina af veggnum og setja klukkuna í staðinn. Síðar hengi ég upp Dimmalimm hærra á vegginn. En núna fór bara klukkan á naglann sem var þarna fyrir…
…ok, segið mér að þetta sé ekki algerlega pörfekt þarna!
…elska að finna eitthvað svona sem að bráðvantar – án þess að hafa nokkru sinni hugsað út í það…
…mér finnst líka svo æðislegt lagið á henni, svona krúttaralegt hús…
…og sko, stórt hús og lítið hús saman – ég er meira að segja farin að safna húsum óvart…
…ef við kíkjum á smáatriðin, þá eru 12-an svona útskorin…
…og viðurinn á hliðinni = æðis ♥
…nú ef þið væruð ekki að fíla svona blóma/eða dopputýpuna, þá væri líka hægt að mála þetta í flottum lit fyrir strákaherbergið. Eða jafnvel klæða þetta með skrapppappír…
…því að vitið þið hvað! Hún kostar bara 895kr!
RL-design all the way ♥
Ómæ god! Töööffff
Mig langar í svona. Ég held að ég verði bara að eignast svona þar sem ég er með smá húsasýki. Ég myndi einmitt mála hana.
Úúúú… kannski krítarmálingu.
Það væri snilld! 🙂
Þvílíkur sköpunarkraftur !
Þetta er auðvitað alveg bráðnauðsynlegur hlutur, svona fallegt stöff á ekkert að liggja bara í búðum með ekkert almennilegt heimili 😉
Hvað kostar að leigja í Rúmfó? Borgar maður ekki örugglega bara með því að kaupa vörur þar?? 😉
En já…hrikalega krúttleg klukka og snilldarstaðsetning fyrir hana 🙂