Húrra!!…

…hvað haldið þið að ég hafi fundið!!

Leyfið mér að setja þetta rétt upp.  Ég var að ráfa um í Rúmfó á Korpunni, nei ég á ekki heima þarna, ég bara leigi þar stöku sinnum 🙂  Ég rak augun í litla sæta klukku, voðalega krúttaralega og ég ákvað að kippa henni heim með mér.

Hún bað mig svo fallega um að fá að koma með, þessi elska…

2014-04-10-173750

…og ég er nú alltaf í því að tala um rammagrúbbur og að breyta þeim. Þannig að ég ákvað að taka út – í bili – Dimmalimmmyndina af veggnum og setja klukkuna í staðinn.  Síðar hengi ég upp Dimmalimm hærra á vegginn.  En núna fór bara klukkan á naglann sem var þarna fyrir…

2014-04-10-174027

…ok, segið mér að þetta sé ekki algerlega pörfekt þarna!

2014-04-10-173950

…elska að finna eitthvað svona sem að bráðvantar – án þess að hafa nokkru sinni hugsað út í það…

2014-04-10-173958

…mér finnst líka svo æðislegt lagið á henni, svona krúttaralegt hús…

2014-04-10-174009

…og sko, stórt hús og lítið hús saman – ég er meira að segja farin að safna húsum óvart…

2014-04-10-174017

…ef við kíkjum á smáatriðin, þá eru 12-an svona útskorin…

2014-04-10-175415

…og viðurinn á hliðinni = æðis ♥

2014-04-10-175406

…nú ef þið væruð ekki að fíla svona blóma/eða dopputýpuna, þá væri líka hægt að mála þetta í flottum lit fyrir strákaherbergið.  Eða jafnvel klæða þetta með skrapppappír…

2014-04-10-174038

…því að vitið þið hvað!  Hún kostar bara 895kr!

RL-design all the way ♥

2014-04-10-175411

 

7 comments for “Húrra!!…

  1. Anna sigga#2
    10.04.2014 at 22:18

    Ómæ god! Töööffff

  2. Maria
    10.04.2014 at 22:22

    Mig langar í svona. Ég held að ég verði bara að eignast svona þar sem ég er með smá húsasýki. Ég myndi einmitt mála hana.

  3. María
    10.04.2014 at 22:32

    Úúúú… kannski krítarmálingu.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.04.2014 at 01:45

      Það væri snilld! 🙂

  4. Anna Sigga
    10.04.2014 at 23:32

    Þvílíkur sköpunarkraftur !

  5. Svandís J
    11.04.2014 at 08:05

    Þetta er auðvitað alveg bráðnauðsynlegur hlutur, svona fallegt stöff á ekkert að liggja bara í búðum með ekkert almennilegt heimili 😉

  6. Margrét Helga
    11.04.2014 at 09:08

    Hvað kostar að leigja í Rúmfó? Borgar maður ekki örugglega bara með því að kaupa vörur þar?? 😉
    En já…hrikalega krúttleg klukka og snilldarstaðsetning fyrir hana 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *