…póstur dagsins kemur seinna inn en vanalega, vegna þess að ég fékk smá Heimsókn í morgun. Hins vegar datt mér í hug að rölta um húsið og bjóða ykkur með í heimsóknina.
Má bjóða þér í bæinn?
Í forstofunni liggja strákarnir okkar, og taka á móti þér…
…alltaf svo fallegt að vera með blóm í vasa…
…stofan býður þér að fá þér sæti, kannski slúðra smá?
…nú eða setjast við eldhúsborðið og fá sér eitthvað í gogginn…
…litli maðurinn í leikskólanum og því allt með kyrrum kjörum…
…eða setjast inn á skrifstofu og skrifa kannski bara eitt lítið blogg…
…baðið í kósý fíling, það má sko henda sér í það…
…daman í skólanum þannig að þarna er ekkert að gerast í augnablikinu…
…og meira að segja búið að búa um, ja hérna hér – myndarskapurinn á heimilinu *hóst*…
…nú ef við röltum laaaaaanga ganginn til baka…
…þá er eitthvað að gerast í eldhúsinu, en meira um það síðar…
…þangað til á morgun!
*knúsar*
Nánari myndir frá herbergjum færð með því að smella hér!
Ps. mér þykir voða vænt um Like-in ykkar, og auðvitað kommentin líka
Jeddúdda hvað ég er spennt !! erum við að tala um að límast fyrir framan skjáinn núna næstu hvað …. laugardagskvöld á stöð 2 ???? ííííííí ( það ískrar sko í mér :-))
gangi þér vel frú heimsfrægáÍslandi …. knúz Edda
Laugardagskvöld? Er ég spaugstofan eða hvað
Miðvikudagar eru það mín kæra, miðvikudagar!
Knúz
Frúógófræg
Úllala… ég hlakka til að “heimsækja” þig líka í sjónvarpinu!

Alltaf svo dásamlega fallegt hjá þér og kominn tími til að þú fáir HEIMSÓKN
Ofboðslega áttu fallegt heimili
Dásamlega fallegt. Hlakka til að sjá meira
Gaman að sjá hvernig rýmin tengjast. Var einmitt búin að vera að velta því fyrir mér
Og já…mjög fallegt heimili sem þú átt 
Alltaf jafn flott hjá þér!! Hlakka til að sjá meira, vonandi verður þátturinn opinn á Visir.is!!