…já ágætu nemendur, velkomin í Raðað á bakka 101. Ég er Prófessor Breytiskreytir, og mun fylgja ykkur í gegnum þennan merka áfanga.
Um daginn var ég í Miklagarði í smá upptökum, og fékk lánaðar fyrir það vörur frá Garðheimum. Ég ákvað að nýta tækifærið og nota þessar vörur til þess að raða mismunandi á bakka og sýna ykkur. Ég fæ mikið af fyrirspurnum um hvernig ég raða á bakka og þetta svarar vonandi einhverjum spurningum, og gefur ykkur einhverjar hugmyndir – vonandi…
…allar þessar vörur er sem sé frá Garðheimum, nema:
* bækurnar eru frá mér
* blómakertastjakinn hvíti er frá Rúmfó
* heimasíminn er frá mér
* hnettirnir eru gamlir og eru frá Crate and Barrel
* snærið og kertin eru frá mér
…í æsispennandi framhaldspósti, sem ber það frumlega heiti Raðað á bakka #2., mun ég nota hvíta kassann og sýna fleiri uppstillingar…
…regla 1 – þegar raðað er á bakka, er gott að nota bakka. Ahhhhhhhhhhhh 🙂
…síðan getur verið gott að byrja á stærsta eða hæðsta hlutinum, svona til þess að fá tilfinningu fyrir hlutföllum…
…eins og þið sjáið þá eru komnir 3 stjakar á bakkann, sem eru í mismunandi hæðum. Það er eiginlega alveg nauðsynlegt að fá svona “tröppugang” í uppröðunina. Ef þið eruð með stjaka í sömu hæð, þá má ná fram sömu áhrifum með því að setja mishá kerti í þá…
…eins og þið sjáið þá eru mjög flott Home Sweet Home-lukt komin á bakkann, nema að ég setti bara blóm ofan í hana. Þetta er svona spurning um að hugsa út fyrir kassann og nota hlutina í öðrum tilgangi en þeim var ætlaður til að byrja með. Hvíti liturinn er líka nauðsyn til þess að lýsa aðeins upp bakkann…
…bækur eru líka snilld til þess að raða á bakka. Þær gefa skemmtilega áferð, geta gefið lit, geta hækkað hluti sem eru of lágir á bakkann og eins og hér, gefa karakter..
…þið sjáið líka hérna mismunandi liti í kertunum, og svo eru litlir kertastjakar orðnir að litlum blómapottum…
…það er líka góð þumalputtaregla að vera með fleiri hluti en bara kerti á bakkanum, eins og blóm eða styttu eða glerkúpul…
…svo má nota kertastjakana fyrir annað en kerti, og hér hefur verið settur hnöttur á stóran stjakann í staðinn fyrir kerti…
…sem kemur töff út…
…mér fannst þessi lukt líka bara snilld…
…hér er síðan búið að bæta inn einni uglustyttu. Aftur er þetta bara smávægilegar breytingar og sýna ykkur hvernig er hægt að leika sér með þetta…
…uglan fannst mér snilld, og hún er það þung að hún gæti auðveldlega verið bókastoð…
…þessi gráu kerti eru reyndar frá Ikea og eru í uppáhaldi þessa dagana…
…hér er uglan farin og við bættust tveir keflakertastjakar. Ég var alveg ótrúlega hrifin af þeim, skemmtileg áferð, áhugaverðir að sjá, og snilld að hægt er að snúa þeim á báða vegu og nota fyrir venjuleg- og sprittkerti…
…bara flottir, og fyrir venjuleg kerti…
…þarna sjáið þið líka hversu gömul og falleg sjúskuð bókin er, sem er snilld á svona bakka ( þessi er frá 1854)…
…hér skipti ég síðan út gráu stjökunum fyrir alveg eins hvíta…
….og kertin eru líka mismunandi…
…hér sést það vel hvernig stjakarnir taka við báðum gerðum af kertum…
…síðan prufaði ég að taka stóra stjakann í burtu og setja inn skál á fæti…
…og af því að hún er svona “silfruð” þá setti ég inn líka vasa í stíl, svona til þess að skálinn væri ekki bara eini glamúr hluturinn…
…og skálar geta alveg verið kertastjakar líka…
…þannig fór þetta þá.
Hvernig leggst þetta í ykkur?
Er einhver hjálp í að sjá svona bakka “fæðast” og róterast?
Mig langar líka svo að biðja ykkur að vera svo elskuleg að smella á Like-ið hér fyrir neðan, svona ef þið nennið ekki að kommenta!
*knúsar og takk*
Bara ef þú veist það ekki nú þegar, þá ertu snillingur 😉 Takk fyrir skemmtilegt blogg.
svo gaman að skoða bloggið frá þér 🙂 ég fer inn 1x á dag
Algjör snilld 🙂
Snilldarpóstur,takk enn og aftur.þú varst verulega flott í TV um daginn;-)
Ah…það hlaut að vera…þess vegna hef ég ekki getað raðað á bakka af því að ég gleymi alltaf bakkanum!!!!! 😛 Takk fyrir flottan kennslupóst mín kæra. Frábært að sjá allar útfærslurnar hjá þér og hugmyndaflugið! 😀 Hlakka til í næsta tíma 😉
Snillingur ertu. Það er vandræðilegt að viðurkenna hversu gaman ég hef af því að raða á bakka hérna heima hjá mér 🙂
ég keypti mér einmitt minn fyrsta bakka um daginn og stóð svo með bakkann í höndunum þegar heim var komið og vissi ekkert hvernig ég átti að raða á hann en núna get ég farið í skemmtilegar tilfærslur eftir þennan skemmtilega og fræðandi póst hjá þér
æðislegt!! gaman að sjá þessar pælingar! best að fara að raða á bakka 😀
Frábært að fá að sjá hvernig þú getur breytt skreytingu með svo litlum tilfæringum jú er sko alveg til í að fá hugmyndir frá professional konu eins og þér.
Takk enn og aftur fyrir að nenna að deila þessu.
Var einmitt að kaupa mér svo fallegan bakka og vantaði innblástur til þess að raða á hann, tær snilld bloggið þitt 🙂
Snilld 🙂 Nú fer ég heim og endurraða á minn bakka (sem er búinn að vera eins allt of lengi)
My style vonandi heldurðu áfram að koma með hugmyndir
frábærar hugmyndir sem maður fær hjá þér 🙂 Takk fyrir
Svo fallegt, má ég spyrja litlu blóma-kertaglösin hvítu hvaðan eru þau ?
Þetta er nánast allt saman frá Garðheimum, líka kertaglösin 😉
Já það er mikil hjálp í að sjá svona bakka fæðast, takk fyrir.