Raðað á bakka #1…

…já ágætu nemendur, velkomin í Raðað á bakka 101.  Ég er Prófessor Breytiskreytir, og mun fylgja ykkur í gegnum þennan merka áfanga.

Um daginn var ég í Miklagarði í smá upptökum, og fékk lánaðar fyrir það vörur frá Garðheimum.  Ég ákvað að nýta tækifærið og nota þessar vörur til þess að raða mismunandi á bakka og sýna ykkur.  Ég fæ mikið af fyrirspurnum um hvernig ég raða á bakka og þetta svarar vonandi einhverjum spurningum, og gefur ykkur einhverjar hugmyndir – vonandi…

…allar þessar vörur er sem sé frá Garðheimum, nema:

* bækurnar eru frá mér
* blómakertastjakinn hvíti er frá Rúmfó
* heimasíminn er frá mér
* hnettirnir eru gamlir og eru frá Crate and Barrel
* snærið og kertin eru frá mér

2014-04-02-123831

…í æsispennandi framhaldspósti, sem ber það frumlega heiti Raðað á bakka #2., mun ég nota hvíta kassann og sýna fleiri uppstillingar…

2014-04-02-123832

…regla 1 – þegar raðað er á bakka, er gott að nota bakka.  Ahhhhhhhhhhhh 🙂

2014-04-02-123929

…síðan getur verið gott að byrja á stærsta eða hæðsta hlutinum, svona til þess að fá tilfinningu fyrir hlutföllum…

2014-04-02-124026 2014-04-02-124041

…eins og þið sjáið þá eru komnir 3 stjakar á bakkann, sem eru í mismunandi hæðum.  Það er eiginlega alveg nauðsynlegt að fá svona “tröppugang” í uppröðunina.  Ef þið eruð með stjaka í sömu hæð, þá má ná fram sömu áhrifum með því að setja mishá kerti í þá…

2014-04-02-124106

…eins og þið sjáið þá eru mjög flott Home Sweet Home-lukt komin á bakkann, nema að ég setti bara blóm ofan í hana.  Þetta er svona spurning um að hugsa út fyrir kassann og nota hlutina í öðrum tilgangi en þeim var ætlaður til að byrja með.  Hvíti liturinn er líka nauðsyn til þess að lýsa aðeins upp bakkann…

2014-04-02-124110

…bækur eru líka snilld til þess að raða á bakka.  Þær gefa skemmtilega áferð, geta gefið lit, geta hækkað hluti sem eru of lágir á bakkann og eins og hér, gefa karakter..

2014-04-02-124157

…þið sjáið líka hérna mismunandi liti í kertunum, og svo eru litlir kertastjakar orðnir að litlum blómapottum…

2014-04-02-124200

…það er líka góð þumalputtaregla að vera með fleiri hluti en bara kerti á bakkanum, eins og blóm eða styttu eða glerkúpul…

2014-04-02-124203

…svo má nota kertastjakana fyrir annað en kerti, og hér hefur verið settur hnöttur á stóran stjakann í staðinn fyrir kerti…

2014-04-02-124229

…sem kemur töff út…

2014-04-02-124235

…mér fannst þessi lukt líka bara snilld…

2014-04-02-124309

…hér er síðan búið að bæta inn einni uglustyttu.  Aftur er þetta bara smávægilegar breytingar og sýna ykkur hvernig er hægt að leika sér með þetta…

2014-04-02-124301

…uglan fannst mér snilld, og hún er það þung að hún gæti auðveldlega verið bókastoð…

2014-04-02-124307

…þessi gráu kerti eru reyndar frá Ikea og eru í uppáhaldi þessa dagana…

2014-04-02-124311

…hér er uglan farin og við bættust tveir keflakertastjakar.  Ég var alveg ótrúlega hrifin af þeim, skemmtileg áferð, áhugaverðir að sjá, og snilld að hægt er að snúa þeim á báða vegu og nota fyrir venjuleg- og sprittkerti…

2014-04-02-124342

…bara flottir, og fyrir venjuleg kerti…

2014-04-02-124345

…þarna sjáið þið líka hversu gömul og falleg sjúskuð bókin er, sem er snilld á svona bakka ( þessi er frá 1854)…

2014-04-02-124347

…hér skipti ég síðan út gráu stjökunum fyrir alveg eins hvíta…

2014-04-02-124505

….og kertin eru líka mismunandi…

2014-04-02-124513

…hér sést það vel hvernig stjakarnir taka við báðum gerðum af kertum…

2014-04-02-124549

…síðan prufaði ég að taka stóra stjakann í burtu og setja inn skál á fæti…

2014-04-02-124836

…og af því að hún er svona “silfruð” þá setti ég inn líka vasa í stíl, svona til þess að skálinn væri ekki bara eini glamúr hluturinn…

2014-04-02-124839

…og skálar geta alveg verið kertastjakar líka…

2014-04-02-124841

…þannig fór þetta þá.

Hvernig leggst þetta í ykkur?
Er einhver hjálp í að sjá svona bakka “fæðast” og róterast?

Mig langar líka svo að biðja ykkur að vera svo elskuleg að smella á Like-ið hér fyrir neðan, svona ef þið nennið ekki að kommenta!

*knúsar og takk*

2014-04-02-124849

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

17 comments for “Raðað á bakka #1…

  1. Þórný
    08.04.2014 at 08:40

    Bara ef þú veist það ekki nú þegar, þá ertu snillingur 😉 Takk fyrir skemmtilegt blogg.

    • svanhildur
      08.04.2014 at 08:54

      svo gaman að skoða bloggið frá þér 🙂 ég fer inn 1x á dag

  2. Bryndís
    08.04.2014 at 09:04

    Algjör snilld 🙂

  3. Sveinrún Bjarnadóttir
    08.04.2014 at 09:10

    Snilldarpóstur,takk enn og aftur.þú varst verulega flott í TV um daginn;-)

  4. Margrét Helga
    08.04.2014 at 09:14

    Ah…það hlaut að vera…þess vegna hef ég ekki getað raðað á bakka af því að ég gleymi alltaf bakkanum!!!!! 😛 Takk fyrir flottan kennslupóst mín kæra. Frábært að sjá allar útfærslurnar hjá þér og hugmyndaflugið! 😀 Hlakka til í næsta tíma 😉

  5. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
    08.04.2014 at 09:38

    Snillingur ertu. Það er vandræðilegt að viðurkenna hversu gaman ég hef af því að raða á bakka hérna heima hjá mér 🙂

  6. Berglind Kristinsdóttir
    08.04.2014 at 11:03

    ég keypti mér einmitt minn fyrsta bakka um daginn og stóð svo með bakkann í höndunum þegar heim var komið og vissi ekkert hvernig ég átti að raða á hann en núna get ég farið í skemmtilegar tilfærslur eftir þennan skemmtilega og fræðandi póst hjá þér

  7. 08.04.2014 at 13:53

    æðislegt!! gaman að sjá þessar pælingar! best að fara að raða á bakka 😀

  8. Kolbrún
    08.04.2014 at 16:55

    Frábært að fá að sjá hvernig þú getur breytt skreytingu með svo litlum tilfæringum jú er sko alveg til í að fá hugmyndir frá professional konu eins og þér.
    Takk enn og aftur fyrir að nenna að deila þessu.

  9. Vilborg
    08.04.2014 at 21:44

    Var einmitt að kaupa mér svo fallegan bakka og vantaði innblástur til þess að raða á hann, tær snilld bloggið þitt 🙂

  10. Hófí
    09.04.2014 at 09:32

    Snilld 🙂 Nú fer ég heim og endurraða á minn bakka (sem er búinn að vera eins allt of lengi)

  11. sigríður hrafnhildur Jónsdóttir
    09.04.2014 at 09:41

    My style vonandi heldurðu áfram að koma með hugmyndir

  12. Þorbjörg Karlsdóttir
    09.04.2014 at 21:20

    frábærar hugmyndir sem maður fær hjá þér 🙂 Takk fyrir

  13. Íris
    11.04.2014 at 23:23

    Svo fallegt, má ég spyrja litlu blóma-kertaglösin hvítu hvaðan eru þau ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.04.2014 at 23:29

      Þetta er nánast allt saman frá Garðheimum, líka kertaglösin 😉

  14. Þuríður
    03.11.2014 at 17:21

    Já það er mikil hjálp í að sjá svona bakka fæðast, takk fyrir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *