…er mál málanna í dag.
Því þegar að ég fór þarna inn um daginn þá langaði mig nánast í annan hvern hlut 🙂
…í fyrsta lagi, dúdda mía! Það sem mig langaði í þennan bekk við t.d. enda hjónarúms…
…þetta skilrúm fannst mér líka æðislegt, sem og kommóðan sem náttborð…
…nóg af Búddum þannig að þarna er mikill friður og ró 🙂
…litlu borðin, og stóllinn, bara fallegt…
…og auðvitað grípa uglurnar augað…
…þessir gætu nú verið dásamlegir í dömuherbergi, t.d. tveir saman við enda á rúmmi…
…og mig langaði bara að kúra mig í þessum, með góða bók og njóta…
…ég er enn að hugsa um þennan spegill, en mér fannst hann geggjaður. Þetta er eins og svona ekta vintage, franskur dýrgripur…
…sjáið bara mynstrið – lofit ♥
…þessar servéttur fannst mér æðislegar. Sérstaklega fyrir strákaafmæli, nú eða bara strákafermingar…
…meiri uglur, sem eru með meiri uglur innanborðs – talandi um að fá mikið fyrir peninginn…
…þetta borð í stelpuherbergið, já takk – og helst Love stafina með…
…þessar kertauglur fannst mér æði, og bakkinn dásamlegur…
…endalaust flottar…
…ég held að svona bakki væri æðislegur á dömunáttborð, eða t.d. inn á baði fyrir snyrtidót og dúllerí…
…mikið af falleg leirtaui…
…og allt til þess að leggja fallega á borð…
…þessi rauða, nú eða svarta, og þessi klukka – hversu flott í strákaherbergið?
…ef ég losna við allt drama með þessu skilti, þá vil ég fá 2-3 stk…
…skulum vona að þessi tvo þurfi ekki að fara á sömu hurð, leiðinlegt að sitja á dollunni sem skrifstofu 😉
…ipad standur og fleira flott…
…love, og svo líka love á ugluna og stafina á bakvið…
…sjáið ugluhengin, og tréhjörtun…
…luktirnar heilluðu svo sannarlega, sem og LOVE stafirnir…
…nóg er til af hjörtum…
…og þessir dýrasnagar, ég vil svona í strákaherbergið – já takk!
…margir hafa spurt hvar sé hægt að fá kristalla…
…þessir voru ótrúlega flottir…
…Heima er best – alltaf…
…alls konar fallegt skraut til þess að stinga inn í kerti og skreyta þau…
…vintage-looking töskur…
…og þessir kistill, namms…
…bara falleg ljós, hvort sem það sé eitt eða tvo saman…
…fuglabúr, eða kertastjaki – elsk´etta…
…ef ég ætti svona mynd, og myndi píra augun fast, þá gæti ég ímyndað mér að ég væri að vakna í París…
…risabakkar á skemlum, skemmtilegt í staðinn fyrir sófaborð…
…þessi teketill, og liturinn á honum, já takk!
…fullt af fallegu í eldhúsið…
…þessi svunta var svo sæt að ég myndi gangi í henni sem kjól, reyndar með rassinn út í loftið, en samt!!
…krúttaralegir kollar…
…þessi ljós, ef ég ætti sumarbústað þá væri þau þar…
…og þetta var bara brotabrot af fíneríinu. Er það nema von að ég sprakk næstum á limminu – sem betur fer var Visakortið ekki með í för! Sjúkkit 🙂
Hér er heimasíða Pier og hér er Facebook-síðan.
Úff ,þvílík fegurð
VÁ …. allt hrikalega flott 🙂
Það er eins gott að ég hætti mér ekki inn í þessa búð í bráð… Nema kannski þá með skammtaðan pening með mér!
Ég held að mér finnist þetta allt fallegt og mig langar í það allt!
Ein af fáum verslunum sem ég sakna frá Íslandi. Það er hægt að vera þarna heilan dag og horfa og horfa og njóta allra fallegu hlutanna 🙂 Sem betur fer hef ég þig til að pósta myndum og auðvelda aðskilnaðinn 😉
Mikið er þetta allt fínt og gaman að fara í svona sýndarverslunarferð með þér.
Váááááááááááááááá!!! Heigl hegglingur af dóti sem mann langar í!!! 🙂 Slef…! 😉 Ætla ekki að fara í þessa búð í bráð..hún er ekki inni á fjárheimildum strax 😉
Vá nú fer ég i Pier 🙂 ég á svona sumarbústaðar ljós er með það í forstofunni hjá mér 😉 mjög sætt.
Kv AS
Það er svo margt fallegt í þessari búð… langílangísvomikið 🙂
Vá þetta er allt svo fallegt……en langar mikið í bekkinn og setja hann við enda hjónarúms…og spegilinn omgooot hvað hann er fallegur….:)