…í Hirðinn sem er kenndur við þann Góða 😉
Tími: síðastliðinn föstudagur…
…þetta borð – það átti viðreisnar von, fannst mér. Sá það t.d. sem bekk…
…þessir pinnastólar – luvs…
…fansí hundabæli á fótum, næs fyrir hunda sem eru ekki Stormurinn minn. Hann myndi sennilegast brjóta þetta 🙂
…ó hvað þessi er fallegur!
…ó hvað þessi er furðulegur!
Og er rassinn að framan?
…mér fannst þessi nú nokkuð fagur og skemmtilegur…
…þessar tvær skálar fannst mér ferlega flottar. Helst bara báðar saman, og upp við vegg. Systir mín sá reyndar myndina á Instagram á símanum sínum og tjáði sig um að hún héldi að þetta væri margfætla, en fyrir ykkur sem eruð að skoða þetta í síma, þá er þetta bara María Mey – en ekki María Margfætla…
…ohhhhh instant flashback. Man ekki hver átti svona fínan retró Barbie camper þegar að ég var bara lítið snuð, en einhver átti svona og ég lék með hann 🙂
…jesssssú minn og maría margfætla – martraðir í marga daga…
…ókey, þessi mynd varð aðeins óskýr – en flott og skemmtileg í klukku/myndagrúbbu…
…þessi fannst mér ÆÐI, ÆÆÆÆÆÆÐI segi ég og skrifa – og ég skildi hann eftir *dææææs*…
…fallegt saumavélaborð…
…öllu reddar Góði – maður getur meira að segja reddað hrukkunum í burtu þarna…
…þetta box var afar fagurt, gammel gúdness…
…uglurammi, kjút…
…smá slösuð á öðru eyranu…
…þessi spegill, nokk kúl…
…þarna er nóg til af kertastjökum…
…fagglegt – mjög fagglegt…
…hvítt og krúttaralegt…
…alls kyns speglar og fínerí…
…frú Rita Hayworth var líka í Hirðinum…
…og dagatöl…
…sem er hentugt ef 2004 kemur skyndilega til baka 😉
…þessi var flott, svona minnir á String, svona smávegis…
…þezzi gríz átti greinilega ekki von á því að útskrifast – hann var alveg gáttaður á þessu…
…og þessi var frekar upplitaður og laslegur, greyjið…
…og þessi, þessi, þessi……..ja sko, þessi hérna…
*orðlaus.is*
…knúsar til ykkar og hjartans þakkir fyrir umhyggjuna á föstudaginn. Dagarnir eru upp og niður, eins og gerist á bestu bæjum, og það er kannske ágætt að fólk viti að maður situr ekki á einhyrningi alla daga, týnandi blóm og prumpandi regnbogum 😉
*knúzes*
Þú hefur greinilega einstakt auga…eða augu 😉 í Góða hirðinum…ég stend bara og snýst í hringi þegar ég kíki þarna inn. Þú ættir kannski að fara að bjóða upp á hópferðir með leiðsögn, hehe 🙂
Eigðu góðan dag!
Ég er alveg sammála Margréti hér fyrir ofan – þegar ég fer þarna þá bara tek ég ekki eftir neinu! Og hugsa einmitt að maður þyrfti að hafa eintak af þér með sér þarna 🙂
Takk fyrir síðuna þína!!!
Sjúkkitt…hélt að ég væri sú eina sem prumpaði ekki regnbogum…prófaði m.a.s. að borða óhóflega mikið af Skittles, M&M og Smarties til að athuga hvort það myndi hjálpa eitthvað!
En er líka sammála henni nöfnu minni hér að ofan um leiðsögn í GH…sé yfirleitt ekkert þar 😉
ER svo sammála dömunum á undan – hef EKKI augu fyrir gersemunum í þeim góða ! Hef farið nokkrum sinnum en alltaf farið tómhent út 😉
Regnbogaknús til þín 🙂
Það er svo gaman að sjá hvað þú ert fundvís í Das Gutes. Ég er orðin svolítið afhuga honum, mér finnst þeir farnir að verðleggja hlutina of hátt og þá finnst mér þetta missa sjarmann. Ég er farin að kíkja meira í ABC og Samhjálp í leit að gersemum.
Markt flott þarna, sem betur fer er ég ekki nálægt þeim góða en ég væri nú dálítið til í dagatalið frá 2004, svona ef það kemur aftur, NEI grín…. Aðeins til að klippa af því myndina og setja í ramma í barnaherbergið….
Vona að þér líði betur og segji eins og einhver hér á undan – regnbogaknús.