Smá heimsókn…

…í Hirðinn sem er kenndur við þann Góða 😉

Tími: síðastliðinn föstudagur…

…þetta borð – það átti viðreisnar von, fannst mér.  Sá það t.d. sem bekk…

IMG_1035

…þessir pinnastólar – luvs…

IMG_1036

…fansí hundabæli á fótum, næs fyrir hunda sem eru ekki Stormurinn minn.  Hann myndi sennilegast brjóta þetta 🙂

IMG_1037

…ó hvað þessi er fallegur!

IMG_1041

…ó hvað þessi er furðulegur!
Og er rassinn að framan?

IMG_1044

…mér fannst þessi nú nokkuð fagur og skemmtilegur…

IMG_1046

…þessar tvær skálar fannst mér ferlega flottar.  Helst bara báðar saman, og upp við vegg.  Systir mín sá reyndar myndina á Instagram á símanum sínum og tjáði sig um að hún héldi að þetta væri margfætla, en fyrir ykkur sem eruð að skoða þetta í síma, þá er þetta bara María Mey – en ekki María Margfætla…

IMG_1047

…ohhhhh instant flashback.  Man ekki hver átti svona fínan retró Barbie camper þegar að ég var bara lítið snuð, en einhver átti svona og ég lék með hann 🙂

IMG_1048

…jesssssú minn og maría margfætla – martraðir í marga daga…

IMG_1049

…ókey, þessi mynd varð aðeins óskýr – en flott og skemmtileg í klukku/myndagrúbbu…

IMG_1050

…þessi fannst mér ÆÐI, ÆÆÆÆÆÆÐI segi ég og skrifa – og ég skildi hann eftir *dææææs*…

IMG_1051

…fallegt saumavélaborð…

IMG_1052

…öllu reddar Góði – maður getur meira að segja reddað hrukkunum í burtu þarna…

IMG_1053

…þetta box var afar fagurt, gammel gúdness…

IMG_1055

…uglurammi, kjút…

IMG_1056

…smá slösuð á öðru eyranu…

IMG_1057

…þessi spegill, nokk kúl…

IMG_1059

…þarna er nóg til af kertastjökum…

IMG_1061

…fagglegt – mjög fagglegt…

IMG_1062

…hvítt og krúttaralegt…

IMG_1063

…alls kyns speglar og fínerí…

IMG_1065

…frú Rita Hayworth var líka í Hirðinum…

IMG_1066

…og dagatöl…

IMG_1067

…sem er hentugt ef 2004 kemur skyndilega til baka 😉

IMG_1068

…þessi var flott, svona minnir á String, svona smávegis…

IMG_1069

…þezzi gríz átti greinilega ekki von á því að útskrifast – hann var alveg gáttaður á þessu…

IMG_1070

…og þessi var frekar upplitaður og laslegur, greyjið…

IMG_1071

…og þessi, þessi, þessi……..ja sko, þessi hérna…

*orðlaus.is*

IMG_1072

…knúsar til ykkar og hjartans þakkir fyrir umhyggjuna á föstudaginn.  Dagarnir eru upp og niður, eins og gerist á bestu bæjum, og það er kannske ágætt að fólk viti að maður situr ekki á einhyrningi alla daga, týnandi blóm og prumpandi regnbogum 😉

*knúzes*

6 comments for “Smá heimsókn…

  1. 31.03.2014 at 08:45

    Þú hefur greinilega einstakt auga…eða augu 😉 í Góða hirðinum…ég stend bara og snýst í hringi þegar ég kíki þarna inn. Þú ættir kannski að fara að bjóða upp á hópferðir með leiðsögn, hehe 🙂

    Eigðu góðan dag!

  2. Hulda
    31.03.2014 at 11:45

    Ég er alveg sammála Margréti hér fyrir ofan – þegar ég fer þarna þá bara tek ég ekki eftir neinu! Og hugsa einmitt að maður þyrfti að hafa eintak af þér með sér þarna 🙂
    Takk fyrir síðuna þína!!!

  3. Margrét Helga
    31.03.2014 at 12:45

    Sjúkkitt…hélt að ég væri sú eina sem prumpaði ekki regnbogum…prófaði m.a.s. að borða óhóflega mikið af Skittles, M&M og Smarties til að athuga hvort það myndi hjálpa eitthvað!
    En er líka sammála henni nöfnu minni hér að ofan um leiðsögn í GH…sé yfirleitt ekkert þar 😉

  4. Halla
    31.03.2014 at 16:46

    ER svo sammála dömunum á undan – hef EKKI augu fyrir gersemunum í þeim góða ! Hef farið nokkrum sinnum en alltaf farið tómhent út 😉
    Regnbogaknús til þín 🙂

  5. Ingunn Óladóttir
    31.03.2014 at 19:23

    Það er svo gaman að sjá hvað þú ert fundvís í Das Gutes. Ég er orðin svolítið afhuga honum, mér finnst þeir farnir að verðleggja hlutina of hátt og þá finnst mér þetta missa sjarmann. Ég er farin að kíkja meira í ABC og Samhjálp í leit að gersemum.

  6. Asa
    01.04.2014 at 10:05

    Markt flott þarna, sem betur fer er ég ekki nálægt þeim góða en ég væri nú dálítið til í dagatalið frá 2004, svona ef það kemur aftur, NEI grín…. Aðeins til að klippa af því myndina og setja í ramma í barnaherbergið….

    Vona að þér líði betur og segji eins og einhver hér á undan – regnbogaknús.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *