Svo er nú það…

…sumir dagar eru erfiðari en aðrir.

2012-06-10-021930

…sum ár eru erfiðari en önnur.  Þó er það held ég að það besta sem hægt er að gera er að reyna að bera höfuðið hátt og berjast áfram.  Taka sér smá stund í að sleikja sárin og vorkenna sér smá, horfa kannski á sirka eina grátumynd og losa um þrýsting á tárakirtlunum. Svo er það bara upp með haus og reyna að komast í gegnum erfiðleikana.

Þegar að manni langar mest að gefast upp, þá er nauðsynlegt að leita til þeirra sem þú treystir og fá hjálp, því að það er alveg víst að allt er auðveldara þegar að þú veist af einhverjum sem að stendur við bakið á þér.

2012-06-04-131238

Ég held að almennt þá gerum við konur, flestar, óraunhæfar kröfur á okkur sjálfar.  Við erum stöðugt að miða okkur við aðrar konur, í velgegni, útliti og öllu sem fylgir.  Það er ekkert til sem heitir fullkomið.  Það er engin kona fullkomin.  Það er ekkert heimili fullkomið.

2012-06-10-021849

Það sem þið sjáið hér eru myndir.  Myndir fela syndir – það rímar!

Myndir sýna ekki hundahár, eða kámuga glugga eða óhreinann þvott.  Myndir sýna bara það sem að maður vill sýna.

2012-09-30-205753

Ég held að maður þurfi að reyna að sætta sig við að vera fullkomlega ófullkomin, held að það sé bara það eina í stöðunni.

Ég vona að þið eigið góða helgi framundan, og njótið þess að gera eitthvað skemtilegt.

2012-10-18-182423

 

8 comments for “Svo er nú það…

  1. Gurrý
    28.03.2014 at 09:09

    Þetta er svo rétt – og svo þegar hugsunin skýrist og sólin fer að skína þá er allt svo miklu betra. Berðu höfuðið hátt og vertu ánægð með sjálfa þig fallega þú. Takk fyrir póstana og allan innblásturinn sem þú veitir mér. Eigðu ljúfa helgi mín kæra.

  2. Margrét Helga
    28.03.2014 at 09:43

    Alveg sammála þér! Maður á aldrei að bera sig saman við aðra af því að maður kemur alltaf verr út úr þeim samanburði. Vera ánægð með það sem maður hefur og bera höfuðið hátt! Við erum reyndar allar fullkomnar í að vera við sjálfar og það er akkúrat enginn sem gerir það betur 🙂

  3. 28.03.2014 at 09:44

    Hárrétt en ég vona samt að allt sé í lagi? Takk fyrir að vera svona dugleg að deila með okkur hinum:-)

  4. Berglind
    28.03.2014 at 10:22

    Mikið er ég sammála þér, algjörlega vel mælt 🙂
    það má stundum staldra við og hugsa um þetta, takk fyrir frábært blogg !

  5. Halla
    28.03.2014 at 10:38

    Eigðu góða helgi, njóttu hennar í botn með fjölskyldu og vinum og hvað eru nokkur hundahár eða kámugir gluggar milli vina 😉

  6. Kolbrún
    28.03.2014 at 15:57

    O gangi þér vel vonandi ekkert alvarlegt að hrjá þig en ef það er þetta venjulega sem hrjáir okkur öll mismikið þá veistu að það birtir upp um síðir með hækkandi sól.Takk fyrir alla yndislegu póstana og alla hreinskilninia hjá þér að leyfa okkur sem eltum síðuna þína að hughreysta þig þegar þú þarft þess með. Eigðu yndislega helgi

  7. Svala
    31.03.2014 at 08:29

    Æi krútta. Var að sjá þetta núna, vonandi hefur þú það sem allra best. Sumir dagar eru bara ekki manns uppáhalds, en þú ert alltaf uppáhalds. Takk fyrir að nenna að deila lífinu þínu með okkur dauðlegum verum, þú ert yndis og sniðugheitin í þér eru upplífgandi fyrir mig með mín kattahár og kámugu glugga (og meira að segja jólagardínur í mars!!!!!!!) Knús á þig og þú varst flottust í sjóbbadeiinu á laugardags, langflottust 🙂

  8. Berglind
    22.04.2014 at 09:49

    Mannleg, ekki fullkomin.. Það er nýja mantran mín. Knús flotta kona :*

    http://bleikt.pressan.is/lesa/eg-aetla-ad-vera-mannleg-ekki-fullkomin/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *