Í lit…

…ég hef stundum sýnt ykkur gamlar ljósmyndir.
Mér finnst svo gaman að skoða þessa myndir og velta fyrir mér hvernig hlutirnir voru á þessum tíma.
Það er eitthvað mysterískt við það að horfa á allt svona í svart/hvítu/gráu og velta því fyrir sér hvaða litir voru á hinu og þessu.

Hér höfum við brúðarmyndina af foreldrasettinu mínu, tekin 1962 á gamlársdag…

img202

…en ef við færum okkur fram í tímann, alla leið til nútímans, þá fáum við að sjá að þetta kjóllinn hennar mömmu sem að hangir þarna inni í svefnherberginu okkar…

2013-10-08-105510

…að vísu er slörið ekki frá henni mömmu, heldur keypti ég það fyrir brúðkaupið okkar hjónanna en það var reyndar aldrei notað…

2013-10-08-105512

…kjóllinn var sem sé ljósblár að lit, sem var víst ekki óalgengt á þessum tíma að kjólarnir væri í lit.

Skírnarkjóllinn var líka notaður í fyrsta sinn á þessum sama degi 1962, og síðan höfum við öll systkinin – og flest barnabörnin verið skírð í þessum kjól…

2013-10-08-105152

…ég held að þetta sé nokkurn veginn sannasta myndin af litinum, hann er svona ljósljósblár…

2013-10-08-105212

…svo fallegt mynstur…

2013-10-08-105234

…ermarnar koma svona spíss og rennilás, þannig að þær voru alveg þröngar…

2013-10-08-105252

…þessar myndir voru teknar áður en spegillinn var hengdur upp í forstofunni…

2013-10-08-105353

…lítið breyst á náttborðinu…

2013-10-08-105401

…skemmtilega endurspeglun…

2013-10-08-105410

…og áður en Stóri-Paul (sjá hér)  flutti inn í herbergið…

2013-10-08-105416

…mér fannst líka gaman að fá mér blátt lak og koddaver í Ikea, sem að gáfu svona fallegan lit með gráa sængurverasettinu (úr Rúmfó).  Er ánægð með þetta sett, því að það er svona dökkgrátt að ofan, en hvítt undir…

2013-10-08-105122

…blái liturinn minn er farinn að færa sig upp á skaftið og sést orðið víða…

2013-10-08-105132

…þannig var þessi litli póstur…

2013-10-08-105611

….sýnir eitt og annað í hjónaherberginu…

2014-01-21-111640

…og þá helst náttúrulega kjólin hennar mömmu minnar…

2013-10-08-105221

…og fyrst að pósturinn byrjaði með mynd af mömmu og pabba fyrir 52 árum, þá er við hæfi að enda á aðeins nýrri mynd af þeim  

 

 

8 comments for “Í lit…

  1. Svandís J
    24.03.2014 at 08:23

    Sómir sér vel þessi fallegi kjóll á heimilinu þínu 🙂

  2. María
    24.03.2014 at 08:44

    Mikið er þetta fallegur kjóll frá mömmu þinni og æðislegur litur á honum.

  3. Unnur Magna Iceland
    24.03.2014 at 09:17

    Ohhhh þau eru dásamleg – þessi nýlega mynd af þeim sýnir svo innilega væntumþykjuna – og kjóllinn æðislegur ! – og hjónaherbergið – og rúmið …..zzzzzzzz langar að leggja mig bara það virkar svo djúsi þar sem ég er ósofin – búin að vera að flytja og pakka úr kössum og svona alla helgina……og skipulegga og henda og zzzzzzzzzz
    En dásamlegur póstur <3

  4. Kristín Sigur.
    24.03.2014 at 09:52

    Fallegasti blái litur í heimi!

  5. Gulla S
    24.03.2014 at 12:29

    Vöknaði bara um augu að sjá þessa yndislegu mynd af foreldrum þínum í lokin. Öll sagan þeirra (þó ég þekki hana ekki,;).
    Allt hitt æði líka og kjóllinn dásamlegur 🙂 Finnst svo æðislegt að eiga svona fjölskyldu skírnakjól við erum einmitt með einn slíkan sem amma saumaði uppúr 1950

  6. Vala Sig
    24.03.2014 at 13:37

    Fallegur kjóll sem á sér frábæra sögu

  7. Guðbjörg Valdís
    24.03.2014 at 20:26

    Dásamlega fallegar myndir af foreldrum þínum, báðar tvær. Nýrri myndin snerti nú bara hjartað í manni 🙂

    Svo fallegt alltaf heima hjá þér sama hvert er litið! En ég er alveg sjúúúúk í þennan spegil þinn! Er hægt að kaupa hann einhversstaðar?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.03.2014 at 18:14

      Hann fékkst í Draumalandinu í Kef á sínum tíma, en svo fást líka svona í Heimahúsinu – eða svipaðir 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *