…svo smátt og einfalt, að það tekur því varla að segja frá því.
En engu síður, látum það vaða…
….restarnar af límmiðunum úr A4 (sem voru t.d. notaðir hér)…
….litlir eggjabikarar, keyptir á klink í Daz Gutez….
…og nú byrjar DIY-ið, og þetta er flókið, og þið verðið, VERÐIÐ, að fylgjast vel með. Það er ekki víst að allir geti þetta sko, þið lyftið upp límmiðanum og límið hann á!!!!!! OH MY GOD sko, þetta er flókið ferli…
…af því að bikarinn er kúptur þá klippti ég aðeins upp í límmiðann og ýtti svo niður – aftur vara ég við hvað þetta er flókið…
….og úr urðu þessir þrír vinir, eða bara three amigos (sjá hér)…
…egginn fann ég í Nytjamarkaðinum í Skútuvogi – satt best að segja keypti ég alveg fullt af eggjum sem ég á eftir að sýna ykkur…
…en svona var þetta svakalega erfiða DIY 😉
Sniðugt væri að fara yfir límmiðana með lakki eða Mod Podge og ég á eftir að gera það…
…það er víst óhætt að fullyrða að þetta sé eitthvað sem allir geta gert…
…ég er bara oggusmá skotin í þessum félögum ♥
…nú svo sést hér borðið sem þið sáuð í pósti gærdagsins…
…ég setti egg í kúpulinn, en önnur hengdi ég upp í ljósarkrónuna…
….og þau eru svo sæt og fín…
…í bleiku og í bláu, og fást í Rúmfó…
…og mér finnst bara gaman að fá smá svona pastelliti inn í húsið…
….og þessi blái var einmitt sérlega fallegur…
…með þeim eru nokkur dýryndis egg sem að elskan hún Brynja, Deco Chick, sendi mér frá fyrirheitna landinu – sýni ykkur þau betur síðar…
…og kertin fóru á þessa “kertastjaka”, sem eru bara skálar á fótum, snúið við…
….en gaman að leika sér með þetta…
…í öðrum fréttum er það að Facebook-síða Skreytum Hús náði fleirum en 7000 “lækurum” í gær.
Fremur merkur áfangi og mér langar að þakka ykkur öllum fyrir að koma og skoða, kommenta, like-a og auðvitað bara fyrir að vera til ♥
♥ Takk fyrir mig ♥
…ps. þessi Le Coq karfa fannst í Góða, hún er að komast í smá mini-meikóver á næstunni!
Vó!! Tók þetta ekki langan tíma??? Veit ekki hvort ég þori í svona brjálæðislega krefjandi DIY 😉 Kemur ofboðslega vel út hjá þér 🙂
Inspirasjon. Thad er svo fyndid ad eg var einmitt ad paela hvernig thu hafir gert eggjabikana…Eg elsk’idda allt!
Elska að páskaskreyta 🙂 Er að safna birkigreinum sem eru komnar í vatn og brumið að vakna til lífsins <3. Hlakka til að byrja 🙂
Glæsilegt hjá þér að venju 🙂
Ja ekki þarf þetta nú alltaf að vera flókið, skrambi kemur þetta vel út.
Ferlega sniðugt og einfalt 🙂 Og mikið ægilega er borðið vorlegt og fínt 🙂
Like always bara flottast.Páskakveðja.
Klárlega krúttpóstur dagsins 🙂