Gleðilegt vor…

…og þá er komið að því!  Ég er búin að ákvaða það sko!

Hvað þá?

Rétt eins og við ræddum um að það væri til “jóla”skraut sem væri alls ekkert jólaskraut, heldur nokkurs konar vetrarskraut.  Þá er ég búin að ákveða að það er “páska”skraut sem er alls ekkert páskaskraut heldur meira svona, húrra það er að koma vorskraut!

Allir sammála??  Rétt upp hönd 🙂

07-2014-03-14-184701

Því ef ég á að segja ykkur alveg satt þá fannst mér alltaf alveg fáránlegt að páskaskreyta.  Ég man að mamma setti fram alls konar gula unga, og renninga, hér og þar um húsið.  Stundum um hádegi á skírdag, stundum ekki fyrr en á föstudaginn langa, svona rétt eftir að hún náði þrífa heimilið fyrir páskana (unnið úti allan daginn).  Svo var etið mikið af eggjum, og þess háttar gúmmelað – og svo var allt vollið búið á mánudeginum.  Þá þurfti að rífa niður þessa unga sem var búið að klessa hér og þar.

Svo maður tali nú bara góða íslensku:  What´s the point?

Því finnst mér núna, kjörið að fara að koma með fallega liti inn í híbýlun.  Kannski ekki endilega gula unga!  Geymum þá bara fram á páskana sjálfa.

En eggin, mér finnst sko eggin og svona ýmislegt barasta allt í góðu.  Þau geta nebbilega verið svo obbalega falleg, og auðvitað bara vorboði.

Það er í það minnsta mín skilgreining, þið ráðið  hvort þið viljið vera memm eða ekki 🙂

Ég talaði einmitt um að vora aðeins til í þessum pósti (sjá hér) og núna hefst það af fullum krafi – húrrah!

Það var einmitt með þessu hugarfari sem ég gekk berseksgang í Rúmfó fyrir helgina, ásamt því að ráðast inn í Góða Hirðinn, Litlu Garðbúðina, Pier og fleiri staði og æpa á alla: voooooor, eeeeeeeegg, og so auðvitað vorskraut (fáir skyldu mig en það er allt í lagi).  Þessi póstur er um Rúmfó-skraut

01-2014-03-14-183852

…kíkjum á þetta þá.  Þessir hérna glerkúplar hafa verið lengi í uppáhaldi hjá mér (þið sjáið t.d. einn svona hér í hausnum á blogginu).  En hann er einmitt úr Rúmfó-inu mínu og fæst bæði með svona stálbotni (eins og sést í hausnum) og þessi hér.  Mér finnst þessi, svona á bastdiska æði – og svo vorlegur.  Kostar eitthvað um 1200kr.  Örugglega ódýrasti glerkúpull sem hægt er að kaupa í dag.  Svo eru það þessi egg, dææææææs, falleg!  Þau minna mig dulítið á þessi hérna (sjá hér) og fást líka í fleiri litum -en ég féll alveg fyrir þessum bláu og bleiku

02-2014-03-14-183859

…síðan fékk ég þessi kerti, og þau voru eitthvað berrössuð greyjin…

03-2014-03-14-183918

…þá rendi ég hýru auga á þessa dásemdarborða – krúttaralegir punktur is ekki satt?

04-2014-03-14-183943

…og með því að nota demandaprjón til þess að festa, þá urðu litlu kertin mín svona…

06-2014-03-14-184628

…síðan er ugluborðarnir líka bara á mjög flottum keflum, sem væri snilld að stimpla á (eins og Deco Chick gerir hér)

05-2014-03-14-183952

…síðan voru það þessi hengi, og þar sem ég er alltaf sérlega veik fyrir fuglabúrum þá…

08-2014-03-14-184746

…tók ég það aðeins í sundur og úr varð smá skreyting á kerti…

09-2014-03-14-185339

…aftur notaðir demantaprjónar (fást t.d. í Garðheimum)…

10-2014-03-14-185344

…og litlu fylgihlutirnir leystir af og bundnir í gróft snæri, vafið um kertið að neðan…

11-2014-03-14-185347

…gæti verið sætt fyrir fermingar!!

12-2014-03-14-185353

…og svo má náttúrulega nota borðana til þess að hækka upp kertastjakana (en þessi krútt fann ég í Daz Gutez)…

13-2014-03-14-185409

…svo þegar að ég ráfaði um Rúmfó, þá fann ég þessar…

14-2014-03-14-185507

…stuna og andköf!!!  Blóm, blái liturinn, doppur. blúndur og script – allt í einni servéttu…

15-2014-03-14-185513

…ég grét nánast af gleði þannig að heill servéttupakki fór í tárin 😉

16-2014-03-14-185515

…svo voru þessar líka…

17-2014-03-14-185554

…og mín innri blúnda fór hamförum af gleði og söng af kæti, og neinei ég var alls ekki eins og vitlaus kona í Rúmfó, þetta er allt saman mjög normal viðbrögð!

Hvað segið þið annars, tilbúnar að vorskreyta með mér?? 🙂

18-2014-03-14-185607

Minni líka á Gjafaleikinn, sem er enn í fullum gangi hér!!!

 

12 comments for “Gleðilegt vor…

  1. Halla Dröfn
    17.03.2014 at 09:06

    Þetta er alls svo sætt og krúttað hjá þér 🙂 kannski maður taki uppá smá vorskreytingum en ég er svo sammála hef aldrei skilið þessa páskaskreytiþörf !! Einmitt henda upp nokkrum gulum eggjum bara til að taka þau niður örfáum dögum seinna 😉

  2. Katrín
    17.03.2014 at 09:17

    Einmitt kjörið að byrja á sætum vorskreytingum núna 🙂 Mér finnst þó alltaf gaman og hef haldið þeirri hefð að skreyta fyrir páskana – byrja bara fyrr og tek seinna niður svo skrautið fái að njóta sín lengur 🙂 Ég er ekki mikið fyrir gula litinn og skreyti því heldur með hvítum og fallegum pastellitum. – svo finnast mér greinarnar alveg ómissandi og að hengja eitthvað fallegt í þær. Já ég elska að skreyta fyrir páskana 🙂

  3. Bryndís
    17.03.2014 at 09:33

    Jiiiii hvað þetta er ferlega sætt

  4. Margrét Helga
    17.03.2014 at 10:58

    *Réttupphönd* 🙂 Ofboðslega krúttlegt allt saman, maður kemst sko bara í vorfíling hérna í snjónum í Borgarfirðinum 🙂

  5. Fanný
    17.03.2014 at 12:00

    Ótrúlega sætt! Þarf greinilega að skreppa í Rúmfó í dag 😀

  6. 17.03.2014 at 18:01

    Þetta er bara bjútý hjá þér og mér líst sko vel á að skella upp vorskrauti…
    Kv. Gunna

  7. Snjolaug
    17.03.2014 at 20:35

    svo flott, eru lituðu kertastjakarnir úr Rúmfó líka?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.03.2014 at 21:27

      Litlu stjakarnir eru úr Góða Hirðinum 🙂

  8. Guðrún K
    17.03.2014 at 21:24

    Alveg hjartanlega sammála að nýta ÖLL tækifæri til að skreyta. Byrjaði að safna og búa til páskadót fyrir allnokkrum árum og þá þótti það hálf skrítið og ekki taka því eins og þú talaðir um en núna byrja ég bara með þetta fyrr og set þetta upp svona smátt og smátt. Takk fyrir bloggið þitt, hef fengið fullt af hugmyndum þar og humm, humm skal vera duglegri að kommenta 🙂

  9. Karitas
    17.03.2014 at 21:53

    Æðislegt vá 🙂

  10. María
    17.03.2014 at 21:56

    OK, erum við komin í þessa árstíð núna. Ég þarf að fara að horfa í kringum mig og athuga hvað ég á.

  11. Ragna
    18.03.2014 at 09:15

    Finnst þetta æði,fannst alltaf gaman að setja upp greinar í vasa og hengja páskaegginn á þau,sp hvort maður steli þessu ekki frá mömmu þar sem hún er hætt að skreyta með þeim;op En annað þá keypti ég mér kúpul á svörtum disk í Ilvu á að mig minni 2500 kr og hann var eitthvað hærri en þeir í rúmfó en kostuðu einmitt ekki annan handlegginn, ég var mjög sátt við þetta verð:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *