…jebbs, svona er ég villt stelpa!
Bara tek miðvikudaginn, sný hann niður og hendi inn á hann dagskrálið sem er venjulega á föstudegi, úje…
…loksins er uglumyndin eftir elsku Ellu-ofur-snillings-frænku komin í ramma inni í herbergi dömunnar. Mér til varnar þá voru þessir rammar uppseldir í Ikea og nýkomnir aftur…
…en ég held að hugsanlega sé eitthvað rangt við það að elska mynd svona mikið 🙂
…talandi um uglur þá flögraði þessi fína frú hingað inn…
…sérlega yndisleg og vintage, gjöf frá elsku systur minni ♥
…algjörlega dásamleg!
…nú fyrst að ég er búin að sýna ykkur tvær uglur, þá er best að sýna líka tvær Maríur…
…sú stærri hefur sést áður en sú minni er ný…
…en þegar ég fékk hana í mínar hendur þá leit hún svona út og kostaði 200kr…
…annað pínu sniðugt á bakkanum er þetta hér…
…það er nefnilega snilld að vera með vítamín (eða liðamín fyrir gamla hundinn) ofan í svona litlum skrautkertaglösum, þá sjást þau ekki en eru alltaf við hendina…
…ein gleði dagsins, að vera búin með risa Bónus-ferðina, þið vitið þessa stóru leiðinlegu, og þá eru allar krukkur fullar…
…og reynið að sjá ekki þessa lengst til hægri, eða okey þá…
…jemin já, sukkkrukkan – svoleiðis þarf að vera til á hverju heimili 🙂
…þennan gamla veggplatta gaf mamma mér…
…ásamt tveimur öðrum, svo flottur og fínn…
…og þannig var svo þessi stuttpóstur dagsins…
…ósköp lítill og vænn – en svo á morgun – þá kemur til sögunnar gjafaleikur – ójá!!!! ♥
…ps. þessi er líka lítill og vænn, og ósköp sætur, en verður ALLS EKKI gefinn í gjafaleiknum.
Langaði bara að monta mig af honum aðeins ♥
Krúttpóstur og myndin af litla manninum er nàttúrulega mesta krúttið 🙂
kveðja frà stràkamömmu
Þessi litli og sæti er nú bara alls ekkert svo lítill lengur en sætur er hann.
Maríu styttan er orðin rosa fín hjá þér og allt hitt í póstinum er líka fínt.
Kveðja önnur strákamamma
Hæ.. Alltaf svoooo flott hjá þér, tær snillingur!
Hvaðan eru stóru glerkrúsirnar sem þú notar undir morgunkornin, svo flottar? 🙂
Stóra Cheerios-krukkan, á skenkinum, er frá Húsasmiðjunni. Sömuleiðis ein af hinum krukkunum, en svo eru tvær frá Aff.is 🙂
Þetta hljómar svo flókið!!
notalegt að lesa/skoða með kaffibollanum… og litli maðurinn, hvernig er ekki hægt að vera montin með svona flottan peyja 🙂
Bara snilld 🙂 Allt í lagi að taka svona sveigju og láta föstudagspóst koma á miðvikudegi….nema kannski fyrir þær sem að nota póstana þína sem dagatal og halda þar af leiðandi að það sé laugardagur í dag 😉
Og bara sætastur litli maðurinn þinn 🙂
Flottur póstur ! Ein spurning þó…. hvernig breyttir þú Maríunni?
Svo langar mig að þakka fyrir alla hina skemmtilegu póstana 🙂
Sæl Vaka og takktakk,
bara með sprey-i, mjög einfalt 🙂
Verð að prufa það, þetta er alveg gordjöss 🙂