Þorp…

…eru orðin að föstum lið inni á baði 🙂

Um jólin voru það þessi hér (sjá póst)

3-2013-12-15-145936

…en jólin eru búin (burtséð frá því hvernig veðrið er úti núna) og því þurfti að sjálfsögðu að breyta lítillega til…

26-2014-01-21-111730

…þess vegna voru stóru, álkertahúsin sett inn á bað, og mér fannst kjörið að hengja á þau hálsfestar svona þegar að ég týni af mér gullin…
28-2014-01-21-111748

…það er líka alltaf skemmtilegt að vera með falleg kertaljós inni á baði, það er bara svo kósý svona þegar maður fer í froðubað og hefur það huggó!!

29-2014-01-21-111754

…þriggja hæða krukkan er úr Rúmfó, og er til þar núna held ég.  Ég hef notað þær inni í eldhúsi undir hitt og þetta, en í lengri tíma hafa þær verið inni á baði og geyma þessar “baðlegu” nauðsynjar – nema skeljarnar sem eru neðst.  Þær eru pjúra pjatt…

30-2014-01-21-111758

…þetta er því útsýnið þegar að maður kemur inn á baðið og sér hilluna speglast í baðskápunum.

Sitt lítið af hverju og smávegis kósý!

27-2014-01-21-111737

Hafið þið verið að pjattast inni á baðherbergi (sko ekki mínu, bara heima hjá ykkur)? 🙂

Öskudagurinn var í gær, við sendum Batman út af örkinni, og vissum því af nesinu okkar í góðum höndum…

2-05.031

…þar að auki fór ísdrottningin Elsa úr húsi, hæstánægð með að hafa lyft búninginum sínum á hærra stig með því að “láta snjóa” alla nóttina…

1-05.03

…ég held ég verði að stækka þessa mynd af henni dóttur minni.  Ég setti á hana eyeline og glitter augnskugga en annað ekki.  Hún er sem sé ekki með maskara daman!

Þessi mynd er sú sama og sú í miðjunni hérna fyrir ofan, mæli með því að þið prufið að gera þetta stundum.  Taka myndirnar og “zoom-a” vel inní þær – það getur komið svo skemmtilega út 

1-2014-03-05-085359

p.s. – mig langar að biðja ykkur um að smella á like eða kommenta við þessa færslu, svona þið sem lesið.  Það væri gaman að sjá hverju mörg like hún fær, því miðað við fjölda heimsókna þá ætti það að verða slatti!

Hjartans þakkir fyrirfram 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

12 comments for “Þorp…

  1. Anonymous
    06.03.2014 at 08:14

    Flottir krakkarnir þínir og húsin/þorpið eru æði. Ég er MJÖG veik fyrir svona húsum og á erfitt með mig þegar ég sé þannig í verslunum.

  2. Gulla
    06.03.2014 at 08:25

    Elska alltaf að kíkja hér við 🙂 Var í Blómaval um daginn og það voru 3 gerðir af húsum sem mér fannst æði. Ákvað að geyma kaupin aðeins og ákveða mig.

  3. Margrét Helga
    06.03.2014 at 10:45

    Kósí baðherbergið hjá þér 🙂 Keypti mér einmitt svona þriggja hæða krukku (reyndar litla) í RL og er með eyrnapinna í efstu krukkunni og svo baðsölt í hinum tveimur. Þarf eiginlega að athuga með svona hús 😉

    Og mikið ofboðslega áttu gullfallega dóttur (og auðvitað Batman líka) 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.03.2014 at 22:14

      Takk fyrir, mér finnst þau bæði æði en er pínu hlutdræg 😉

  4. Sigga Dóra
    06.03.2014 at 12:04

    Ég get ekki lengur ýtt á like við færslurnar,það kemur bara “share” En rosa flott inni á baði hjá þér ég á einmitt líka svona hús 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.03.2014 at 22:13

      Hmmmmm……dularfullt með að like-ið sé horfið hjá þér!
      Set kerfisfræðinginn í málið!

  5. Rannveig
    06.03.2014 at 17:11

    Líst vel á, þó best á myndina af Valdísi Önnu.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.03.2014 at 22:12

      Sammála 🙂

  6. Íris
    06.03.2014 at 17:24

    Like 🙂

  7. Unnur Magna
    06.03.2014 at 17:53

    Hvar sjOppaðir’u húsin kona góð ? 😀

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.03.2014 at 22:12

      Þessi eru gömul og fengust í Blómaval. Síðan voru líka til svona í Pier um jólin 🙂

  8. Fríða
    06.03.2014 at 18:05

    Alltaf svo fallegt og kósý hjá þér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *