Velkomin í Góða…

…. og velkomin í “virtual shoppingferð” 🙂

Heimasíða Góða Hirðisins á Facebook

Því miður voru myndirnar teknar í seinustu viku, þannig að ég geri ráð fyrir að flest sem þið sjáið hérna er farið, búið og bless.  En það má hafa gaman af því að skoða, pæla og spá – ekki satt?

Ok, ég hefði víst ekki fengið mér þennan hérna frosk – en mér fannst hann frekar fyndinn.  Hann var eitthvað svo hrikalega gráðugur…

IMG_0640

…þessir diskar fannst mér æðislegir.  Sá þá sérstaklega fyrir mér undir súpudiskum…

IMG_0641

…þetta var svona skartgripaskápur, ca 40 cm á hæð.  Þessi hefði getað orðið dásamlegur eftir smá meikóver…

IMG_0644

…mér fannst þessar stóru glerskálar ansi hreint flottar.  Er alveg að sjá þér fyrir mér á borði um sumar með æðislegu salati í…

IMG_0646

…eða bara sem punt á borði…

IMG_0650

…svanavatnið…

IMG_0647

…og auðvitað varð ég að taka mynd af uglu, svona fyrst ég sá hana…

IMG_0649

…svo rak ég augun í svona líka fallega sósukönnu…

IMG_0657

…og það voru tvær skálar til í stíl…

IMG_0658

…og tvö föt…

IMG_0659

…fannst þetta vera svo fallegt, líka frekar hlutlaust og gæti passað með svo mörgu…

IMG_0660

…ýmislegt reynist í þeim Góða, þar á meðal þessir tveir geggjuðu hringar – lofit 

IMG_0713

…ég vældi nánast af vonbrigðum að hafa ekki pláss fyrir þessa kommóðu hérna heima – note to self, hafa risa kjallara eða háaloft á næsta húsi…

photo 1 (2)

…þessir hefðu orðið sætir í fallegum litum…

photo 1 (3)

…svo voru það þessir kollar.
Mér fannst þeir bara æðislegir, eitthvað svo rustic og flottir – sérstaklega þessi dekkri…

photo 1photo 2

…þetta barnarúm var bara fallegt…

photo 2 (2)

…og þessi stóll, ohhhhh…

photo 2 (3)

…þessi þurfti á smá ást og umhyggju – maður verður smá ringlaður að horfa á myndina, en skápurinn stóð upp á rönd…

photo 3 (2)

…þessir fannst mér bara flottir!

photo 3 (3)

…og enn ein kommóðan, hví ertu að stríða mér svona, hvíííííííí – ég hef ekki pláss!

photo 3

…þessi borð alltaf jafn falleg…

photo 4 (2)

…allir voru í Góða þennan daginn, meira að segja hann Jessú minn og María…

photo 4 (3)

…þessi hvíta – mig langaði í hana, ójá – mig langaði líka í hana…

photo 4

…þessi fannst mér líka æðislegur – og jemundur minn hvað hann gæti orðið flottur 

photo 5 (2)

…þessi spegill var brotinn en ramminn sjálfur er æðislegur til þess að mála og breyta!

Hvað finnst ykkur flottast?
Hvað hefði fengið að fylgja ykkur heim? 🙂

photo 5

7 comments for “Velkomin í Góða…

  1. Svandís J
    05.03.2014 at 08:19

    Held ég hefði fest kaup á barnarúminu og bekknum…. og eflaust fullt af öðru ef ég ætti pláss 😉 Annars fékk ég fiðrildi í magann þegar þú sagðir “á næsta húsi”… þvílík veisla sem það yrði fyrir okkur lesendur þína (þó svo það sé auðvitað veisla upp á hvern dag hérna hjá þér)!

    :*

  2. Kolbrún
    05.03.2014 at 09:19

    Skartgripaskápurinn og spegillinn gætu endað flottir.

  3. anna sigga
    05.03.2014 at 11:18

    ahh ég hefði tekið rúmið, bekkinn, rauðu kommóðuna og brúnu stólana þessa dökku 🙂 annars er ekki neitt pláss hjá mér heldur 🙂

    Ég er ekki fara að stækka við mig á næstunni en það má alltaf láta sig dreyma…. og draumaprinsinn á kanski stærra húsnæði 😀 hahahahaha

  4. Eva Sædís
    05.03.2014 at 14:40

    OHHHh hefði svo tekið brúna kollinn með mér heim 🙂

  5. Margrét Helga
    05.03.2014 at 16:52

    Úff…ekki sá ég þessa hluti þegar ég var í Góða (í fyrsta og eina skiptið) um daginn enda kemur örugglega margt flott inn á hverjum degi 🙂 Ég hefði fengið mér hvíta skápinn (vantar fljótlega sjónvarpsborð eða eitthvað svoleiðis) og mögulega brotna spegilinn…örugglega hægt að gera flotta krítartöflu úr honum (taka sem sagt glerið úr)

  6. Soffía
    06.03.2014 at 08:34

    Bekkurinn og brúni kollurinn, og trúlrga glerskálin líka hefðu komið heim með mér 🙂

  7. Hrefna Björg Tryggvadóttir
    07.03.2014 at 21:14

    Nei sko! Þessi spegill kom með mér heim! Hlakka til að breyta honum 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *