…þegar að afmælispóstarnir komu inn í hrönnum, þá voru þó nokkrar fyrirspurnir um skálina á fæti sem var á matarborðinu…
…þannig að ég ætla að sýna ykkur hana í dag.
Þetta er í raun gamalt DIY (sjá hér). Kertastjaki á fæti úr þeim Góða…
..og gömul tréskál frá sama stað…
…og eftir límingu þá urðu þau eitt…
…smá spreyji seinna…
…þá varð hún svona…
…mér fannst hún mjög falleg, en einhvern vegin þá fann ég aldrei rétta staðinn fyrir hana…
…svo mikið að ég var búin að taka mynd af þessu til þess að selja þetta bara…
…en þar sem mér vantaði skál á fæti, og mig langaði í litinn á borðið. Smá spreyji seinna vorum við komum með skálina sem sást á fyrstu myndinni…
…en seinna sama kvöld þá var skálin mín fína orðin svona…
…hvernig gerðist það?
Bara svona, með því að leika sér með þær diska og dót sem ég átti fyrir. Þetta er t.d. lokið af þessum hérna…
…þessi diskur, með glerlokinu (DIY), er annar fundur úr Gutez.
Ostadiskur…
…plús gömul álskál…
…sem voru sameimaðar í svona gott samband 🙂
…síðan eftir að hafa spreyjað, með þessu grænleita, Mlachite Light…
…þá fékk ég þetta hérna krútt í hendurnar…
…ef þið þurfið að spreyja eitthvað, þá get ég nánast fullyrt að þið finnið rétta litinn í Litalandi, í Borgartúni. Þeir eru með frábært úrval af Montana spreyji og maður skemmtir sér konunglega við að velja rétta tóninn – svo gott er litaúrvalið.
Ég er búin að vera að fá spurningar varðandi spreyjun. T.d. með að pappír festist neðan á, þá er bara best að vera með litla trékubba og setja undir fætur. Annars ætla ég að reyna að gera sér spreypóst fljótlega…
…en eins og áður hefur sagt, þá er bara stuð hjá diskunum í eldhúsinu og ég blanda saman lokum og diskum og krukkum, eins og ég sé á launum við það…
…og þarna er meira að segja komin tvöfaldur diskur, á þann loklausa, þarna í bakgrunninum…
…en þetta er sem sé sagan á bakvið þennan disk…
…eruð þið búnar að útbúa einhverja diska á svipaðann hátt??
Takk, þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt 🙂
Mér finnst skálin ægilega sæt og hlakka til að sjá sprey póst, enda frekar hvatvís með spreybrúsann sem verður til þess að ég spreyja kannski ekki alltaf á besta hátt (eða besta stað).
Þvílík snilld að venju 🙂 eða kannski óvenjumikil mikil snilld
Eg helt eg vaeri rosa god i ad spreyja en lenti i sma vandraedum i gaer thegar eg var ad spreyja svona ceiling fan….keypti god sprey sem voru adeins dyrari og eftir sma stund for malningin ad spitast ut i klumpum…hef aldrei lent i thessu adur. Sem betur fer kom thetta ekki svosem ad sok en eg var ad spa i hvort thu hefdir lent i thessu. Eg var ut i bilskur hja mer herna i Boston og er jafnvel ad paela i hvort thad hafi verid of kalt til ad spreyja?? Hurdin var ad sjalfsogdu opin til ad lofta ut en madur minn….eg var med 3 sprey og thau letu oll mjog illa….Anyone?
Hmmmm….hef ekki lent í þessu, en hef heyrt að það verði að vera viss hiti til þess að hægt sé að spreyja. Kannski er það bara málið?
Er þetta plastvifta? Hef lent í því að plastrammi hefur “hafnað” spreyji en þá varð það að svona leiðindaleka dæmi, ekki klumpar.
Jemundir minn hvað þetta er krúttlegt!
Læk á þetta og væntanlegan spreypóst! 🙂
Ógó sætir og auðvitað svo sniðugir!
Skemmtilegt og gefur fullt af hugmyndum. Hlakka til að fá sprey póst þar sem það getur verið ansi flókið að spreyja fallega. Veistu hvort til sé silfur Montana spray, sem gefur fallega, glansandi áferð og hægt er að nota á málm?
Takk fyrir póstinn – og vonandi svarið 🙂