…ég er sennilegast með lampablæti líka!
Þetta fer að verða vandræðalegt, hversu mikið getur ein kona sankað að sér 🙂
Þegar ég fer í þann Góða þá er ég alltaf með opin augun og kíki sérstaklega á lampana. Sér í lagi ef þeir eru viðarlampar sem auðvelt væri að mála og breyta. Fyrir þó nokkru síðan fann ég þannan hérna, hann var brúnn á lit og ég bara gleymdi að taka mynd af honum, eða ég finn hana ekki, sorry!!
En hann var í það minnsta grunnaður í hvítu…
…og síðan málaði ég hann með kalkmálningu. Eins og þið sjáið þá sést í grænt þarna í kring, en það er vegna þess að hann var málaður seinasta sumar og hefir staðið þægur og góður í bílskúrnum og beðið síns tíma…
…en þar sem ég var að “vora” til þá langaði mig að breyta til í horninu á eldhúsinu mínu…
…og fyrst ég ætlaði að nota lampann, þá þarf að finna skermi.
Þá horfði ég bara aðeins til baka, eins og á þessa mynd sem er síðan sumarið 2012…
…já einmitt, þið sjáið körfuna þarna…
…þar sem að lampinn er svona að ofan…
…þá fannst mér þetta bara snilld!
…karfan á hvolf, og la voila – sveitó skermur mættur á “nýja” lampann…
…fór aðeins yfir hann með sandpappír, en bara lítillega…
…setti eitt af nýju skiltunum sem ég bjó til á Fonts-námskeiðinu góða (sjá hér)…
…þetta átti bara að vera svona prufa, ég verð að viðurkenna að ég er að fíla þetta look bara vel 🙂
…ég skellti síðan smá spegli á Ribba-hilluna á veggnum, og spreyjuðum hvítum bakka (fundur úr Góða og jamm, hann var spreyjaður þegar ég keypti hann). Undir lampann setti ég síðan bók, og svo er bara sitt lítið af hverju þarna í kring…
…þetta var póstur dagsins, og hann sýnir kannski svolítið hvernig maður getur stundum hugsað út fyrir kassann og gert körfu að einhverju öðru, eins og t.d. skermi 🙂
…svo á morgun – eða hinn, þessi hérna fremsti!!
Hvernig eruð þið að fíl´etta??
Spilun eða bilun?
Like eður ei?? 🙂
Snillingur
hvernig hægt er að fá svona góða hugmynd er ofar mínum skilningi…. 🙂
Þetta er æði
Þú ert svo sniðug og það er svo gaman að fylgjast með hvað þér dettur í hug.
Klárlega spilun 😉
Þetta kemur hrikalega vel úr.
Virkilega fallegt hjà þér gaman að byrja dagin à að kíkja hér innà hjà þér..:) mér langar að forvitnast hvar fær maður svo glerkrusir með loki hef sé þig nota undir morgunkorn og allskonar …takk fyrir æðislegt blogg…
Takk fyrir Sólveig 🙂
Ég hef fengið krukkurnar mínar í Húsasmiðjunni, Aff.is, og Rúmfó. Síðan fást alveg geggjaðar í Borð fyrir tvo, en þær kosta aðeins meira!
Ég var að spá í hvort þú verslar í öðrum Góða Hirði en ég allavega sé ég einhvern veginn aldrei neitt svo fínt eða hef bara ekki hugmyndaflugið
Haha…jamm, þetta er svona EinkaHirðirSoffiu, alveg geggjað!! 🙂
Þetta var snilldar hugmynd hjá þér, gaman að geta notað það semt til er.
Snillingurinn þinn!! ekkert smá flottur lampinn ;o)
Bara snilld hjá þér kona! 😀 Verð að viðurkenna að núna horfir maður á hluti og hugsar “hvernig ætli þetta líti út spreyjað??” 😉
Þar sem að ég er bara nýbúin að uppgötva bloggið þitt þá fór ég að skoða gamlar bloggfærslur hjá þér og langar svo til að forvitnast hvar þú fékkst æðislegu hilluna inni hjá stráknum þínum, hillan sem lítur út eins og trjágrein? 🙂
Sæl Fanný og velkomin á bloggið 🙂
Trjáhillan er heimalöguð, allt um það hérna: http://www.skreytumhus.is/?p=2531
Kær kveðja
Soffia
Kæra Dossa,
ég hef ekki verið nógu dulgeg að “kommenta” undanfarið, en þetta er alveg snilldarhugmynd hjá þér, kemur svo vel út! Ég sá myndina first á Facebook og taók sko ekkert eftir því að þetta væri karfa á hvolfi. Takk fyrir alla skemmtulegu og sniðugu póstana 🙂
Frábært hjá þér 🙂
Snilldar lampi….. og er með eina spurningu varðandi Ribba hilluna, finnst hún líta eitthvað öðruvísi út….reyndi að píra augun en dugði ekki, er límband framan á henni?
Kv. Hrefna.
Sæl Hrefna 🙂
Þetta er einmitt svona skrautlímband úr Söstrene sem er þarna framan á: http://www.skreytumhus.is/?p=17433
Er nýbúin að rekast á bloggið þitt og finnst það algjör fjársjóður! 🙂 Langaði að spyrja þig að einu sem ég hef verið að velta fyrir mér (er búin að vera að grugga í eldri póstum), er einhver regla með spreyin? Þú spreyjar gler, málma, tré ofl. Notarðu alltaf sama spreyið á allt eða er sitthvort tegundin fyrir mismunandi efni?
Ég geri sko ekkert upp á milli spreyja! Ég einfaldlega nota bara það sem ég á til. Er mjög hrifin af Montana-spreyjunum sem að fást í Litalandi 🙂
Vertu velkomin á bloggið!!
Halló.Þetta er sniðug hugmynd,ég er einmitt með gamlan lampa sem mig hefur langað til að breyta,en hef ekki alveg ákveðið hvernig.
En segðu mér,er karfan bar sett á bera peruna?
Takk fyrir allt það fallega sem þú sýnir okkur:-)
Hæhæ,
þessi er lampi er með þessu svona “gamla” system-i, kemur svona járnstatíf með plasti ofan á, þá var svo auðvelt að láta körfuna standa 🙂