Stólað á ykkur – DIY…

…póstur dagsins er lítill og léttur.  Afskaplega einfaldur en kætti mig mikið!

Það sem hefur vantað inn í þvottahús hjá oss var sum sé stóll/kollur svo ég gæti sett þvottakörfuna á, svona rétt á meðan ég treð þvottinum á snúruna og bölva honum á meðan.  Sko hvað ég er húsleg! 🙂

Síðan var það eitt sinn, er ég tölti um ganga hins Góða Hirðis, að ég rakst á þennan ræfil.  Hann var agalega lúinn og þreyttur….

01-2014-02-09-223012

…nú þar sem ég spreyja nánast allt sem ég sé, þá barasta réðst ég á ræfilinn með spreybrúsa að vopni og gerði hann gráann…

02-2014-02-25-183437

…um daginn fór ég síðan í Púkó og Smart og var að versla smá þar, og fékk að kaupa pínu lítið af gjafapappír hjá henni Heru.  Lagði síðan kollinn ofan á (sjá efri mynd) og strikaði meðfram.  Síðan hófst smá klipperí, ekki flókið…

03-2014-02-25-183528

…notaði síðan smá lakklím, nánast eins og Mod Podge, og setti á setuna…

04-2014-02-25-184037

…makaði því vel…

05-2014-02-25-184119

…og la voila, ekki var þetta nú flókið!

06-2014-02-25-184448

…það komu reyndar smá krumpur í pappírinn, en mér finnst það bara koma vel út – gerir þetta meira svona vintage looking…

07-2014-02-25-184457

…bara töff!

08-2014-02-25-184502

…og svona varð þessi stóll sem kostaði mig held ég 200kr bara agalega huggó!

10-2014-02-26-171423

…ekki satt bara?

12-2014-02-26-171440

…eruð þið að fíl´ann greyjið?

13-2014-02-26-171454

…nú ef ykkur langar mikið að gera svona, þá er það auðveldlega hægt, því að svona kollur kostar bara 1190kr í Ikea (sjá hér)

15-2014-02-26-171502

…svo á mánudag krúttin mín, þá kemur svona…

16-2014-02-25-175152

….og smávegis svona!

Góða helgi allir saman, og njótið þess að krúttast eitthvað ♥

09-2014-02-25-215553

P.S. Like? 

14 comments for “Stólað á ykkur – DIY…

  1. Gróa
    28.02.2014 at 09:51

    Flottur kollur! Talandi um sprey – varstu ekki einhvers staðar með góð ráð varðandi spreyjun? Svona hvernig á að koma í veg fyrir að allt límist fast við dagblöðin undir? Góða helgi – hlakka til að sjá mánudagspóstinn!

  2. Guðbjörg Valdís
    28.02.2014 at 10:10

    Snilld! Hann er þvílíkt flottur.

    Eigðu góða helgi 🙂

  3. Margrét Milla
    28.02.2014 at 10:24

    Geggjaður 🙂 En ef þú vilt losna við krumpurnar í pappírnum þá er hægt að setja bökunnarpappír yfir og strauja 😀 Kveðja doctor í modpodge 😉

  4. Margrét Helga
    28.02.2014 at 10:45

    Algjörlega gjöðveikur stóll!!! Er farin í Púkó og smart til að kaupa pappír (ef´ann er enn til!) 🙂

  5. Tinna Jökulsdóttir
    28.02.2014 at 11:33

    Flott, sniðugt og einfalt 🙂 Takk fyrir þetta ráð, er einmitt með einn koll úr Góða Hirðinum sem bíður eftir meðferð…:)

  6. Svandís J
    28.02.2014 at 13:17

    Frekar toff 🙂

  7. bryntaglio@gmail.com
    28.02.2014 at 13:47

    Thetta finnst mer skemmtilegt og flott!

  8. 28.02.2014 at 13:49

    Svaka flottur kollur 🙂

  9. Anna sigga
    28.02.2014 at 13:52

    Það er ekki að spyrja að því Dossa fín kemur með snilldarhugmynd…fáranlega einfalda Meira segja, ég er lika með koll sem þarf að flikka upp á 🙂

    “Tankjuverymuss”. 🙂

  10. Elín
    28.02.2014 at 23:13

    Hvernig er það þegar þú spreyjar á kollinn…þurftiru ekki að grunna hann fyrst og já ég væri líka til í spreyráð svo það festist ekki á dagblöðin.

  11. Anonymous
    01.03.2014 at 22:20

    Alveg með ólíkindum þetta hugmyndaflug hjá þér.;-)

  12. Guðrún Lilja
    26.03.2015 at 11:12

    Ég á 5 stk af svona stólum og er að fara að mála þá eftir þessari hugmynd 🙂 ég keypti æðislegan pappír í London sem ég ætla að nota ofaná. Er að spá í að finna lit á stólana eftir pappírnum og þá líklega antikhvítan. Frábær hugmynd 🙂

  13. Anna Sigga
    10.06.2015 at 23:07

    Er þetta nokkuð Alvar Aalto stóll ? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.06.2015 at 00:15

      Haha….nei bara alvöru Ikea 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *