…póstur dagsins er lítill og léttur. Afskaplega einfaldur en kætti mig mikið!
Það sem hefur vantað inn í þvottahús hjá oss var sum sé stóll/kollur svo ég gæti sett þvottakörfuna á, svona rétt á meðan ég treð þvottinum á snúruna og bölva honum á meðan. Sko hvað ég er húsleg!
Síðan var það eitt sinn, er ég tölti um ganga hins Góða Hirðis, að ég rakst á þennan ræfil. Hann var agalega lúinn og þreyttur….
…nú þar sem ég spreyja nánast allt sem ég sé, þá barasta réðst ég á ræfilinn með spreybrúsa að vopni og gerði hann gráann…
…um daginn fór ég síðan í Púkó og Smart og var að versla smá þar, og fékk að kaupa pínu lítið af gjafapappír hjá henni Heru. Lagði síðan kollinn ofan á (sjá efri mynd) og strikaði meðfram. Síðan hófst smá klipperí, ekki flókið…
…notaði síðan smá lakklím, nánast eins og Mod Podge, og setti á setuna…
…makaði því vel…
…og la voila, ekki var þetta nú flókið!
…það komu reyndar smá krumpur í pappírinn, en mér finnst það bara koma vel út – gerir þetta meira svona vintage looking…
…bara töff!
…og svona varð þessi stóll sem kostaði mig held ég 200kr bara agalega huggó!
…ekki satt bara?
…eruð þið að fíl´ann greyjið?
…nú ef ykkur langar mikið að gera svona, þá er það auðveldlega hægt, því að svona kollur kostar bara 1190kr í Ikea (sjá hér)…
…svo á mánudag krúttin mín, þá kemur svona…
….og smávegis svona!
Góða helgi allir saman, og njótið þess að krúttast eitthvað ♥
P.S. Like?
Flottur kollur! Talandi um sprey – varstu ekki einhvers staðar með góð ráð varðandi spreyjun? Svona hvernig á að koma í veg fyrir að allt límist fast við dagblöðin undir? Góða helgi – hlakka til að sjá mánudagspóstinn!
Snilld! Hann er þvílíkt flottur.
Eigðu góða helgi
Geggjaður
En ef þú vilt losna við krumpurnar í pappírnum þá er hægt að setja bökunnarpappír yfir og strauja
Kveðja doctor í modpodge 
Algjörlega gjöðveikur stóll!!! Er farin í Púkó og smart til að kaupa pappír (ef´ann er enn til!)
Flott, sniðugt og einfalt
Takk fyrir þetta ráð, er einmitt með einn koll úr Góða Hirðinum sem bíður eftir meðferð…:)
Frekar toff
Thetta finnst mer skemmtilegt og flott!
Svaka flottur kollur
Það er ekki að spyrja að því Dossa fín kemur með snilldarhugmynd…fáranlega einfalda Meira segja, ég er lika með koll sem þarf að flikka upp á
“Tankjuverymuss”.
Hvernig er það þegar þú spreyjar á kollinn…þurftiru ekki að grunna hann fyrst og já ég væri líka til í spreyráð svo það festist ekki á dagblöðin.
Alveg með ólíkindum þetta hugmyndaflug hjá þér.;-)
Ég á 5 stk af svona stólum og er að fara að mála þá eftir þessari hugmynd
ég keypti æðislegan pappír í London sem ég ætla að nota ofaná. Er að spá í að finna lit á stólana eftir pappírnum og þá líklega antikhvítan. Frábær hugmynd 
Er þetta nokkuð Alvar Aalto stóll ?
Haha….nei bara alvöru Ikea