…ó já – pjúra rómantík!
Munið þið eftir póstinum um daginn (þessi hér), þar sem ég var að tjá mig um að ég væri reddí að fara að “vora” hérna heima hjá mér
Nú þegar manni langar að breyta lítillega, svona aðeins að flikka til. Who u gonna call??
Nú auðvitað sænski kærastinn! Hann Ikea minn klikkar sko aldrei ♥
Ekki er það heldur verra þegar að hann mætir til leiks með heila línu af pjúra rómantík, til þess að gleðja íslenskar húsmæður sem eru að verða með innilokunarkennd eftir langann vetur.
Eigum við að kíkja smá brot af úrvalinu?
Eins og þið sjáið þá er þetta dásamlega bleikt og hvítt og blúndað og sumarlegt og yndislegt og bara fallegt!
Eruð þið ekkert skotnar? Ég stóðst þetta ekki sko. Það er samt alveg eitthvað eftir, en ég ætla að deila með ykkur hvað kom heim með mér.
…ójá, þessar luktir voru bara of dásamlegar til þess að skilja eftir. Reyndar er planið að nota þá minni inni í herbergi hjá dótturinni en maður minn, þær eru bara svo fallegar að ég ætla að njóta þess að hafa þær hérna saman inni í eldhúsi fyrst um sinn. Þið sjáið líka skiltið sem ég bjó til á námskeiðinu hjá Fonts þarna á bakvið…
…þið sjáið glitta í diskaþurrkuna þarna undir, en stundum á ég það til að fá mér þurrkur til þess að nota eins og míní-dúka eða löbera, það virkar vel…
…en bara með þessum tveimur luktum finnst mér eins og það sé komið bara vor á skenkinn minn…
…að vísu verður að segjast að blómin hjálpa líka alltaf til, en samt…
…kannan stóra er úr Rúmfó, en minni kannan og sósukannan eru úr þeim góða…
…fyrst ég var að “vora” til, þá ákvað ég að leyfa helgarmorgunkorninu að vera í glerkrukku, en það er svo skemmtilegir pastellitir og sumarlitir í því…
…var ég búin að segja hvað luktirnar eru æði??
Ef þið viljið skoða/kaupa þær hjá Ikea-kærastanum mínum, þá smellið þið hér…
..og svona var á skenkinum mínum þann daginn…
…en næsta dag urðu breytingar.
Takið þið eftir þeim?
…júbb, setti gömlu viktina á borðið, og á hana gamlar hvítar blúndu servéttur og einn einmanna engil sem vantaði heimili…
…honum leiddist víst að vera ofan í kistlinum í stofunni…
…ég færði líka skiltið í burtu og skellti honum Paul á borðið, og færði diskaþurrkuna…
…einnig fékk styttan sem prýddi brúðartertuna hjá mömmu og pabba fyrir 53 árum að standa þarna í smá stund…
…luktirnar mínar eru sko ekkert síðri þó ekki sé kveikt á kertum í þeim…
…glöggir sjá kannski líka að ég setti gömul kökuform undir stóru glerkrukkuna…
…ef vel er skoðað, þá sjáið þið fugla, fiðrildi, blóm og annað yndislegt á stóru luktinni ♥
…og þannig var þetta um hádegi, en síðan
…seinna sama dag, ef þið trúið því…
…þá fékk þessi yndislega skál að fylgja mér heim úr Húsi Fiðrildanna…
…en ég er búin að vera að leita lengi að svona skál, ekta gamaldags og æði…
…og gömlu servétturnar og engillinn einmanna eiga bara vel saman í henni, svona til að byrja með…
…svo gleymdi ég næstum þessum. En það fékk sko Stockholm skál (smella hér) að koma með heim líka, en þessar eru ferlega flottar og svona sixties fílingur í þeim…
…en hún er æði fyrir ávextina…
…en svo held ég að hún verði geggjuð með alls konar brauði á í veislum, eða bara úti á palli í sumar (sko, ég sagði ykkur að ég væri farin að hugsa til sumarsins)…
…þær eru líka til litlar, og mér finnst þetta bara flott!
…ekki satt?
Þarna sjáið þið líka diskaþurrkurnar, og ég fékk mér reyndar líka svuntu sem ég ákvað ekki að fara í módelstöf með
…en var ég búin að segja ykkur frá luktunum (haha)!
…ohhhhh elsku skál…
…ég er líka búin að komast að því að Ikea er minn fullkomni kærasti!
Hugsar hagkvæmt!
Alltaf töff og með puttann á púlsinum.
Hugsar vel um börnin þín, ókeypis matur og barnapössun
Er rómó!
Á alltaf sænskar kjötbollur!
Hvað er hægt að biðja um meira??
Hvernig líst ykkur á?
p.s. þið þurfið ekkert að feimin við að kommenta eða læka, það er sko allt í lagi
O svona blómabakki og servéttur duttu einmitt ofan í mína körfu í vikunni bara æði en þarf greinilega líka að eignast viskastykkin og svuntuna. Þessi kertahús eru líka frábær
Dásemdin ein
Yndislega rómó … þarf klárlega að skunda í Ikea um helgina og ath með þessar luktir ( þ.e.a.s. ef brjálaðar skreytikonur verða ekki búnar að kaupa þær allar
) Knúz Edda
Hrikalega flott og rjómantískt
Þarf greinilega að gera mér ferð í IKEA…ætli Ikea sé mormónatrúar?? Geti átt margar kærustur?? Ef svo er, þá vil ég vera memm 
Já og heyrðu…þú gleymdir alveg að segja frá luktunum
Hvar fékkstu þarna Home sweet home hjartað ?
P.s hrikalega flott hjá þér
Takk fyrir Ragga
Hjartað er úr Garðheimum!
Yndislegt!!
Yndislegt
Takk fyrir þessa frábæru síðu, skoða hana mjöööög reglulega.
Æðislegt
skoða síðuna um það bil á hverjum degi og finnst það alltaf jafn gaman.
Ég segi bara takk kærlega fyrir mig . 
Alltaf jafn gaman að skoða síðuna þína
Mér finnst þetta æðislegt,ég er sjálf búin að reyna svo oft að hætta að vera með bleikt og blómamunstur heima hjá mér en það bara er ekki hægt það er svo rómó og fallegt!I luv it og er einmitt nýbúin að panta mér lukt og diskamottur svuntu og diskaþurrkur
þetta er svo smekklegt og gaman að skoða er farin að “elska þig” held ég barasts
Awwwwww *smooch*
Æðislegt
verð greinilega að fara oftar inn á síðu Ikea. Takk fyrir flott blogg.
Ótrúlega rómó og sætt! Nýbúin að uppgötva bloggið þitt og nú er kíkt daglega, ert með svo ótrúlega fallegar og skemmtilegar hugmyndir og heimilið þitt VÁ, það er æði
Takk fyrir og velkomin!