Hæ, hó siglum með sjó…

…garrrrr, því sjóræningjar eru á sveimi!

Sko, ég er sjaldnast til friðs – við höfum komist að því.
Dæmi: rúmið við brúna vegginn…

14-2014-01-06-155559

…rúmið við hvíta vegginn, og eins og þið sjáið þá tek ég límmiðana bara og færi þá til.
Mér fannst sam vera of mikið að gerast þannig að ég var ekki sátt…

03-2014-01-21-111857

…og svo var ég að nota bara borð sem við áttum úti í skúr fyrir Playmo dót litla mannsins, og það var ekki alveg að gera sig…

15-2014-01-06-155717

…það er nefnilega helst til lítið…

16-2014-01-06-155807

…en því var snarlega reddað með ferð í Ikea-ð mitt.  Þar fór ég og hitti hann Sigurð (sjá hér) og vissi samstundis að við kæmum til með að eiga vel saman

04-2014-01-21-111908

…ég er rosalega hrifin af því að nota rauðann lit með í strákaherbergið þannig að ég var alveg ákveðin í að kaupa þennan rauða.  Síðan held ég að hann verði snilld við endann á rúminu þegar að litla barnið mitt verður unglingur…

05-2014-01-21-111914

…listaverk eftir herbergiseigandann prýða líka veggina…

06-2014-01-21-111929

…síðan átti ég kistil úti í bílskúr, sem ég verð að viðurkenna að ég gleymdi að taka fyrir-mynd af.  En hann var dökkgrænn með öndum á, ekta kántrífílingur í honum…

01-2014-02-09-221900

Ég málaði hann síðan með útimálningunni, sem ég fékk í Litalandi, eins og ég notaði á borðið mitt góða (sjá hér)

2013-08-13-215906

…snilldin við þessa málningu er að það er hægt að nota hana alveg eins og krítarmálningu.  Sem er bara brill…

02-2014-02-09-223010

…svipurinn á þeim litla þegar að hann sá kistuna 🙂

19-2014-02-15-144456

“mamma, er fjársjóður í henni?”

20-2014-02-15-144458

…og svo var hún skoðuð…

21-2014-02-15-144513

…þetta þótti sérstaklega flott og hann er mjög kátur með kistuna sína…

22-2014-02-15-144519

…og þótti hún bara æðisleg, og geymir í dag Plaumo, og auðvitað sjóræningjadót líka…

23-2014-02-15-144823

…og ég færði límmiðana á borðið á bakvið skipið…

24-2014-02-15-144828

…nei sko, hver er alveg týndur?

26-2014-02-15-144930

…en þið sjáið hversu mikil snilld það er að koma með svona bekk sem að gaurinn getur staðið við, setið við, tekur dót ofan á og undir, og svo er einfalt að gefa honum framhaldslíf…

30-2014-02-15-145030

…ég setti síðan tappa undir þannig að hægt væri að draga kistuna til, án þess að rispa gólfið…

32-2014-02-15-145040

…sæti gaurinn alsæll!

35-2014-02-15-145333

…og þó ég segi sjálf frá, þá var mamman sko bara sátt líka!

37-2014-02-15-145354

Hvernig finnst ykkur þetta koma út?

Sáttar við Sigurd og sjóræningjann? 🙂

25-2014-02-15-144843

 

 

7 comments for “Hæ, hó siglum með sjó…

  1. Hjördís
    25.02.2014 at 13:56

    Algjör snilld þessi bekkur! svo flott hjá þér 🙂

  2. Anna sigga
    25.02.2014 at 14:23

    Jáhá…eins og endranær þá langar mig í IKEA, eftir blogglestur hjá þér 😉 Sá þennan bekk síðast þegar ég fór í IKEA en hætti við að taka hann, því gaurinn minn er orðinn það stór….hélt að það dyggði ekki sem borð fyrir hann. En að endurskoðuðu máli held ég að þetta se samt málið, borð til að leggja á, eða raða, pússla, kubba, bíla ofleira 🙂

    Þetta er sem sagt brill lausn hjá þér og liturinn alveg hárréttur!

  3. Margrét Helga
    25.02.2014 at 14:35

    Var einmitt að segja við eldri drenginn minn að þegar við myndum flytja þá myndi ég vilja gera herbergin þeirra bræðra svolítið flott. Hann var ekkert smá ánægður með það og ég bíð bara eftir að fá tíma með honum í ró og næði til að skoða hugmyndir að allskonar herbergjum! En hann Sigurður er flottur…gæti hugsað mér þetta inn í strákaherbergin sérstaklega þar sem það er komin hugmynd að framhaldslífi 😉

    Og já..kistillinn er líka flottur! Og sonur þinn 😉

  4. Kristjana
    25.02.2014 at 18:23

    Flottur bekkurinn, ég dett svo inní að öll húsgögnin þurfi að vera eins á litinn….sem er svo mikil vitleysa!! Rauður er algjörlega málið þarna. Elska þessa lausn með kistilinn. Spreyjaðir þú yfir hann eftir að vera búin að kríta á hann?

    Enn og aftur sýnirðu okkur snilligáfu þína, Takk fyrir það!

  5. Maria
    26.02.2014 at 17:55

    Svakalega er þetta sniðugt hjá þér og kemur rosalega vel út.

  6. Íris
    04.03.2014 at 19:32

    Alltaf jafn skemmtilegt að kíkja á síðunna hjá þér 🙂
    Langaði að spurja þig hvar fékkstu taupokan undir bangsana?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.03.2014 at 23:46

      Takk Íris, þessi poki er frá Pottery Barn Kids 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *