…eða í raun svona hvað er hvaðan og DIY. Þetta leggst allt saman í eina hrúgu…
…þarna sést sitt hvað sem ég týndi saman, ekki var allt notað en sumt þó….
…upprunalega átti að gera tvær dúkkukökur, sem sé bæði Elsu og Önnu, en þar sem að Elsu-kakan var mig næstum ofurliði og ég var gjörsamlega búin á fondant-tauginni við að útbúa hana, þá ákveð ég bara að slaufa því að gera aðra köku – fjúúúúúúúúfffff…
…í Litlu Garðbúðinni fékk ég fallegu servétturnar sem að smellpössuðu við þemað og eru svooooooo fallegar á litinn…
…þaðan voru líka dúllu snúllufuglarnir…
…sem og fánalengjan…
…svo fallegt ♥
…í Söstrene Greenes í Smáralind fékk ég m.a. þetta fallega kökuskraut, og svo auðvitað mini-sykurpúðana sem voru snilld sem snjór yfir borðið…
…auðvitað nýju uppáhaldsskálarnar mínar, sem fá sko ekki að vera inni í skáp, neineinei þær verða uppstilltar…
…þar að auki fékk ég líka æðislega límmiða…
…sem mér finnst snilld að nota á REKO-glösin frá Ikea, þau kosta bara 295kr fyrir 6 stk og eru svo mikið stöðugri en plastglös…
…og á þau festi ég límmiðana og úr verða snúlluleg glös með límmiðum sem passa við hvaða þema sem er
…kökuformin eru orðin nokkra ára gömul en fást enn í Ikea, sjá hér…
…þessi snjókorn eru úr Megastore, og ég keypti þau fyrir jólin. Kostuðu 5 saman 298kr…
…ég notaði spreyjin mín fínu frá Litalandi…
…og úr urðu þessi snjókorn sem skreyttu ljósakrónuna…
…kertastjakarnir voru gamlir og fengu að kenna á spreybrúsanum…
…síðan átti ég þessar tvær skálar á fæti…
…og spreyjaði þær líka, yesyes the woman is spreycrazy!
…þar með held ég að þetta sé upptalið og flestum spurningum sé svarað!
Ef ég hef gleymt einhverju, þá bara spyrjið þið
♥ knúsar ♥
Vá!! Flott hjá þér! Gott að fá svona flottar hugmyndir hvernig er hægt að gera margt fallegt og flott á einfaldan hátt
Snilli 
Yndislega fallegt, ótrúlegt hugmyndaflugið hjà þèr
Æði…. allt með tölu! Nú fer ég að vera duglegri að splæsa í sæta límmiða sem er hægt að líma á glös.. svo einfalt en svooooo flott
Ótrúlega flott hjá þér! Og kakan er sjúúúklega flott
Allt rosalega flott hjà þér eins og alltaf. Frábært Blogg
Æðisleg litasamsetning, þú veitir svo sannarlega innblástur fyrir komandi veisluhöld heimilisins
Æði eins og allt hjá þér
Algjör snillingur! Snilld ad líma á glösin
Kv.Hjördís
Ó jeminn hvað ég er að elska þennan bláa lit! Og míní sykurpúðana i my!
Alltaf svo gaman að skoða bloggið þitt, svo fallegt allt saman.
Bara æði!
Já, og svo virkar þetta allt svo einfalt hjá þér
Æðislegt! Ég held að ég þurfi að horfa á Frozen
Rosalega flott hjá þér, fullt af innblæstri fyrir komandi veisluhöld
Annars langar mig að vita hvar þú fékkst smjörkremstúpurnar og glimmerið”
Kv. Vilborg
Takk fyrir Vilborg – ég keypti það í Allt í Köku
Kær kveðja
Soffia
Takk kærlega fyrir, að venju glæsilegar myndir,hefur greinilega verið ævintýralegt afmæli.Fæ aldrei nóg af að Skoða síðuna þína.Bara yndislegt;-)
Soffía, þú ert snillingur, ekkert smá flott!
knús á þig
Sæl Soffía
Þú ert nú alveg frábær.
Getur þú sagt mér hvaða númer/nafn á litunum á spreyjunum þínum er/heita?Ætla að reyna að fá þau út send út á land til mín . Fékk brjálæðislegan páskafíling allt í einu – akkurat þannig litir