8. ára afmælið #1…

…var haldið hátíðlegt um helgina.  Upprunalega átti það að vera á laugardag en á föstudagskvöldið varð daman smá lasin þannig að við frestuðum til sunnudags, ef hún skyldi verða orðin hress, sem hún var 🙂  Sjúkket púkket og hallelúja!

021-2014-02-16-133909 - Copy

…þrátt fyrir að vera með Frozen þema, þá finnst mér gaman að vera ekki endilega bara með Frozen-servéttur.  Þess í stað vorum við með svooooo fallegar servéttur með snjókornum sem ég fékk í Litlu Garðbúðinni

023-2014-02-16-133934 - Copy

…kakan var gerð utan um Frozen-dúkku sem keypt var í Toys R Us og daman fékk í afmælisgjöf – nánar um kökuna og veitingar síðar…

024-2014-02-16-133945 - Copy

…á borðið setti ég bara hvítann snjókornalöber sem ég átti fyrir hérna heima, en það sem varð hvað vinsælast voru snjókornin sem að voru yfir allt borðið.  En þetta voru auðvitað mini-sykurpúðar úr Söstrene Grenes, og það sem að litlir puttar voru kátir með þetta…

025-2014-02-16-133958 - Copy

…síðan notaði ég bara glerkrukkurnar mínar, og setti í þær popp, stóra sykurpúða og svo voru rískökur…

026-2014-02-16-134002 - Copy

…og “snjókorn” útum allt – og voru borðuð með bestu lyst…

027-2014-02-16-134004 - Copy

…þetta var fyrsta afmælið síðan að “nýja” borðið kom og okkur langaði ekkert að setja dúk yfir það allt saman, þess vegna var bara löber.  Síðan verður bara að segja að það munar þvílíkt um þessa auka 20 cm sem þetta borð er breiðara…

040-2014-02-16-143322 - Copy

…ég keypti fánalengju í Litlu Garðbúðinni, og stytti hana bara aðeins, þannig að þetta er sama lengjan í glugganum og þessir fánar sem að hanga í ljósakrónunni…

028-2014-02-16-134010 - Copy

…litlu tinföturnar voru keyptar í Target-inu mínu í USA.  Ég mæli sko með því að skoða alltaf vel í $-dollara horninu hjá þeim við innganginn á búðunum, þar fékk ég þessar – og auðvitað á 1$ eða eitthvað álíka…

034-2014-02-16-134402 - Copy

…þessir æðislegu fuglar eru þrír saman í pakka og fengust líka í Litlu Garðbúðinni

035-2014-02-16-134413 - Copy

…þessi snjókorn fengu spreymeðferð, og þið fáið nánar að vita um það í DIY-pósti…

036-2014-02-16-134422 - Copy

…leikið með litatóna…

037-2014-02-16-134428 - Copy

…þetta eru nú óttalega fallegir litir saman, þó ég segi sjálf frá 🙂

044-2014-02-16-143527 - Copy

…þennan Ólaf snjókarl fékk hún að gjöf og hann gladdi hana mikið, enda er Ólafur bara æði!

051-2014-02-16-143847 - Copy

…þarna sjáið þið í aðra litlu fötuna úr Targetinu góða…

052-2014-02-16-143900 - Copy

…le cake…

053-2014-02-16-143903 - Copy

…nóg af snjó, enda er hún með snjókrafta, daman í Frozen…

058-2014-02-16-143957 059-2014-02-16-144002

…cake pops…

062-2014-02-16-144029

…og þriðja fatan sést á þessari mynd…

065-2014-02-16-144040

…elska þessar servéttur, og rörin fást líka hjá krúttunum í Litlu Garðbúðinni

066-2014-02-16-144043

…daman að leggja lokahönd á skreytingarnar…

073-2014-02-16-144158

…splittum þessu upp og færum okkur yfir á matarborðið í öðrum pósti, hvernig hljómar það?

Viljið þið heyra meira eða eruð þið komin með nóg? 🙂

092-2014-02-16-145944

 p.s. ykkur er alveg óhætt að ýta á like-takkann, hann er hættur að bíta 😉

15 comments for “8. ára afmælið #1…

  1. Karitas
    18.02.2014 at 21:47

    O my god þetta er æði 🙂 eg á prinsessu sem verður 6 ára i mars og er með algjört Frozen æði. Á eftir að nýta hugmyndir frá þér, hlakka mikið til að sjá meira.
    Er til mikið af Frozen dóti i Toysarus, veistu það?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.02.2014 at 21:50

      Nahhhh – það eru bara dúkkurnar, tvær týpur af Elsum, og tvær af Önnum – í sitthvoru outfittunum. Síðan búningarnar, en þeir eru uppseldir í stærstu stærðunum, held ég 🙂

  2. Soffia
    18.02.2014 at 21:50

    Hvaðan eru ljósbláu kertastjakarnir, og blómakertastjakinn ? 🙂

    Mig langar reyndar líka að vita hvaðan kökudiskurinn er ? 🙂

    Bestu kveðjur til þín!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.02.2014 at 21:52

      Ljósbláu – er DIY-verkefni og sjást í seinni pósti betur 🙂
      Blómakertastjakinn er úr Tiger.
      Kökudiskurinn undir Elsutertunni er úr Rúmfó, en þessi hvíti er DIY úr Góða Hirðinum: http://www.skreytumhus.is/?p=13529

      Kær kveðja
      Soffia

  3. Margrét Helga
    18.02.2014 at 21:53

    Bara snilld 🙂 Og við fáum aldrei nóg…þú veist það 😀 Bíð spennt eftir matarhlutanum af afmælispóstinum 🙂

  4. Anna Sigga
    18.02.2014 at 22:47

    Elsak litasamsetningarnar hjá þér. Þú ert snillingur 🙂

  5. María
    19.02.2014 at 08:22

    Mikið er þetta allt fínt hjá þér.

  6. Asa
    19.02.2014 at 08:23

    Meira, meira……
    Rosalega flott, þú ert ótrúlega hugmyndarík og dugleg….

  7. Edda Björk
    19.02.2014 at 10:40

    Alveg hreint yndislega fallegt og hugmyndaríkt eins og svo oft oft áður. Ég hefði sko alveg viljað eiga svona afmæli þegar ég var lítil. Knúz Eddan

  8. Vala Sig
    19.02.2014 at 14:00

    Vá hvað þetta er fallegt,hvar væri ég án þín og allra þessara hugmynda sem þú gefur manni

  9. Kolbrún
    19.02.2014 at 15:18

    Glæsilegt eins og alltaf auðvitað viljum við sjá meir(alla vega ég) þvílík flott afmælin alltaf hjá þér.

  10. Kristín S
    19.02.2014 at 19:57

    sá ferlega flottar fötur, sennilega aðeins stærri en þínar í Tiger í dag. Er þræddur borði í gegnum þær og sennilega hægt að skipta honum út ef liturinn hentar ekki 😉

    Vildi bara segja frá því af því það er ekki alltaf ferð í elsku Target sko heheheh

    Ekkert smá flott borð hjá þér og kakan er rúmlega meiriháttar

    kveðja
    Kristín S

  11. Sif
    19.02.2014 at 21:59

    Sæl 🙂 Virkilega flott hjá þér !!

  12. 20.02.2014 at 00:20

    Meistari Dossa! Meiri flinkheitin i ther alltaf!

  13. Anna Sigga # 2
    20.02.2014 at 14:04

    Þetta er meirirháttar allt saman 🙂 börnin þín eru heppin að eiga svona hugmynadaríka mömmu 🙂

    Kv as

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *