C’est la vie…

…svo ég sé heimspekileg í örlitla stund, þá ætla ég að fá að tjá mig um það að lífið er skrítið.

Það kom bara allt í einu yfir mig ofsaleg ofurþreyta og ég einfaldlega sprakk á limminu,  Eins og gengur kannski og gerist á bestu bæjum.  Ég held einhvern veginn að ég þurfi að breyta að uppsetningunni á blogginu, og fara að sýna oftar frá einhverju erlendu inn á milli.  Því að það að setja inn 5 pósta á viku, sem eru kannski með 20-30 myndum hver, gerir ansi hreint mikið af póstum og myndum 🙂

33-2014-01-21-112408

Þannig að ég held að ég ætli að gefa sjálfri mér bessaleyfi til þess að slaka aðeins á kröfunum til sjálfrar mín, ekki öll héðan að heiman og kannski ekki alveg 5 á viku – haldið þið að það verði ekki bara allt í lagi?

67-2014-01-31-001806

Íöðrum fréttum, er mest lítið í fréttum.  Tja svona fyrir utan að afmælisvikan mikla er í miklum snúningi, búið að vekja afmælisbarn með köku og söng, pökkum og pönnukökum og bara almennri kæti. Farið út að borða á Fabrikkunni með fjölskyldumeðlimum sem komust með, og þetta var  bara dagskrá þriðjudagsins.

49-2014-02-11-163212

…litli bróðir jafnkátur með pakkana sem systir fékk…

50-2014-02-11-163205

…er einhver farin að taka eftir þema í þessu afmælistali?

51-2014-02-11-163219

…draumur rættist…

52-2014-02-11-162144 53-2014-02-11-162202

Síðan í kvöld héldum við bekkjarafmæli, ásamt vinkonu heimasætunnar, og fengum við sal í Sambíó-unum í Álfabakka þar sem farið var að horfa á Frozen, aftur…

1499606_10202607604684648_2050350130_n

 Fengum frábæra þjónustu og þetta var brillijant lausn fyrir 20plús krakka sem sátu öll og störðu dolfallin á myndina – mæli með þessu.  Ef þið viljið skoða þetta þá getið þið smellt hér

1920037_10202608404024631_1935840578_n

…nú svo er það dagskrá helgarinnar, eitt lítið sætt fjölskylduafmæli fyrir 40plús manns – svona er þetta þegar maður er svona lánsamur að eiga stóra fjölskyldu  

Dóttirin fékk líka svona líka fína gínu inn í herbergið sitt, sem hefur verið nýtt heldur betur í alls konar búninga, prinsessu, hlutverkaleikjum…

59-2014-02-05-150223

…og ekki nóg með það, heldur veit ég líka að þetta kemur til með að vera inni í herberginu hennar þegar hún verður unglingur, svona þegar að árin halda áfram að æða áfram…

62-2014-02-05-150238

…yndisleg smáatriðin…

63-2014-02-05-150243

…en svona í alvöru, grái liturinn og fiðrildin – þetta var bara eins og búið til inn í herbergið.  Fékk þó nokkrar fyrirspurninir strax í gær, og því er eins gott að uppljóstra að þetta fæst í Rúmfó, og þegar ég var á Korputorgi í gær þá sá ég að þær eru enn til…

65-2014-02-05-150249

…önnur símamynd sem ég deildi inn á Facebook – var þessi hérna:

1779987_578837875535064_1480431654_n

…en ég prufaði að setja bökunarmótið gamla, og glerkúpulinn úr Góða (sjá hér) – ofan á silfurskál sem ég á.  Þarf hins vegar að finna aðra lausn, því að ég tími ekki ekta silfri í svona fótaaðgerð.  Hugs, hugs, hugs…

68-2014-01-23-170955

…haldið ekki síðan að ég hafi fengið svona líka lítinn og sætann bamba að gjöf  

57-2014-02-05-150158

…ég verð að segja ykkur að mér finnst hann yndislegur!

58-2014-02-05-150202

…annars ætla ég að fara að undirbúa ammlis, og reyna að átta mig hvernig stendur á að 8 ár hafi liðið svona hratt…

03-2006-02-17-143501_(IMG_1539) - Copy

…njóta þess að sjá litla barnið mitt sem er orðið að yndislegri dömu…

05-2006-04-16-213939_(IMG_2728) - Copy

…og umfram allt að njóta þess að halda upp á það með stórfjölskyldunni allri…

07-Copy of 2006-09-24-152703_(IMG_7861)

…ég óska ykkur góðrar og gleðilegrar helgi, og vona að þið farið vel með ykkur – og aðra líka!
Þið sem Valentín-ist í dag, góða skemmtun og ég vona að þið njótið þess 

09-Copy of 2006-09-24-153305_(IMG_7901)

Batman og Elsa biðja að heilsa, og þið sem getið giskað á þemað í afmælinu á laugardag, tjaaaa – þá er ég er ekki hissa 🙂

55-2014-02-11-204706_1

11 comments for “C’est la vie…

  1. Svala
    14.02.2014 at 08:29

    Til hamingju með skottuna og auðvitað gerir þú bara eins og þér hentar best krúttið mitt. Ekki vill maður að þú farir að verða eins og sprungin blaðra. Gínan er ÆÐI, ég í Rúmfó 🙂
    Knúsar, Svala

  2. Margrét Helga
    14.02.2014 at 09:25

    Vá…skil vel að þetta sé álag með öll þessi blogg og allar þessar myndir + vinna + fjölskylda + allt annað!! Ef maður skoðar bara t.d. YHL bloggið þá eru þau líka að blogga svona mikið með svona mörgum myndum en munurinn er bara sá að þau hafa atvinnu af þessu 🙂
    Vil miklu frekar að þú haldir áfram að blogga á þann hátt sem þér finnst skemmtilegast og þægilegast heldur en að þú springir á limminu. Hugsaðu um þig fyrst og fremst, hvað þú þarft og hvað þig langar. Við skiljum þetta allar! 🙂 Farðu vel með þig mín kæra!

    • Margrét Helga
      14.02.2014 at 11:40

      Já og til hamingju með flottu, stóru afmælishnátuna þína! Svo ég minni þig enn meira á hvað tíminn líður hratt þá eru bara 10 ár þangað til hún verður sjálfráða!!! Úff, hvað þessi börn eru eitthvað að flýta sér að stækka! 🙂

  3. Svandís J
    14.02.2014 at 09:31

    Til hamingju með yndisdúfuna ykkar. Það er orðið árlegt tilhlökkunarefni hjá mér að sjá afmælismyndir úr afmælinu hennar því mín skvísa er svo 2 mánuðum síðar (og er búin að panta Rapunzel afmæli (Garðabrúða er það víst á íslensku)). Alveg passlegt að byrja að hafa augun opin fyrir góðum afmælisskrauterísdílum eftir að þú uppljóstrar hvernig þú gerðir.
    Annars, njóttu þess bara að taka þér pásu þegar þú þarft, við bíðum bara öll róleg á meðan og látum okkur hlakka til næstu færslu frá þér…. förum ekki neitt. Þessi síða hættir ekkert að vera uppáhalds þó svo þú leyfir þér að eiga smá líf endrum og eins.
    Góða helgi mín kæra
    knús
    Svandís

  4. Sigga Rósa
    14.02.2014 at 09:38

    Bloggin þín eru yndislega og alltaf eitthvað nýtt að sjá í “heima bloggunum”, en betra er að fá færri blogg og frábær en að þú hættir alveg, því hvað eigum við hinar að gera þá???
    Svo ertu með svo næmt auga fyrir flottheitum og erlend blogg frá þér væru æði 😉 Eigðu góða ammilis helgi 🙂

  5. Berglind
    14.02.2014 at 10:34

    Eins og mér þykir yndislegt að heimsækja bloggið á hverjum degi þá bara skil ég þig rosalega vel og ég hef oft hugsað bara hvernig þú farir að þessu 🙂
    Eins eru svo mikið að góðum frá frábærum eldri pistlum sem er rosalega gaman að fara í gegnum, manni leiðist aldrei hérna á síðunni þinni.
    Eigiði frábæra helgi og hlakka til að sjá útkomuna því maður fær svo óendanlega frábærar hugmyndir frá þér 🙂

  6. Heiðrún
    14.02.2014 at 10:40

    Til hamingju með prinsessuna. Saknaði póstanna þinna gæska. Og já, er alveg sama þó þeir séu ekki daglegir eða með mörgum myndum.
    Hlakka þó mikið til að sjá myndir frá afmælinu því ég veit að ömmustelpurnar mínar eru kolfallnar fyrir Frozen og önnur þeirra á afmæli 27 feb. Góða skemmtun

  7. Hófí
    14.02.2014 at 10:42

    Um að gera að fækka bara bloggfærslunum svo þú gefist ekki upp 🙂
    Ég kíki samt alltaf spennt á hverjum degi til að sjá nýjar dásemdir, en kíki þá bara á hin bloggin á blogglausu dögunum þínum 😉
    Hófí

  8. Anna Sigga
    14.02.2014 at 14:22

    Yndisleg börn sem þið eigið 🙂 og til hamingju með prinsessuna 🙂

    Þú hefur þetta einss og það virkar best fyrir þig, við getum ekki stjórnað ferðinni 😉 en við njótum þess eins vel þegar það eru fáir póstar 🙂
    Og gæðin eru alltaf góð.

    Góða afmælis helgi 🙂

  9. Rannveig
    14.02.2014 at 16:06

    Afmæliskveðja á Valdísi Önnu frá mér 😉

  10. 14.02.2014 at 20:55

    Elskan mín, samgleðst þér bara að hafa tekið þessa góða ákvörðun, það á að vera gaman og gefandi að blogga… verður svo krefjandi að blogg af kvöð – þanni g að, njóttu vel !

    Allt yndislegt í þessari færslu, dóttirin, þú, bambinn, gínan og föndrið og flottheitin öll 🙂

    Knús og kærar helgarkveðjur að norðan,

    Kikka

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *