…þið sem hafið lesið bloggið í einhvern tíman, munið kannski eftir þegar að félagarnir Ingolf og Ingólfur fluttu hingað inn (sjá hér). Síðan var það einn morguninn, þegar að við komum á fætur, að það voru mættir tveir litlir mini félagar. Awwwww – they had babies 😉
…og sjáið bara hvað þeir eru nú dásamlega sætir! Satt best að segja þá eru þeir auðvitað frá sænska kærastanum mínum, sem klikar aldrei, ó elsku Ikea-inn minn ♥
…en ég reyndar gerði við þá eins og við þá stærri, að ég setti límmiða úr Söstrene á stólana. Reyndar að aftan á þessum, og fór aðeins yfir með Mod Podge, svo þeir haldist á…
…og þið sjáið hérna aðeins betur borðið mitt “nýja”…
…sem er með svona grófri borðplötu…
…bakkinn er frá Blómaval og fékkst bara núna í janúar það, mjög sætur – þó ég segji sjálf frá…
…á borðinu er síðan löber frá Ikea og samansafn af alls konar kertastjökum úr ýmsum áttum, og auðvitað orkídeur tvær í blóma…
… en ég get ekki sagt ykkur hvað ég er mikið ánægðari með litlu míni Ingólfana, heldur en Triptrap-stólinn sem stóð þarna við endann og svo var alltaf einn borðstofustóll því að krakkarnir vilja sitja saman við endann á borðinu…
…það fer svo dásamlega lítið fyrir þessum og svo finnst mér þeir bara svo endalaust fallegir…
…plús að þegar horft er yfir allt svæðið þá tengja þeir eldhúsið skemmtilega við borðið og svæðið þar, draga svona hvíta litinn aðeins lengra…
…ekki það að ég sé að ofhugsa hlutina eitthvað 🙂
…en svona er stemmingin hér…
…allir slakir, eða í það minnsta gamlinn minn ♥
…ef þið viljið skoða stóra Ingólf, smellið hér,
og ef þið viljið litla Ingólf-inn, þá smella hér.
…annars er að hefjast afmælið-vikan mikla og ég er ekki viss um hvernig bloggvikan verður. Ég er að þjáðst af einhverri “blogg-þreytu” í augnablikinu og held að ég þurfi að draga djúúúúúúúúpt andann og hefjast svo handa á nýjan leik 🙂
*Knúsar á ykkur elskurnar*
Schnilld! 🙂 Ikea klikkar ekki frekar en fyrri daginn 🙂
Og ef þú ert í bloggþurrð, endilega taktu þér pásu og einbeittu þér að afmælisvikunni 😀 Ég á eftir að sakna blogganna frá þér á meðan en veit að þú kemur ferskari en nokkru sinni áður til baka 🙂 Ef þetta er ekki aðalatvinna þín þá máttu bara slaka á 😉 Hlakka samt til að sjá afmælispóstana frá þér!
Taktu bara pásu yfr afmælisvikuna, við munum allar biða þín þegar að þú kemur aftur, fersk og fín 🙂
Æðislegir stólar !! hlakka til að sjá frá afmælisvikunni 😉 ekkert stress.. þú bara tekur þinn tíma, við skiljum þetta öll 😀 – en ég kíki inn á hverjum degi :Þ
Dásemd! bloggfrí er sko “alltílæ” á meðan það er ekki OF lengi 🙂 ekki það að ég skil stundum ekki hvernig þú getur verið svona dugleg……efast ekki um að bloggrinan komi eftir afmælisvikuna. Bíð róleg….anda inn og anda út !!