…bæjarferð átti sér stað í gær. Við vinkonurnar tvær skelltum á okkur smá varalit, pírðum augun og létum eins og við værum sko bara í útlöndum. Eitthvað þarf að gera þegar að útlandaþráin er að fara með mann! Það er líka með endemum ótrúlegt hversu mikið maður hressist í góðum félagsskap og hlátrasköllum.
Við fórum í Indiska í Kringlunni, og þar fékkst þessi snagi. Hann snýr reyndar á hvolfi á þessari mynd, en bara snúið hausnum alveg risalega mikið og þá fattið þið þetta. Þessir voru ferlega flottir…
…þar voru líka allir þessir hnúðar…
…og flott glerskartgripabox…
…og þar voru líka þessir snagar. Gætu verið ferlega flottir á gamalli spýtu nokkrir saman…
…og þessar flottu gardínur! Næææs…
…svo flottir geymslukassar í Söstrene…
…og alls konar flottar myndir í römmum í Söstrene…
…mér fannst þessi æðisleg…
…og þessi hérna – þær eru æðislegar í barnaherbergin…
…eigum við að dáðst að þessum uglum?
Jájá…
…og uglumynd í ramma…
…og svo sætir litlir vasar í bjútífúl litum…
…í Tiger voru síðan þessir pokar, sem eru einmitt kjörnir fyrir bangsa í krakkaherbergin…
…duttum síðan inn í Góða og þar fannst t.d. stúdentshúfa, ehhhhh úúúúúkey…
…og þessi var rustic og töff…
…er ekki bara tíminn til þess að gera upp vikuna núna svona aðeins.
Við fórum í smá túristaferð í Reykjavík, og skoðuðum Hallgrímskirkju..
…og þegar við komum inn þá var himneskur kór að æfa sig og kveikt á kertum og það kom einhver friður yfir mann…
…já ok, eða friður yfir mig – en krakkarnir voru bara í stuði…
…og ekki mikið spá í öðru…
…og blóm eru alltaf falleg…
…ég verð að viðurkenna að þetta er í fyrsta sinn sem ég fer upp í turninn, og ég bara vissi ekki einu sinni að það væru svona fallegar myndir í klukkunum…
…svona er þetta, maður er alltaf að læra eitthvað…
…og útsýnið er ekki af verri endanum…
…séð yfir á nesið okkar, og alltaf þegar að litli kallinn sér svona þoturák á himninum, þá tilkynnir hann okkur að þarna hafi Bósi Ljósár verið, og hann virðist fljúga víða – hann Bósi 🙂
…ótrúlegt að þessar myndir voru teknar fyrir viku síðan…
…reyndar er þetta eins og með svo margt í lífinu, það er um að gera að njóta þess á meðan hægt er – því seinna sama daga var þetta farið að megninu til…
…en fallegt var það á meðan það varði…
…útsýnið af bílaplaninu…
…snjóbrúskur mikill…
…ég heimsótti líka yndislega vinkonu og dáðist á málverkunum hennar, svo falleg ♥
…og svo falleg ljós…
…elsku frænkusystir mín átti stórafmæli og við komum henni á óvart með “sörpræs” afmælisveislu…
…þar sem var skotið yfir hana alls konar glimmeri og gleði og hún sprakk út kæti 🙂
…annars er hér smá forsmekkur að litlu Ingólfunum, sem ég ætla að kynna ykkur fyrir í næstu viku…
…takk fyrir vikuna og ég vona að þið hafið það sem allra best…
Elsku þið öll, góða helgi og knúsar ♥
góða helgi my darling you 🙂
Góða helgi og takk fyrir “hitt og þetta” póstinn 🙂 Hlakka til næstu viku!!
Takk fyrir hressandi póst og góða helgi 🙂
Takk fyrir skemmtilegan póst og góða helgi.
Mb kv AS