Elsku barn…

Það er nefnilega ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram.

01-2006-05-22-000736_(IMG_3819sh)

Þið kannist eflaust við þetta, sérstaklega sem eigið börn, en það er eins og það sé sett í ofurgír þegar að börnin fæðast.  Árin bara fjúka fram hjá manni og maður er nánast með eilífan hnút í maganum, því maður er alltaf að reyna sitt besta.  Að eltast við hitt og þetta.  Að gera pörfekt fyrir þessi kríli.  Ég er í því að reyna að bremsa mig af í þessu!  Að bremsa mig af í að vera að elta skottið á sjálfri mér, því ég held að við séum alltaf að setja okkur ómögulega staðla.

02-2006-09-22-112521_(IMG_7405)

Til dæmis fékk ég kast um daginn yfir að vera ekki duglegri í að flokka teikningarnar frá krökkunum og þar fram eftir götum.  Nokkrum dögum síðar kom mamma hingað heim með möppu með teikningunum mínum, MÍNUM!!, og ég var svona: “eeehhhhh, ok fínt :)”.  Ég er ekki búin að skoða þetta neitt sérstaklega og er ekki mikið að pæla í þessu, þannig að ég hugga mig við að eftir 30 ár eigi hvorki, litla daman né litli gaurinn minn, eftir að vera mikið að krefja mig um möppu með flokkuðum teikningum síðan úr leikskóla, ekki satt?

03-2006-09-24-192850_(IMG_7971)

Ástæðan fyrir því að tíminn er mér svona hugleikinn þessa dagana er sú að hún dóttir mín er að verða 8 ára í næstu viku.  Hugsa sér bara, 8 ára.  Hún sem fæddist rétt í gær!

Það er svo skrítið að ég vissi það alltaf að ég myndi verða mamma þessarar telpu.  Það hljómar eflaust kjánalega, en 5 árum áður en hún fæðist þá keypti ég stafina í nafnið hennar erlendis, svo viss var ég um að hún kæmi til okkar 

Þegar hún fæddist síðan, þá held ég að ég geti fullyrt það að hún var gömul sál.  Þessi mynd af tekin af henni á spítalanum og hún var ekki orðin sólarhringsgömul…

12-2006-02-11-203817_(IMG_1344)

Hún fékk síðan nafnið Valdís Anna, og ég áttaði mig ekki einu sinni á því, fyrr en hann pabbi benti mér á það – að nafnið er: Val Dísanna, eða sú sem dísirnar völdu.  Þannig líður mér einmitt!  Hún sagði mér það líka sjálf þegar að hún var lítil, að hún hefði alltaf setið á skýi hjá Guði og horft á okkur og síðan valdi hún okkur að koma til.  Yndislegt hvernig börnin sjá hlutina og hversu einfalt þetta er, bara hún og Guð að tjilla á skýi – að velja foreldra – dæmigerður dagur 🙂

05-Copy of 2006-12-17-134519_(IMG_0616)

…en eins væmið og það kann að hljóma þá er það svo sannarlega rétt þegar sagt er: Fyrst áttum við hvort annað, svo eignuðumst við þig, og núna eigum við allt 

10-2007-07-23-180324_(IMG_7603)

…á Tenerife, þegar að hún var bara 1 og hálfs árs.  Daman er líka í bol sem mamman átti þegar að hún var lítil…

11-2007-07-23-181028_(IMG_7612)

…ég vona að mér fyrirgefist þessi væmnispóstur – það er bara þannig að ég verð sérstaklega meyr á áramótum, og þegar að börnin mín eiga afmæli – ehhh og stundum á skólaskemmtunum.  Ég hef staðið mig að því að gráta í afmælissöngnum, hvað er það eiginlega…

08-2009-08-07-125803

…svo er það því stundum ágætt að gefa sér smátíma til þess að nema staðar, skoða blómin og njóta augnabliksins.  Ég er viss um að það er eitthvað sem verður aldrei ofmetið…

09-2009-05-11-164051

…ég ætla jafnvel að reyna að setja annan lítinn póst inn í dag, en í bili þá vildi ég bara segja það upphátt (eða skrifa það):

Takk fyrir að velja okkur elsku engill, þú ert best 

04-2009-12-18-190923

…vertu alltaf sama dásemdar stelpan og þú ert í dag…

07-2011-08-03-162228

…og þá er framtíðin björt!

06-2011-08-08-211057

Til þess að skoða póstana um afmælin – smella hér! 🙂

 

15 comments for “Elsku barn…

  1. Ása
    07.02.2014 at 08:23

    Ofboðslega fallega orðað hjá þér.
    Ég stend á sömu tímamótum, dóttir mín varð 8 í liðinni viku.
    Til hamingju með dömuna þína..

  2. Guðbjörg Valdís
    07.02.2014 at 08:41

    Dásemdar póstur! 🙂

  3. Berglind
    07.02.2014 at 09:02

    Yndislegur póstur ! Innilega til hamingju með fallegu stelpuna þína :=)

  4. María
    07.02.2014 at 09:35

    Hvert fer tíminn, mér finnst svo stutt síðan afmælispóstarnir frá síðasta afmæli voru.

  5. Margrét Milla
    07.02.2014 at 10:24

    Ég hef staðið sjálfa mig að því að íhuga hvernig ég kem mínum 20 ára og 17 ára í þurrkara til að sjá hvort þeir hlaupi ekki í lítil kríli, en endaði á því að fá mér nýtt kríli, sem stækkar líka allt of fljótt líka. Um leið og maður er þakklátur að þessi börn fái að vaxa og dafna þá syrgir maður líka daganna sem eru liðnir og reynir að drekka í sig hverja stund með þeim.
    Til hamingju með fallegu stelpuna þína, hún valdi hárrétt <3

  6. Margrét Helga
    07.02.2014 at 10:59

    Virkilega fallega orðað hjá þér…hún valdi sko greinilega réttu foreldrana 🙂 Mín elsta er á fyrsta ári í menntó, eldri drengurinn minn verður 9 ára á þessu ári og sá yngri 6 ára. Bráðum á ég ekkert barn á leikskóla lengur! En það er svo gaman að fylgjast með þeim vaxa og þroskast og takast á við nýjar áskoranir í lífinu, fá að vita hvað þau vilja verða þegar þau verða stór og horfa á þau verða að flottu, fullorðnu fólki! 😀 Skil ykkur samt vel, maður vill alltaf hafa þau lítil og geta knúsað þau. Er reyndar svo heppin að öll mín börn (líka þessi 16 ára) eru mjög mikil knúsukrútt…vilja alltaf knúsa mann 🙂

  7. Hjördís H Sæmundsdóttir
    07.02.2014 at 11:11

    Fallega skrifað hjá þér 🙂
    kv. Hjördís

  8. 07.02.2014 at 11:42

    Ohhh ég skil þig svo vel. Man eftir þvi þegar hún fæddist 🙂 Ég fæ líka tar í augun og röddin brestur stundum í afmælissöngnum, ég einfaldlega trúi þvi oft ekki að ég sé svo lánsöm að eiga drengina mína 2 hjá mér. En tíminn líður allt of hratt.

    Kv. Inger Rós

  9. Erla
    07.02.2014 at 12:37

    ohhh já þessi kríli vaxa of hratt…
    sammála þér með kvíða hnútin

  10. Gurrý
    07.02.2014 at 12:52

    Knús á þig – ég á líka voða bágt þegar afmælissöngurinn er sunginn hjá gormunum mínum og minn eldri verður 8 ára eftir mánuð svo það er stutt í næsta “æ nei ég fékk bara eitthvað í augað” – momentið mitt 🙂

  11. Anna Sigga
    07.02.2014 at 13:58

    Oo þú ert ekki of væmin, ert bara mannleg!

    Til hamingju með stóruna þína 🙂 bara njóta áfram 🙂

    Kv AS

  12. Erla María
    07.02.2014 at 22:34

    Fallegur póstur, ekki laust við að maður klökkni aðeins, frumburðinn minn verður einmitt 8 ára í maí svo ég skil alveg hvað þú ert að fara 🙂

  13. Hrefna Björg Tryggvadóttir
    07.02.2014 at 23:24

    Dásemdar póstur. <3

  14. Vala Sig
    11.02.2014 at 19:54

    Innilega til lukku með fallega gullið þitt

  15. Anonymous
    26.01.2017 at 00:17

    Edda Kristinsdóttiir

    Takk fyrir að vera til.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *