Ofurkonur…

Mig vantar uppskrift að því hvernig maður verður OFURKONA… skil ekki hvaðan sumar konur fá orku og tíma í að afkasta öllu sem þær afkasta. 
Þið vitið svona konur sem eiga heimili sem eru dásamlega falleg og alltaf hrein. Börnin fara daglega í bað, mamman fer í crossfit og jóga og hugleiðir á hverjum morgni. Það er ekki hrúga í þvottahúsinu og ekki skó og úlpuhrúga í forstofunni. Þær spila með börnunum einu sinni í viku og kenna börnunum sínum að pissa í kopp 1 árs og lesa 4ra ára. Svo er allur matur eldaður frá grunni úr lífrænum hráefnum og í kjölfarið er fjölskyldan bæði gáfaðri og hæfileikaríkari en flestir …. haha

Þegar ég skrifa þetta allt svona upp þá finnst mér þetta fáránlegt en innst inni finnst mér samt að ég ætti að geta þetta, kreisí !

Þessi brilliant upptalning var status á Facebook hjá einni vinkonu minni.  Mér fannst þetta alger glimmrandi snilld.  En ég tók líka hluta af honum til mín, þar sem að Guð veit að ég er að sýna ykkur myndir af heimilinu hjá mér oftar en ekki.  Ég vona bara að þið vitið það, rétt eins og ég, að þetta er í raun “sýndarveruleiki” sem að þið eruð að sjá hér.  Ég á þá við, jú þetta er svona eins og þetta look-ar á myndinum, nema hvað að það eru hundahár sem fjúka hér með gólf eins og svona kögglar í villta vestrinu, oft eru diskar í vaskinu sem að ég nenni ekki að ganga frá fyrir mitt litla líf.  Þvotturinn, ég meina $%#$%#$%$#þvotturinn sem að margfaldar sig frá degi til dags.  Það er bara spurning um hvort að það sé leiðinlegra að brjóta hann saman eða ganga frá honum.  Eins get ég lofað ykkur að það þarf að þurrka af, í alvöru – er einhver sem nennir að koma og þurrka af?  Ef ég mynda þvottahúsið þá þarf ég að moka út úr því áður, ekki spurning. Bekkur við endann á hjónarúminu er oftast með fatahrúgu á – bara svo þið vitið það!

Lag dagsins: Superwoman!

Ég varð sérstaklega vör við þetta þegar að ég birti mynd af litla gaurnum mínum að leika sér í draslinu í herberginu sínu, og allir urðu svo glaðir.

1-Starred Photos233

Þið vissuð alveg að það er búið í húsinu, er það ekki örugglega?  Hér verður alveg jafn mikið drasl og annars staðar 🙂 eða kannski meira, maðurinn spyr mig oft hvers vegna ég þurfi alltaf að sprengja allt húsið þegar ég stend í einhverjum breytingum.  Þið vitið svo hversu oft ég stend í breytingum þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu oft húsið er sprungið.

Ég held að hver einasta kona er með komplexa yfir öllu því sem hún nær ekki að afkasta, með samviskubit yfir því sem að hún nær ekki að gera, móral yfir að vera ekki að elda ofurrétti frá grunni úr lífrænu öllu saman.  Þetta er náttúrulega óþolandi að vera svona á netinu og lesa um konur sem manni finnst geta allt, og finnast eins og það sem maður gerir sjálfur sé aldrei nóg.  Þetta er ekki hægt!

Dæmisaga:  Þegar að dóttir systur minnar var bara lítil (4-5ára) þá vildi hún sko endilega vera prinssessa, eins og svo margar litlar stelpur.  Systir mín, sem er með fyndinn húmor og kaldhæðin, leit á hana og sagði að það væri sko ekkert mál.  En sú stutta þyrfti að vita það, að prinssessur prumpuðu líka – og gerðu nr,2.  Sú stutta brast í grát yfir þessum sorgarfréttum!  Þetta er svona awwwwwww móment en líka fyndið.
Segjum þetta nú allar saman nú, prinssessur prumpa, ok?  Er það ekki svoldið það sem við þurfum að gera okkur grein fyrir, að við erum allar eins í grunninn?
Ég hef ekki enn hitt þá konu sem að prumpar bara blómum og regnbogum 🙂

Við, og þá á ég við okkur konur, við erum alltaf að miða okkur við ómögulega staðla og ímyndir sem eru ekki einu sinni raunsannar.  Þetta er bara eins og með útlitsstaðlana, við erum að horfa á einhverjar dömur á forsíðum blaða og miðum okkur við – þrátt fyrir að þessar sömu dömur stæðust vart samanburð við sjálfa sig, photosjopplausar.

Svo bætist við Facebook, blessuð Facebook-in.  Þar sem að við dettum í samanburð við konur sem við þekkjum sjálfar og miðum okkur við status-ana þeirra.  Ég held samt að þetta sé ekki alveg að gera sig.  Því að það sem við setjum þarna inn er ekki þverskurður af okkur sjálfum.  Í flestum tilfellum er þetta ritskoðað “líf” þar sem við fáum bara að heyra brot af því besta.  Við heyrum bara allt það góða.  Ég hef ekki enn sé status-inn frá neinum:
“Ég er að kafna úr fílu út í kallinn minn”  eða “ég hef ekki nennt að þurrka af í þrjár vikur”.

1-Starred Photos234

Ég er alveg viss um að þessi ofurkona, sem vinkona mín vitnar í hérna að ofan, er ekki til.

 Finndu þinn styrkleika, því að allir búa yfir styrkleika, og trúðu á hann.
Það er enginn sem er fullkomin, eða lifir fullkomnu lífi.
Allir eru að upplifa sorgir og sársauka, gleði og hamingju, og það sem skiptir máli er að láta sér annt um náungann.

Það sem við getum gert er að vera besta útgáfan af okkur sjálfum!
Vertu ofurþú ♥

3-2011-05-02-214057

*knúsar* frá mér til ykkar, úr öllu draslinu – með úfið hár í náttbuxum ♥

33 comments for “Ofurkonur…

  1. María
    28.01.2014 at 08:05

    Beint í mark.

  2. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
    28.01.2014 at 08:19

    Ó þú snillingur, Þessi ofurkona er kannski ekki til…… en ofurkonan er svo sannarlega til – Ég og þú og allar konur í heiminum erum ofukonur 🙂

  3. Bryndís
    28.01.2014 at 08:49

    Heyr Heyr 🙂 Er tiltölulega nýhérna og mér finnst þetta alveg frábær síða hjá þér

  4. Sigga Rósa
    28.01.2014 at 09:03

    Takk fyrir frábæran og þarfan pistil Dossa 😉 og er sammála Ástu, við erum allar ofurkonur, þvi ef við hugsum um hvað venjuleg kona afrekar um æfina er það ekkert smá 🙂

  5. Kristín Sig.
    28.01.2014 at 09:35

    Ó takk kærlega fyrir upplífgandi póst! Þú ert líka komin út í sálfræðiaðstoð handa okkur áskrifendunum. 🙂

  6. Berglind
    28.01.2014 at 09:42

    Mikið var ljúft að lesa þennan pistil frá þér ! 😉 Það þarf alltaf að minna sig á af og til – takk fyrir frábær skrif.. ég hélt ég myndi veltast um af hlátri þegar ég las ” prumpar blómum og regnbogum” hehe..

  7. Margrét Helga
    28.01.2014 at 10:08

    Oh, þú ert yndi!! Mér finnst nú samt pínu svindl að þvottahrúgumyndin sem þú settir með póstinum er af samanbrotnum þvotti…gæti maður fengið “before” mynd ;p
    En held að við höfum allar þurft að heyra (ok, eða lesa) þetta þótt við þurfum kannski að lesa þetta ansi oft til að taka þetta til okkar. Ég er sko alveg sammála því að við erum allar ofurkonur…það er ekkert smá mikið sem við gerum á hverjum degi. (Frænka mín skrifaði einmitt niður einn dag, hvað hún gerði yfir daginn. Svo sýndi hún manninum sínum blaðið til að sýna honum fram á að hlutirnir gerðust ekki af sjálfu sér á heimilinu). En takk fyrir þennan raunveruleikastuðningspóst mín kæra 🙂 Þú ert frábær!!!

  8. Anonymous
    28.01.2014 at 11:07

    Snilld 🙂

  9. Vallý
    28.01.2014 at 11:27

    Vá, þetta er svo satt. Takk fyrir þetta, þú ert æði 🙂

  10. Anna
    28.01.2014 at 11:42

    Þú ert alla vega ofurkona í okkar augum. Hvernig finnurðu tíma fyrir þessa bloggsíðu og allt í kringum hana? Sá þig líka í Góða í gær og þú lítur líka út eins og ofurkona!

  11. Erla
    28.01.2014 at 11:44

    ohhh mikið var nú gott að fá svona póst

  12. 28.01.2014 at 11:50

    Akkúrat það sem ég þurfti að lesa!! Þú ert æði;)

  13. Jovana Lilja
    28.01.2014 at 12:00

    Frábær póstur hja þer…einn af minum uppahalds! Elska þegar fólk synir að það se ju mannlegt og að það se ekki allt alltaf 100% hja þeim:)

  14. Guðrún
    28.01.2014 at 12:02

    Jiiii, hvað ég er fegin 🙂

  15. Margrét Milla
    28.01.2014 at 12:28

    Hjúkkkkk!

  16. Svandís J
    28.01.2014 at 12:30

    You made my day!
    Maður þarf bara að njóta.. hvort sem það er drasl, heimilisleg óhreinindi eða ógreidd bðrn… heimurinn ferst ekki og sumt má bara alveg bíða til morguns… eða hinn 😉

    ofurkveðjur frá DE

  17. gullasunna@gmail.com
    28.01.2014 at 13:19

    Kærar þakkir! Þörf áminning og frábær lesning 🙂
    Pössum okkur að njóta þó að það sé ekki allt tipp topp! ´

    kveðja,
    Gulla

  18. Anna Sigga
    28.01.2014 at 14:42

    Aaamen 🙂

    Takk takk þetta var góð lesning og ég ætla segja eins og Ásta : “eg er ofurkona”.

  19. Hanna
    28.01.2014 at 16:19

    Dásamlegur pistill. Takk fyrir 😀

  20. Sveinrún
    28.01.2014 at 17:10

    Orð í tíma töluð,svo mikið satt!

  21. Kristjana Henný Axelsdóttir
    28.01.2014 at 17:37

    Tæra snilldin og svooo mikið rétt.

    Hér sit ég td inná skrifstofu og rétt finn tölvuna fyrir drasli….af hverju…jú af því að þegar tekið er til þá fara ALLIR hlutir hingað inn arrrrg#%&/”()&#%
    svo er fína þvottahúsið mitt að sligast undan öllum þvottinum sem ég er ekki að finna NENNUNA að ganga frá!

    EN….svona er raunveruleikinn, sem betur fer.

    Og að sjálfsögðu tökum við ekki myndir af öllu í drasli og póstum því á veraldarvefinn – hvað myndi fólk halda um okkur þá??? Nei…allt skal vera á sínum stað og glansandi fínt þegar myndatakan fer fram. :o)

    Gott blogg í dag….góð áminning.

  22. 28.01.2014 at 19:49

    Góð!

  23. VIgdís
    28.01.2014 at 22:16

    Skemmtilegur pistill og Garðar meira dúllukrúttið með allt dótið sitt 🙂 En hvar fékktu hreindýrapúðann, hann er svo flottur.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.01.2014 at 22:25

      Hreindýrapúðinn í fatahrúgunni?? 😉

      Hann fékkst í Í sveit og bæ – http://www.isveitogbae.is/

  24. Fríða
    28.01.2014 at 22:20

    Þarna komstu alveg með þetta, takk fyrir að minna mann á að vera besta útgáfan af sjálfum sér 🙂

  25. Halldóra
    28.01.2014 at 22:31

    Frábær pistill

  26. (",)
    28.01.2014 at 22:49

    U made my day, beint í mark snillinn minn, lovjú u longtæm (“,)

  27. Kolbrún
    29.01.2014 at 10:03

    HA HA mikið rétt það sem er sett inn á netið er einmitt nákvæmlega það sem við viljum sína öðrum, við erum ekkert að mynda drasl hornin og deila með netheimum. Takk fyrir enn einn frábæra póstinn.

  28. Vala Sig
    29.01.2014 at 17:57

    Snúlla mín þú ert ofur og æði. Síðan þín er dásamleg og kemur manni alltaf í gott skap.
    Knús á þig

  29. Helena
    29.01.2014 at 18:00

    Takk fyrir þetta yndislega Soffía 😉

  30. Sigurborg
    29.01.2014 at 22:25

    En hvað það er yyyyndislegt að sjá að það er ekki alltaf allt tipp topp á heimilinu þínu 😉

  31. Anna Sigga
    27.02.2015 at 19:37

    Hahahhaa

    Takk fyrir þetta … var einmitt í miður ljótum hugsunum yfir kvöldmatnum… fannst ekkert ganga vel að elda !! En það var svo allt í lagi með matinn leit bara ekki nógu vel út 😀

    En annars var nú stefnann tekinnn á þvottahrúguna í dag en ég lagði mig frekar 😀 stundum þarf maður bara að safna orku fyrir leiðinlegu verkinn 🙂

    Takk aftur og góða helgi 😉 knús á liðið…..

  32. Anna Kristín
    01.03.2015 at 22:54

    Þetta var góð og hughreystandi lesning. 🙂 Já erum við ekki öll að reyna að standa okkur? Þökkum fyrir góða heilsu og ástvini í stað þess að pirrast út í þvott og drasl. Reyni að minna mig á það oft en það vill gleymast í amstrinu. Heimilið er oft í stakasta lagi og það verður bara að hafa það þó að einhver droppi í heimsókn einmitt þegar allt er komið á hvolf. 😉 Það sýnir bara að hér er líf og fjör og fjölskyldan gerir eitthvað annað en að taka til allan daginn.

    Ég þakka oft fyrir á kvöldin að hafa upplifað hinn hversdagslega dag, með öllum tilheyrandi heimilisverkum og barnastússi Allir liggja í sínum rúmum í dagslok og morgundagurinn bíður handan við hornið, þökkum fyrir það.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *