…það er svo fyndið. Að stundum þegar að maður dettur um eitthvað – eins og lokið um daginn – þá er eins og maður haldi áfram að hrynja um sömu hlutina. Næsta ferð í þann Góða, nýtt lok, húrrah!
Töluvert stærra, en samt bara gaman. Fyrst að seinast lok gekk svona vel, þá ákvað ég bara að taka sénsinn…
…t.d. var ég með þennan dásemdarvasa úr Rúmfó á Korpó sem flutti hingað inn fyrir jól…
…og í hann setti ég köngla (jú víst, það má vera enn með köngla og snjó, jú víst)…
…og ég prufaði lokið á hann. Okey, gekk upp en kannski ekki alveg lookið sem ég var að leita eftir…
…síðan átti ég þessa krukku fyrir…
…reif af henni lokið og prufaði á Rúmfó vin minn, og la voila – himnarnir opnuðust og englakór upphóf raust sína. Svona þangað til ég fór að hugsa um hvers konar saurlífi þetta væri eiginlega á þessum krukkum mínum – allir með öllum, fnusss…
…en prufum meira…
….elska svona gömul bökunarmót og kippi þeim gjarna með mér þegar ég sé þau á svona mörkuðum…
…haldið ekki að það hafi smellpassað á fínu krukkuna…
…og fjússs, þá er hún orðin eins og glerkúpull og hægt að setja sitt hvað fallegt innan í…
…ekki satt?
…þess vegna hægt að nota hana sem kertastjaka, ef maður vill…
…prufaði svo lokið á stóru krukkuna, naaaahhh – ekki að gera sig…
…ég ákvað síðan að þessi tvö ættu bara svo vel saman – í bili – þetta er svona eins og Abba, þó að Benny og Bjorn, Agnetha og Anni Frid, hafi öll skilið að lokum, þá gerðu þau svo skemmtilega tónlist saman. Þannig er þessi krukka og þetta lok, þau verða ekki saman að eilífu, en gleðja augu mín á meðan 😉
Plús, þessi vasi er svo stór að það er vel hægt að vera með morgunkorn og svolleiðis í honum…
…þá er það spurning með nýja lokið – hvert á það að fara?
Bíddu jújú, notum bara gamla bökunarformið og þá erum við bara komin með lítinn glerkúpul…
…sko bara! Nettur kántrífílingur og bara skemmtilegur…
…talandi um að hlutirnir elti mann, þið munið kannski eftir þessum hérna stjökum frá því í ágúst í fyrra (sjá hér) ?
Fundur úr Gutez sem ég hljóp með heim, syngjandi af gleði og sveiflandi höndunum í kæti…
…haldið ekki bara að ég hafi fundið annan til?
Nú á ég par, sett! Það er ekki bara saurlífi í krukkuborginni minni, og yfirvofandi skilnaðir á milli vasa og loka. Neinei það eru líka sannar ástarsögur um kertastjaka sem eiga að eyða ævinni saman, við kertaljós þá væntanlega!
…það eina sem var að stjakanum var að hann var pínu skakkur, en þá er alltaf gott að nota bara svona filttappa undir og jafna hlutina til…
…og þá standa þeir saman félagarnir, jafnfætis og sáttir 🙂
…svona eru mínar eldhússögur dramatískar!
Hvað er að frétta af ykkur? 🙂
Likey like?
Glæsilegt hjá þér! Elska svona einfalt en OFURFLOTT!!
Þú ert svona matchmaker í skrautmunum 😉
Er þetta eins og í toy story leikföngin lifna við á nóttunni, skemmtilegt hjá þér.
Flott eins og alltaf 🙂 Gaman að sjá pælingarnar hjá þér og að þú mátar og prófar ýmsa hluti saman áður en þeir ganga upp. Var einmitt að hugsa um daginn hvað þú værir huguð að kaupa bara svona lok án þess að vita nákvæmlega hvort það passi á eitthvað. Hefði átt að vita betur, að þú reddar þér ef það passar ekki 😉
Og til hamingju með kertastjakaástarsöguna! Loksins sameinuð! Gott að þetta fékk farsælan endi 🙂
Nú man ég það sem ég ætlaði líka að skrifa áðan en gleymdi!! Það var hvað mér finnst þú vera góður penni! Ekki nóg með það að þú gefir manni góðar hugmyndir heldur gerir þú það á svo skemmtilegan hátt…alltaf skemmtilegir póstar sem koma frá þér 🙂 Takk fyrir húmorinn þinn 🙂
Ekki nóg með að allir séu með öllum heldur líka á hvolfi og skakkir í þokkabót. Þarf þetta lið ekki bara að fara í medíferd?
Ekki bara snillingur heldur brjálæðislega fyndin líka!! hahaha
Mjög flott og skemmtilegt hjá þér, fæ alltaf svo mikinn innblástur frá þér.
Takk fyrir það.
Gaman að sjá margar útfærslur á hlutunum. Sumar betri en aðrar!
Hahahaha ó þetta var skemmtileg færsla hjá þér hahahaha enn hlæjandi, þvílik drama 😉
takk fyrir skemmtunina 🙂
Nu drepuru mig kona. Spurning um ad fara video blogga thu ert eins og besti uppistandari. En mikid dasamlega ertu snidug…kokuformid og lokid….My Fave.
Takk fyrir hugmyndirnar …soddan inspirasjon!
Brynja
Dásamlegt hjá þér,þarf að fara að komast í góða og verða með þína lukku og rúlla inn guðdómlegum hlutum(og raða þeim upp eins og heima hjá þér ti hi,því ekki hef ég hugmyndaflug í þetta).
Knús og takk fyrir allt
Vala
Svona hugmyndir er ég heilluð af, bara taka eitthvað sem maður á og ath hvað er hækt að gera með það, takk fyrir þetta 🙂