…því þeir munu stuð finna 🙂
Það þarf nú stundum ekki mikið til að gleðja mig. Ég fór í nýja Gutez um daginn (það er verið að breyta og bramla þar og þau eru flutt tímabundið hinumegin í húsinu). Sá ekki margt en rak allt í einu augun í þetta hérna litla glerlok, ekkert meððí – bara lokið. Fór svo á kassann og greiddi fyrir 100kr…
…heima fyrir beið svo þessi hérna litli, krúttaralegi glervasi, sem kom lóðbeint frá sænska kærastanum mínum fyrir þónokkrum árum, eða um 2002 🙂 Sænsk antík? segi bara svona…
…og ég ákvað að kynna þessa tvo: Lok, þetta er Vasi. Vasi, þetta er Lok!
Taaaadaaaaaaaaaa, og saman urðu þeir krukka…
…og þegar að rörin vorum komin í urðu þeir einstaklega, svakalega, hrikalega, dúllulega, krúttaralega, snúllulega sæt krukka, ekki satt?
…awwwwwww, svo hittu þeir búbbulínu fulla af seríósi, og allir urðu glaðir!
…talandi um litla sæta hluti sem gleðja, eigum við að ræða krúttaralegustu mini-þurrkur í heimi, þetta eru þessar sem eru svona veskistissjú, svona litlar!
En awwwwwwww, bambakrúttið! (Fæst í Litlu Garðbúðinni, kom alveg óvart með mér heim þegar ég var að gera stelouherbergið)…
…og þannig fór það! Lítill og ómerkilegur póstur um 100 kr 🙂
En krúttaralegar eru þær saman!
Fjúffffffff…..ég er alveg þreytt, þetta var svo erfitt DIY 🙂
Skemmtilegt….
snild 🙂
Sniðugt hjá þér! Fór einmitt í Gutez í gær og keypti skauta á dótturina á 600 kr. Kannski búið að fara í þá 2x. Keypti líka svo fallega gamla fyrirdiska, með gatamynstri á brúnunum….. dásamlegir. Ætla að líma eitthvað sniðugt undir þá, svo þeir breytist í litla kökudiska á fæti. Gerðir þú það ekki einhvern tímann?
Júbbs – það er alveg snilld 🙂
http://www.skreytumhus.is/?p=15876
ohh flott… aldrey hefði mér dottið þetta í hug 🙁
Úff…get trúað því að þú sért upptekin!!! Mátt ekki ofreyna þig svona, þú verður að hafa orku í næstu pósta!! 😉 En krukkan nýja er flott og rörin fara vel í henni…þetta er svona næstum því eins og í stærðfræðinni…tveir mínusar gera plús, tvennt gamalt gerir eitt nýtt 😉
Sæl góðir póstar hjá þér
En fyrir okkur sem þekkjum ekki Gutez hvar er sú búð?
Afsakið bullið í mér!
Daz Gutez er bullnafnið sem ég gaf Góða Hirðinum, þannig að Gutez er bara Góði Hirðirinn 🙂
Þér eruð snoillingur frú Dossa 🙂
Þú ert nú meira krúttið 🙂 Myndi örugglega ekki tíma að snýta mér í þessa sætu bamba!
hvar fær maður svona flott rör 🙂
Fást t.d. í Litlu Garðbúðinni, Hlöðunni, Tiger stundum og á fleiri stöðum 🙂
jiii hvað þetta er töff… og að detta þetta í hug 😉 …
væri alveg til að vera stundum með auga fyrir svona smávægilegu 🙂
Rosa flott 🙂
Sæl, ég er alveg sjúk að skoða þetta blogg hjá þér eftir að ég horfði á Heimsókn á stðð2. Mig langar svo að spyrja þig hvað ég fæ svona stóra glerkrukku eins og cheriosið er í hjá þér?
Sæl Dúna og velkomin í “heimsókn” hérna á netinu líka,
Stóra krukkan fékkst í Húsasmiðjunni fyrir 4-5 árum, þannig að þú færð hana því miður ekki þar. En það eru til stórar krukkur í Borð fyrir tvo, og síðan fást líka í Púkó og Smart, Pier og á fleiri stöðum 😉
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað!
Kær kveðja
Soffia