Við elskum þig til tunglsins – DIY…

…og alla leið til baka!

Eitt af því sem hefur fengið fjölda fyrirspurna er ramminn sem ég útbjó í herbergið hjá dömunni.  Þannig er mál með vexti að ég keypti þennan dásemdar ramma í Rúmfó á Korputorgi um jólin, mér fannst hann svo fallegur og langaði að nota hann í stelpuherbergið…

05-2014-01-17-011523

Upprunalega þá ætlaði ég að setja ljósmyndir í hann, en þegar að ég var að horfa á rammann fór ég að hugsa um þessa setningu sem að við segjum svo oft við dóttur okkar.  Þá datt mér í hug að ef ég myndi splitta þessu upp þá færi elskum einmitt inn í hjartað sem var alveg pööööööörfektó…

015-2014-01-15-095437

…það sem þið þurfið í þetta er mislitur skrapppappír, ef það er það sem þið fílið, og svo bara prentari.  Ég læt Word-skjal fylgja með þannig að þið fáið þetta þá í þeirri stærð sem smellpassar inn í rammann, og alls konar letri…

Skjalið er hér: Viðelskumþig rammi

08-2014-01-17-011808

Þannig að: Gjösssvel elskurnar, halið ykkur niður texta og útbúið sætann ramma  ♥

*knúsar*

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Við elskum þig til tunglsins – DIY…

  1. Guðrún
    21.01.2014 at 18:57

    Vá, þetta er ekkert smá flott og glæsilegt að láta Word skjal fylgja með Soffía .-)

  2. 21.01.2014 at 21:10

    ferlega sætt!

  3. Vala Sig
    21.01.2014 at 22:22

    Frábærar breytingar á herberginu

  4. Margrét Helga
    21.01.2014 at 22:58

    Takk kærlega fyrir þetta 🙂 Held ég eigi örugglega eftir að kaupa mér svona ramma (eða ekki…hann á örugglega eftir að seljast upp á nóinu 😉 ) og takk kærlega fyrir að láta word skjalið fylgja með 🙂

  5. Fríða D
    25.01.2014 at 20:21

    Vá!! þetta er ekkert smá flott 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *