…á seinasta ári þá fenguð þið að sjá strákaherbergið hans K (smella hér), og þegar að við gerðum það þá færðum við hann úr barnaherbergi/skrifstofu og útbjuggum bara barnaherbergi. Því stóð eftir skrifstofuherbergið sem þurfti að laga aðeins til, svona til þess að fá kósý aðstöðu fyrir þau hjónin…
…þannig að sömu hlutir voru áfram í herberginu, fyrir utan allt barnadótið auðvitað!
Ég sendi þeim “mood-board” (sem er svona hugmynd/tillaga að herberginu)…
…og hér sjáið þið þetta allt saman betur!
Hjónin hafa ferðast víða, og því var kjörið að nýta alla þessa fallegu hluti sem að þau hafa eignast í gegnum tíðina til þess að skreyta rýmið. Enda eru það þessir hlutir sem eru hluti af þeirra sögu saman og bara gaman fyrir þau að hafa stað þar sem þau geta notið þeirra…
…við settum gráan lit á endavegginn, og það var í raun eina “stóra” breytingin…
…kommóðan geymir fötin frá strákunum, þannig að það þarf ekki að taka pláss frá þeim í barnaherberginu. Þetta er sniðug lausn þar sem að hún hentar, herbergin eru hlið við hlið og þetta er því kjörið þarna. Síðan er náttúrulega snilld að geta gengið frá fötum á kvöldin án þess að vekja litla fólkið…
Svo er þetta náttúrulega fjölskylduherbergi og því var kjörið að kaupa Ribba-hillu í Ikea þannig að krakkakrúttin geti kúrt sig þarna á teppinu og lesið bækur á meðan mamma og pabbi eru að vinna í tölvunni…
…stóru púðarnir voru til fyrir á heimilinu og eru ekta fínir til þess að hnoðast á…
…hér sjáið þið vel flottu nýju borðfæturnar sem eru komnar í Ikea, og þau eiga eftir að taka í burtu aftari lappirnar og festa borðið við vegginn. Síðan á líka eftir að kaupa fleiri hurðar á neðri skápana, svona til þess að geta lokað á hitt og þetta sem er til í skrifstofuherbergjum – skápapláss = geymsla = gott…
…annars er þetta alltaf bara spurning um að stilla fallega upp þeim hlutum sem til eru 🙂
…hengja upp myndir, og stilla upp þeim hlutum sem að hafa gildi fyrir ykkur…
…og nýju borðlappirnar eru æði!
…og ef þið skoðið myndina með fyrir og eftir hlið við hlið, þá sjáið þið líka hvað það breytir miklu að hækka gardínustöngina…
…þessi stóri lampi er líka æði! Hann einhvern veginn gjörbreytti horninu og gerði það eitthvað svo kósý…
…og þannig fór það. Ef ég lista þetta upp fyrir ykkur þá er þetta svona, og þið getið smellt á hlutinn til þess að komast á Ikea-síðuna…
Brúnn púði (ekki lengur til)
Billy Olsbo Hurðar á Billy hillur
…svo að lokum þá er ein mynd sem ég fékk senda frá þeim eftir að þau skiptu út gamla svefnsófanum fyrir nýjan – glæsó 🙂
Síðan til að fá að vera smá væmin, þá er þetta svo dásamlegt fólk sem ég hef farið heim til að breyta hjá!
Allir taka manni svo vel og þetta hefur bara verið yndislegt – takk fyrir mig krúttin mín ♥
Like?
sjúklega flott breyting …. svo kósý. Er að E L S K A þennan lampa ! Og en ein snilldin að hafa svona veggborð og setja nýjar borðfætur á það. Ohhhh Dossa mín .. enn ein stjarnan í kladdann fyrir þig 🙂 Knúz Edda
Svona eiginlega bara copy paste það sem Edda sagði 🙂 Bara snilld 🙂 Er að fara að flytja í sumar og verð þá með svona skrifstofu/föndurherbergi sem ég get ekki beðið eftir að græja 😀 Úllalla hvað það verður gaman 😉 Á mögulega eftir að hafa samband við þig til að fá ráðleggingar 😉
Ein spurning…hvernig gerir maður svona moodboard?
Kv. Ótæknilega týpan 😉
Þetta er æðislegt herbergi. Vá hvað það er hægt að gera mikið fyrir ekki svo mikið 😉
Æðislegur þessi ikealampi og ótrúlega skemmtileg myndagrúppan sem einmitt svo persónuleg.
Snillingur!!!
Æðislega flott 🙂 En hvar keyptu þau tungusvefnsófann?
en notalegt og fallegt – vel heppnað “meik over” að vanda!
Nei enn skemmtilegt! Var bara að sjá þetta núna 🙂 Erum ofboðslega ánægð með hebergið, það er svo gott að geta kúplað sig frá öllu og farið þarna inn. Endum oft öll í sófanum að skoða bók eða spjalla.. sófinn er úr RL hvað annað
http://www.rumfatalagerinn.is/svefnherbergi/svefnsfar/bronx-tungusvefnsofi-dokkgrar-3607717
Takk fyrir okkur Soffía, þú ert alveg frábær !!