…stundum, þegar jólunum er pakkað niður, þá eru svona hlutur og hlutur sem að manni langar alls ekkert að pakka niður. Þessi póstur snýst um svoleiðis!
Þetta er ósköp lítill og ómerkilegur póstur, en kannski hefur þú gaman af þessu – eða kannski þú?
Ég keypti þessi dásemdar hjörtu í Litlu Garðbúðinni, og ég alveg hreint elska þau…
…en maður getur ekki verið með jólasveinn starandi á sig langt fram í febrúar, þannig að eitthvað þarf að gera í stöðunni…
…þá datt mér í hug litlu bjútifúl límmiðarnir sem að ég keypti í A4 um jólin…
…svo var bara að velja þann rétta og skella yfir jólamanninn. Síðan ef þú snýrð þessu við þá er jóli þar, til þjónustu reiðubúðin um næstu jól…
…síðan eftir glitz og glam, og glimmerflóð jólanna, þá fannst mér fínt að vera bara með þetta svona einfaldan löber og safn af kertastjökum…
…sem eru einmitt nokkur með svona hjörtum hangandi á…
…verður þetta ekki bara sætt?
…og ekkert að því að nýta þessi áfram…
…nei, ekki þú!
…þannig að kózýheit par exelans geta vel verið áfram í janúar!
Eruð þið í endurnýtingu?
Snilld 🙂
Neibbs…engin endurnýting hér á bæ…öllu pakkað niður og þar verður það næstu rúmu 10 mánuðina! Er líka svo nýbyrjuð í þessu öllu saman (þ.e. svona “fáhugmyndirhérogþarafsniðugumbloggum”) að ég á voðalega lítið svona endurnýtingardót…en það stendur allt til bóta 😀
Snilldarpóstur hjá þér og sammála að svona flott hjörtu eiga að vera uppi allt árið 😉 Og ef þú ert mögulega eitthvað eins og ég, að komast stundum í jólaskap í júlí, þá geturðu alltaf snúið sveinka við og haft smá jóló 😉
Nótur og hjörtu eru heilsárs 😉
Snilldin ein!! Dásamleg endurnýting….þú ert svoddan snillingur að það er engu lagi líkt!
Vá!!! snilld 😀 … ekkert smá flott.. oh elska hjörtu sko 😀