Neyðin kennir naktri konu að…

…skreyta?

Afsakið, ég meina – ekki misskilja mig – það er ekki eins og ég gangi hér um húsið berrössuð og finni hlutum nýjan stað.

Heldur er það stundum að maður þarf að nauðsyn, “illri nauðsyn” = þegar maður kaupir sér of mikið af fínu góssi og allt þarf sinn stað, að finna einhverju sem er eldra, og uppáhalds, nýjan stað!

Eitt af því er fallega fjölskylduskiltið mitt frá Fonts.  Það átti sér nefnilega stað í eldhúsinu, ofan á borðinu þar (sjá hér), en núna er úber-súper-dúper-fíni öldungurinn minn komin þar (sjá hér) þannig að ég varð að finna skiltinu nýjan stað…

2013-08-22-120032

…og hvar ertu nú??

03-2014-01-05-145848

…súmmum aðeins út…

06-2014-01-01-155600

…ahhhh – forstofan!

Loksins finnst mér hún vera að nálgast það að vera “tilbúin” eða eins tilbúin og hlutirnir verða hérna heima (hjá konu sem er aldrei til friðs) 🙂

…og loksins, er kominn skemmtilegur svipur þegar að horft er fram í forstofuna frá þessu sjónarhorni…

04-2014-01-01-155547

…við erum komin með kommóðu sem að hentar þarna í hornið – þökk sé dásemdar lesanda sem hafði samband við mig og bauð mér kommóðuna ♥ hjartans þökk til þín mín kæra ♥…

04-2014-01-05-145909

…hins vegar á ég enn eftir að ákveða hvernig ég hef hana í framtíðinni, hvort að ég máli hana svarta eða hvað, veit ekki enn – við erum enn að kynnast sko 😉

06-2014-01-05-150014

…á gólfinu er þessi vírkarfa sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, og þessar ljósagreinikúlur og könglar, fá enn að vera á ganginum – þrátt fyrir desemberlok…

07-2014-01-05-150039

…og þið sjáið á þessari mynd hvernig körfurnar eru undir bekknum og taka við húfum og því sem er í daglegri notkun frá krökkunum…

10-2014-01-05-150104

…ofan á kommóðunni er síðan lampi, litla glerboxið undir glingrið mitt, og þetta tréskurðarthing-y sem ég fann í Samhjálp fyrir jól, enn og aftur óákveðið hvernig það verður gert í framhaldinu – við erum líka að kynnast og ég á eftir að sjá hvernig kommóðan verður – og já, það er svona flókið að vera ég!!

2-2014-01-05-145955

..eins og sést í speglinum að þá er líka enn hreindýrapúðinn og skautarnir á bekknum – enda er það sko bara vetrarskraut og má vel vera áfram…

3-2014-01-05-145957

…en sem sé, ég er mjög svo alsæl með skiltið mitt á ganginum.  Við hreinlega boruðum það í vegginn, enda þarf það að sitja pikkfast þar sem það er mikill umgangur þarna og læti, börn og tveir stórir hundar sem að hlaupa um og brussast…
07-2014-01-01-155604

…og þetta skilti er svo flott, áferðin á því er svo rustic og gegguð…

6-2014-01-05-150022

…efri skrúfurnar fóru ekki alveg þétt inn í skiltið, svo að hægt er að hengja smávægilegt á skiltið – svona til þess að skreyta það smá…
08-2014-01-01-155608

…en eins og er – þá er bara að reyna að ákveða með kommóðuna góðu!

Hvað finnst ykkur?

Hvít? Svört? Woodsy? 🙂

10-2014-01-01-155625

Allra fyrsti forstofupósturinn, sjá hér

Svo fer allt að gerast og pjattbreytingin verður, sjá hér og hér!

 

 

9 comments for “Neyðin kennir naktri konu að…

  1. Margrét Helga
    09.01.2014 at 18:52

    Vá!! Ekkert smá flott!

    Ég myndi hafa kommóðuna brúna eða í ljósari lit…held að ef hún verður svört þá verði hornið svolítið dökkt þrátt fyrir lampann. Kannski ekki alveg hvíta, en svona ljós-beige eða eitthvað svoleiðis…

    • Anna Sigga
      09.01.2014 at 20:20

      Sammála fyrri ræðumanni….alls ekki svart 😉

  2. Margrét Milla
    09.01.2014 at 19:00

    Alveg meiriháttar eins og alltaf.
    Ég er á hinni línunni en sú sem er búin að kommenta, ég myndi ekki mála kommóðuna, mér finnst hún flott eins og hún er, en ef þú getur ekki verið til friðs með pensilinn þá myndi ég mála hana svarta 🙂

  3. 09.01.2014 at 19:51

    jiii hvað forstofan er orðin flott!

    Ég held að ég myndi gera eins og John og Sherry vinafólk okkar, og pússa upp og bæsa svo með öðrum lit.

  4. Anna Sigga
    09.01.2014 at 20:23

    Annars finnst mér þetta skilti alveg trubblað….mig langar í það 🙂

  5. Svandís J
    10.01.2014 at 00:00

    Skiltið á klárlega heima þarna í forstofunni, vel við hæfi að þetta taki á móti ykkur við heimkomu 🙂
    Ber við valkvíða varðandi lit á kommóðu…

    knúz (ps. búin að vera í nk. netfríi síðan viku fyrir jól og hlakka því mikið til að skoða gamla pósta næstu dagana)

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.01.2014 at 00:38

      Var einmitt að spá og spökulera frá Þýskalandshluti lesenda væri eiginlega 🙂

      Velkomin aftur krúttið mitt!

  6. Kristjana Henný Axelsdóttir
    11.01.2014 at 10:21

    Skiltið greinilega komið á réttan stað og forstofan hjá þér orðin æðisleg, annaðhvort myndi ég halda kommóðunni eins og hún er eða mála hana hvíta.

  7. (",)
    13.01.2014 at 17:57

    Gjörsamlega eeelska skiltid, ..og körfuna….og glingurskálina og jámm eiginlega allt sem þú tekur þér fyrir hendur (“,) Þú ert velkomin í mína forstofu anytime …eða veldu þér bara herbergi (fleirtala) tegar þér vantar verkefni/kitlar í fingurnar (“,)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *