Snúið við…

…skvo, þegar ég var á brölti hérna við að taka niður jólin þá fór ég inn í herbergi litla mannsins og ákvað að það væri tímabært að breyta aðeins til þar.  Enda var komið sjóræningjaskip, kastali og bílabraut sem að koma þarf fyrir.

03-2014-01-06-155717

Þannig að ég sneri þessu bara öllu við, enda er ég alltaf í breytingahringekjunni 🙂

Klukkutími frá byrjun til enda, allt bara hlutir sem voru fyrir inni í herbergi, eða til í skúrnum.

Á eftir að breyta í hillum og breyta á veggjum…

17-2014-01-06-155937

…en sum sé, rúmið hvílir núna við brúna vegginn, og það eina sem ég í raun breytti voru vegglímmiðarnir sem að ég færi ofar því rebbi greyjið sást ekki eftir breytingarnar…

01-2014-01-06-155656

…kommóðan er líka komin við brúna vegginn, og þið sjáið að plattarnir eru enn á sama stað og ein lítil mynd er í felum við kommóðuna.  Á milli rúmsins og kommóðunnar er bangsapokinn góði, það er alltaf hægt að finna þessum pokum stað – pjúra snilld!

05-2014-01-06-155748

…þetta borð var til úti í bílskúr og var áður í herbergi heimasætunnar.  En þetta er tímabundin lausn – því að planið er að skottast í Ikea, fá sér “sjöttboller” og ikea-sexkantinn, og sjoppa lille smá á útsölunni – meira um það síðar…

06-2014-01-06-155807

…ég hengdi gítarinn hans Lilla Klifurmús á fínu Siggu Heimis-hilluna, svona rétt á meðan, og líka til þess að fá smá meiri lit á vegginn.  Ég á fleiri vegglímmiða, sem komu með rebba og trjánum, og er að spá í að skella fleirum á vegginn.  En fyrst þarf að sjá hvað kemur úr Ikea-ferðinni…

07-2014-01-06-155823

…svo er það bara að raða skrautinu sem til er í herberginu, eða þar að segja leikföngunum, upp á fallegan hátt…

08-2014-01-06-155831

…eins og þið sjáið þá er löber á kommóðunni, og á hillunni, sem eru bara svoona dökkar, og það gefur skemmtiegan lit á borðfletina – og minnkar það hversu mikið þarf að þurrka af.  Því að það sést skrambi mikið á svona dökku, bara svona okkar á milli 😉

09-2014-01-06-155836

…myndirnar og stafirnir eru enn á nákvæmlega sama stað, en eins og þið sjáið þá gengur þetta alveg fínt upp svona.  Ég hef oft verið spurð hvort að húsið sé ekki eins og gatasigti en það er alveg ótrúlegt hversu oft það gengur upp að hafa hlutina á sama stað áfram, þrátt fyrir breytingar, og svo líka bara að hengja eitthvað annað á sömu naglana.  Eða, í versta falli, að setja nýja nagla og gæta þess að hluturinn sem fari á hann hylji gamla gatið – ahhhhhh 🙂

10-2014-01-06-155844

…þarf að grynnka eitthvað á þessu dóterí þarna í hillunni, því að mér finnst þetta vera of mikið svona…

11-2014-01-06-155849

…svo sést að hillan er komin á vegginn sem að kommóðan var á áður, og hinn bangsapokinn er bara undir glugganum núna…

12-2014-01-06-155852

…aftur sést að rammarnir eru alveg óbreyttir, en með því að stilla stóra rammanum ofan á hilluna, þá virkar þetta eiginlega bara eins og fínasta grúbba…

13-2014-01-06-155907

…kassarnir koma með skemmtilega liti inn, og nýji Ikea-drekinn sem gaurinn fékk í jólagjöf er alsæll með nýja húsið sitt…

14-2014-01-06-155916

…sko fyrirtaks grúbba, og ef þið eruð að spá í textanum fallega frá Mosi.is, þá er sá póstur hérna (smella hér)

15-2014-01-06-155921

…krúttaralegi sparibaukurinn frá Tulipop fær alltaf heiðurssess, og báðir krakkarnir eiga svona…

16-2014-01-06-155934

…flott föndur frá lillemann…

18-2014-01-06-155951

…náttborðið er eitt allsherjar skólendi, fyrir utan eitt Pet Shop apaskott sem að læddist inn úr herbergi stóru systur…

19-2014-01-06-160002

…Rebbi og litli rebbi leyndust líka í jólapakka, og ég skellti upp úr þegar að ég tók eftir að þeir eru næstum alveg eins og rebbinn á vegginum, líkur sækir líkann heim…

21-2014-01-06-160019

…mótórhjól, kastali, bílabraut og sjóræningjaskip – basic í strákaherbergi, ekki satt?

22-2014-01-06-160032

Sem sé, klukkustund og úr verður nýtt barnaherbergi, eða svona næstum!

Sem minnir mig á það – ég þarf að taka niður jólaljósin 😉

04-2014-01-06-155720

p.s. Vinsamlegast verið óhrædd við Like-arann!

facebook_like_button_big1

 

 

8 comments for “Snúið við…

  1. Margrét
    08.01.2014 at 10:54

    Soffía…hvar fæ ég svona flotta poka undir bangsana ?

    Kveðja, Margrét

  2. Margrét Helga
    08.01.2014 at 11:29

    Flott breytingin og trúi því að litli maðurinn sé ánægður! Hlakka til að sjá hvað kemur úr IKEAsjöttbolleinnkaupaútsölureisen 😉

  3. Íris Hólm
    08.01.2014 at 12:33

    Æðislegt!
    Vá hvað ég get ekki beðið eftir að prinsessan okkar fái sitt eigið herbergi!
    Gaman að skoða þetta hjá þér. Hvaðan er rúmið? Virkilega fallegt!

  4. Anna Sigga
    08.01.2014 at 22:47

    Býð bara eftir verslunar leiðangri þínum herbergið á eftir að breytast miklu Meira eftir þá ferð hahahaha.

  5. Berglind
    09.01.2014 at 09:15

    Flottasta herbergið í bænum 🙂

    Spottaði nokkra spennandi hluti sem mig langar að forvitnast um.. Hvar fékkstu þetta yndislega íkornarúmteppi, voffa- og apa geymslukassana í hillunni og bamba-boxið á náttborðinu? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.01.2014 at 14:03

      Awww – takktakk!

      Íkornateppið er úr Söstrene og er orðið 2ja ára gamalt.
      Apinn og voffinn voru keyptir í Target í seinustu USA-ferð.
      Bamba-taskan er síðan úr Tiger 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *