Þrettándinn – pt.1…

…þá er hann kominn.  Jólin kláruð, kveðja, búið og bless 🙂

Skemmtilegt og pínu trist á sama tíma.  Ég veit ekki af hverju en mér finnst næstum jafn gaman að pakka niður jólunum eins og mér finnst að setja þau upp.  Held að það sé hluti af spennunni við þetta, ef við værum með jólagullin uppi allt árið í kring þá væri ekki þessi ævintýraljómi tengdur jólunum.

Reyndar verða hér áfram glærar ljósaseríur og einn og annar hlutur, meira um það síðar…

01-2014-01-05-144416

…en ég ákvað að rölta um með myndavélina og mynda það sem ég var ekki búin að sýna ykkur nú þegar.   Eins og t.d. hilluna í stofunni…

02-2014-01-05-144417

…en á henni hvíla nokkur af zink-húsunum mínum, tvær pappastjörnur (sú minni úr Pottery Barn en sú stærri úr Rúmfó), eitt R sem er fyrir hann Raffa okkar (eldri hundurinn)…

03-2014-01-05-144420

…og svo auðvitað smá hreindýr, því að þau eru hér og þar – veit ekki hvort að þið vissuð það en ég er mjög hrifin af hreindýrum 😉

04-2014-01-05-144427

…þessi eru víst líka úr Rúmfó og voru keypt fyrir einhverjum 3 árum síðan…

05-2014-01-05-144434

…svo veit ég ekki hvort að þið takið eftir því, en ég nota seríurnar með grænu snúrunni ofan á skápa og þar sem sést lítið í snúrur.  Þær eru nú einu sinni ódýrari, skiljú…

06-2014-01-05-144438

…í hillunni situr snjókarl einn, og enn eitt hreindýrið ( þetta er úr Pottery Barn )…

07-2014-01-05-144515

…og þannig raðaðist í þessa hillu.  Þið voruð síðan búin að sjá næstneðstu hilluna sem er með gullunum frá krílunum mínum, og svo í neðstu hillu glittir í fjárhúsið með Jesú, Maríu og Jósep – eða Sússa, Mæju, Jó og co…

40-2014-01-05-154026

….og í þennan stól var gott að hrúga sér, vera latur og stara á jólatréð og hafa það huggó…

08-2014-01-05-144602

…en færum okkur um set og kíkkum á stóra glerskápinn 🙂

Meira um það í part 2, síðar í dag…

09-2014-01-05-144623

p.s. hvernig finnst ykkur nýji hausinn og útlitið á síðunni??

Þið sem eruð að lenda í vandræðum með síðuna, prufið að ýta á CRTL+F5 saman og kannið hvað gerist!

Í hvaða vafra eruð þið að lenda í vandræðu, og hvaða útgáfa er þetta 🙂

 

 

12 comments for “Þrettándinn – pt.1…

  1. Arna Ósk Harðardóttir
    06.01.2014 at 08:11

    Mér finnst hausinn flottur en það er ekki næstum því eins gaman að skoða þetta nýjaútlit. Þetta er allt einhvernvegin svo teygt 🙁

  2. 06.01.2014 at 08:35

    Fínn haus, finn ekki mikin mun á síðunni.
    Alltaf gaman að skoða skemmtilegt blogg hjá þér 🙂

  3. Sigga Helga
    06.01.2014 at 08:39

    Flott hjá þér. Hlakka til að sjá 2014 frá þér býð spennt á hverjum degi eftir pósti 😉 Ert mikill gleðigjafi í orðum og verki 😉

  4. A
    06.01.2014 at 09:00

    Ég held að nýja útlitið sé eitthvað að klikka – allavega birtist það mér mjög skringilega (í Firefox)

  5. Vala Sig
    06.01.2014 at 10:28

    Gleðilegt ár,mikið vildi ég hafa jól áfram svo flókið að koma sér í gang aftur og húsið allsbert svona án jóla. Verður gaman að sjá hverju þú tekur uppá á nýju ári 🙂

  6. Margrét Helga
    06.01.2014 at 10:51

    Flott hjá þér…gaman að skoða svona “eftirjólaskreytingar”. 🙂 Tek líklega mitt niður í dag eða á morgun…

    Síðan eitthvað búin að vera skrítin eftir að nýi hausinn kom…hann er samt flottur 🙂 Fer reyndar svolítið eftir því í hvaða vafra ég er (virkar oft illa í google chrome en er núna í explorer og þar er síðan alveg eðlileg). Í chrome kemur þetta efsta (blogg, DIY, og það allt saman) í beinni línu niður fyrir miðri síðu í staðinn fyrir að vera efst í einni línu…vonandi er þetta skiljanlegt… 🙂

  7. mAs
    06.01.2014 at 11:48

    Góðan daginn og gleðilegt árið!
    Líst mjög vel á nýja hausinn og síðan varð fín þegar ég ýtti á ctrl+f5 og ýtti á refresh…þá bara fór allt á sinn stað 🙂

    Bestu kveðjur
    Margrét

  8. Hjördís H Sæmundsdóttir
    06.01.2014 at 12:36

    Síðan er flott 🙂
    Á einmitt svona rúmfó stjörnur sem að ég er að fara að taka úr gluggunum, ætla að leyfa einni að standa á skenknum örlítið lengur, svo kósý 🙂

  9. Anna Sigga
    06.01.2014 at 14:50

    Tók nú ekki eftir neinum breytingum….ekki fyrr en þú spurðir 🙂

    Kommon þetta er flott eins og alltaf 🙂 já glæsilegt Meira segja.

    Kv AS

  10. Guðrún H
    06.01.2014 at 20:15

    Flott hjá þér síðan, ég lenti í vandræðum með hana í dag í Chrome en hún er fí í ipadinum.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.01.2014 at 20:17

      Prufaðu að re-fresh-a í Chrome með CTRL+F5 og sjáðu hvað gerist 🙂

      • Rannveig
        07.01.2014 at 20:09

        gerði það og kann mun betur við útilitð sem ég fékk þá 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *