…eru farin að spretta upp hér og þar!
T.d. inni á baði, þar sem lítið hvítt þorp hefur vaxið – alveg óvart og mér að óvörum…
…tvö stærri húsin koma frá Rúmfóinu á Korputorgi, og voru komin á jólaafslátt þegar að ég fékk þau – þannig að í dag fást þau sennilegast á enn minni penge, ef þau eru enn til.
En minni húsin tvö eru þessi æðislegu sem að ég fékk í Söstrene (og sjást hér)…
…litlu hreindýrin fengust í USA hérna endur fyrir löngu, en litla jólatréð er síðan úr Megastore í Smáralindinni…
…ég fann síðan þetta litla glerhús í Samhjálp, með svona sætri (þó asskoti rykugri) þurrskreytingu, sem ég kippti í burtu, og annað þurfti ekki að gera – nema auðvitað þrífa það dulítið…
…og það geymir núna skartgripi og annað gull sem að krummi litli þarf að geyma
og eins og vinur minn Forrest segir: Thats all I have to say about that!
Vá…þarf eiginlega að verða mér úti um svona hvít hús…og sinkhús…og alls konar hús
Ætli maður geti fengið lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir öllum þessum húsum?? 
Og takk fyrir tvö blogg í dag
Jahérna….mín bara alveg að missa sig í póstunum!! Sem er ekkert nema GOTT ;o) Húsin eru yndi. Þarf að komast á rúntinn í GH, samhjálp,RL búðina og sösterne…úff þvílík mæða að búa útá “landi”
Frábært að fá fleiri en einn póst á dag!!
Frábært!!!
Ég setti komment á fésinu ….mig vantar stærra húsnæði fyrir öll mín hús
Nýárskveðjur AS
Yndisleg öll þessi hús og flott að hafa þau svona saman inni á baði