…húrra!
Nýtt ár og betra ártal, ekki satt?
Gleðilegt árið til ykkar allra, og takk fyrir þau gömlu!
♥ Ást og knúsar í allar áttir ♥
Eins mikið og ég verð að viðurkenna að ég er nánast með kökkinn í hálsinum allan gamlársdag, og verð alltaf meir og meir meyr á þessum drottins degi, þá tek ég á móti þessu nýja ári opnum örmum, þetta er eitthvað svo ferskt, ný byrjun og hreint blað. Held að þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að ég er alltaf ofurspennt fyrir því að taka niður jólaskrautið, ný byrjun og hrein og óskrifað blað.
Ekki misskilja mig, ég ELSKA jólin, og allt þetta glys og glingur sem að fylgir þeim – en það er svo dásamlegt að tæta þetta niður, gera allt einfaldara og hreinlegra í kringum sig. Plús í okkar tilfelli, er þetta nánast eina skiptið á árinu sem að við græðum næstum 2 fermetra af plássi (sko þegar að jólatréð fer niður).
Ég bíð því spennt eftir því að þrettándinn gangi í garð og að þessu sé öllu opinberlega lokið. Ég held mig á mottunni þangað til, svona að mestu leyti.
En það eru sem sé tveir virkir dagar í þessari viku og svo er það mánudagurinn, seinasti séns í að sýna jólarestarnar. Því er bara að hysja upp brókina, snýta sér í ermina og halda af stað…. 😉
…fyrst ætla ég að sýna ykkur dásemdar servéttur sem að vinkona mín færði mér frá Ammeríkunni.
Eru þær ekki dásamlega fallegar?
…og svo var það þetta dásemdar hreindýr sem að flutti hingað inn rétt eftir jólin. Allt alveg óvart sko!
Ég keypti stóra bróður þess í Blómval fyrir jólin og gaf mömmu í jólagjöf. Það hreindýr var standandi en því miður stóð það vart undir sjálfum sér og var eitthvað óstöðugt, því brá ég á það ráð að fara með það til baka og kom með þennan latari félaga aftur heim, en sko – þá var það komið á 50% afslátt þannig að það var næstum ólöglegt að skilja greyjið eftir í búðinni…
…mér finnst það vera svo perfektó til þess að liggja á borðinu í matarboðum og það er svo hátíðlegt og fallegt…
…bjútífúlt, ekki satt?
…talandi um fegurð, þá verð ég líka að sýna ykkur dásemdar snjókornið sem að litli maðurinn kom með heim úr leikskólanum…
Gömul púsluspil sem voru límd saman, máluð og svo glimmeruð – svo fallegt!
Jólin eru náttúrulega öll um venjur og að gera eitthvað saman, og við höfum gert það að venju á jóladag og nýársdag að gera pönnukökuhádegisverð,
með ferskum ávöxtum, sýrópi, rjóma og stundum jafnvel ís…
…þetta er vani sem sérstaklega yngri fjölskyldumeðlimir hafa tekið opnum örmum…
…ommm nommm nommm…
…litlu bjöllurnar, sem að rötuðu sumar hverjar á jólapakka, urðu eftir hjá mér og skreyta t.d. litla kertastjakann á borðinu…
…einfalt, bjalla, smá greni, könglar og sveppur…
…stundum er líka hægt að stinga bara litlum trjám í kertastjakana…
…síðan, ef þið munið eftir þessum hérna stjaka…
…í það minnsta þá var þessi stjaki orðinn eitthvað fyrir mér, þannig að ég ákvað að taka hann af borðinu. Ég greip því bara liggjandi hreindýrið og bamba litla, og setti þá ofan í stálskál/bakka sem ég átti hérna heima. Síðan stakk ég greininni við hliðina og svo var bara allt stöffið látið gossa ofan í…
…pabbinn fékk að standa þeim við hlið, og þetta varð bara ósköp kósý…
…og tekur svo mikið minna pláss og það hentaði mun betur núna…
…svo er líka alltaf gaman að breyta til, ekki satt?
…annars er mikið bara það sama og var áður á borðinu, kertastjakar, tré og meiri kertastjakar…
…það er líka eins gott að njóta þessa alls á meðan færi gefs – hins vegar segir mér hugur um að ég eigi ekki eftir að pakka öllu mínu “jóla”dóti niður í kassa, það verður sitt hvað sem verður gert að vetrarskrauti prontó, og fær að vera uppi áfram – nánar um þær syndir síðar…
…nei sko, og sjáið bara glitta í fínu skálarnar mínar þarna í skápnum – en gaman 🙂
…annars er enn gaman að jólast, svona þegar að maður fer að skoða myndirnar!
Hvað segið þið, eruð þið komin með upp í kok af jólamyndum, eða þolið þið við fram á þrettándann?
Ég þoli vel við af jólum framm að þrettánda, bara gaman.. Ég er sjálf með kvíða yfir að pakka niður jólunum, ég er bara einhvernvegin ekki tilbúinn til þess þetta árið…
Hluti af mínu jóladóti fékk að fara í kassa á gamlársdag þar sem ég þurfti aðeins að silfra upp stofuna fyrir áramótin :o) annars fær þetta að vera uppi fram að þrettándanum, og því allt í lagi að halda áfram að sýna jólablogg ;o)
Fsllegt hjá þér. Hlakka líka mikið til að taka niður jólaskrautið, mála smá og fá ferskan blæ yfir heimilið:)
Já já endilega meira jóló 😉
Bara yndislegt !
Ef þú sérð ekki þetta svar þá er það vegna þess að ég er grútléleg í stærðfræði!!!!
Gleðilegt ár og ég er eins og þú, verð alltaf meir á gamlárskvöld, hef verið svona síðan ég man eftir mér, 2013 kemur aldrei aftur!!!!!!!!!!
Ég vil helst hafa jólatréð fram að páskum, en það hefur alltaf orðið grenilaust mun fyrr og því farið af illri nauðsyn niður fyrr en ég kærði mig um, en núna er ég með gerfitré, svo það er spurning, ertu með hugmyndir að flott skreyttu sautjánda júní jólatréi?
Ég er svo heppin að eiga líka svona pússl snjókorn og hreindýr, bara dásemdir, og fékkstu ekki líka fallegan kertastjaka í jólagjöf? 😀
17 júní-tré, fer í málið prontó! 😀
Eru þetta ARV diskar frá IKEA sem þú ert með á borðstofuborðinu? eða var ég að móðga eitthvað fint merki núna 🙂
Hahaha…ég er sko ekki lítið móðguð núna!! 🙂
Þetta er sko ARV-diskarnir góðu, fékk þá í jóló og er mjög ánægð með þá!
Svona snjókorn hafa greinilega verið málið á leikskólum landsins í ár, ég á eitt svona líka 🙂
Held alveg út jólaskreytingablogg fram á þrettándann, hlakka bara til að lesa/skoða þau 🙂
Ofsalega fallegt eins og allt sem er á þessu dásemdar bloggi hjá þér. Hlakka mikið til að sjá hvaða skraut fær að verða eftir á þrettándanum 🙂
Spennan magnast…. 🙂