Big Paul…

..er mættur á svæðið!

39-2013-12-30-013932

Reyndar hljómar Big Paul ekkert mjög kósý eða rómó, en þið getið bara endurskírt hann í huganum.

02-2013-12-30-011832

…þannig er málið að veggirnir þarna eru gipsaðir, og venjulega er hundabælið þarna við vegginn.  Svo er mál með vexti að hundarnir okkar eru þannig að þeir eru í því að spyrna sér í vegginn, með klær og alles, og veggurinn fær að kenna á því.  Ég vildi endilega finna eitthvað sniðugt til þess að setja fyrir vegginn og datt þetta í hug…

Hurð!

Snjallt ekki satt? 😉

06-2013-12-30-012032

…því var skundað inn á Blandið og hurð með frönskum gluggum fundin, keypt og sótt, og mjög svo gróflega máluð með grunni frá Litalandi, þessum sama og síðast, Alcro V-Slip Grundfarg í hvítu

05-2013-12-30-011934

…svo bara þessi klassíska sandpappírsmeðferð…

07-2013-12-30-01203809-2013-12-30-012042

…hvít sería með glærum perum…

08-2013-12-30-012040

…en það var ekki nóg, og fyrir stóra Paul lá líka annað hlutverk…

04-2013-12-30-011911

…ahhh í leiðinni þá sýni ég ykkur letiaðferðina mína til þess að stytta gardínur – binda hnút 🙂

Ég var alltaf á leiðinni að stytta þær en kom mér ekki að verki, en hins vegar er ég mikið meira ánægð með þetta – því að núna haldast þær svona skemmtilega dregnar til hliðar.

Lærdómurinn af þessu, í þetta sinn, er því að leti borgar sig!

03-2013-12-30-011844

…í glugganum eru síðan “gullgeymslur”…

11-2013-12-30-013626

…og fína gínan mín fékk englavængi – svona í tilefni desember – og kannski til frambúðar?

12-2013-12-30-013628

…hinum meginn í herberginu er snagabrettið mitt…

13-2013-12-30-013634

…á því eru vængir og alls konar glingur og glys (ég er farin að hallast að því að ég sé of glysgjörn)…

14-2013-12-30-013645

…og Lífið er yndislegt-púðinn sem kemur frá Kærleikspúðum Dísu

15-2013-12-30-013648

…og þar hangir núna skírnarkjóll famelíunnar og honum til samlætis er brúðarkjóllinn hennar mömmu minnar…

16-2013-12-30-013712

…síðan á náttborðinu eru tvær gínur til viðbótar, því að einhversstaðar þarf krumma litla að geyma gullið sitt…

18-2013-12-30-013729

…kransinn var settur þarna núna í des og ég þræddi smá seríu í hann, svona til að skreyta smá.  Kransinn er heimalagaður og hægt að sjá hann nánar hér (smella hér)…

19-2013-12-30-013732

…eins og sést á þessari mynd þá er smávegis glimmer á honum, skooooooo, ég sagði það – alger krummi!

23-2013-12-30-013754

…og fleiri vængir birtust inni í herberginu…

22-2013-12-30-013750

….og svo er hér Paul, eftir að hann uppfyllti tilgang sinn sem myndarammi líka…

24-2013-12-30-013802

…prentaði út myndir af því fallegasta sem ég veit, krílunum mínum, og setti í annan hvern glugga…

25-2013-12-30-013806

…síðan sést bara í seríuna í hinum glugganum, sem er bara fínt – gefur kósý birtu…

26-2013-12-30-013827

…litli gaurinn okkar…

28-2013-12-30-013833

…þegar að hann var bara lítill snúður…

29-2013-12-30-013836

…mynd af okkur með litlu dömunni þegar að hún var bara pínu peð…

30-2013-12-30-013842

…og svo ein mynd af henni þegar að hún var ca 6 mánaða…

31-2013-12-30-013845

…og ef við kíkkum í spegilinn þá er þetta bara huggó!

33-2013-12-30-013900

…og mér finnst stóri Paul vera bara sætur, þó hann sé svona einfaldur eitthvað greyjið…

34-2013-12-30-013902

…jólaskreytið þið í svefnherberginu?

35-2013-12-30-013910

…mér fannst bara huggó að láta lítinn krans, og seríur duga til…

36-2013-12-30-013915

…annars er bara allt eins og það á að vera…

37-2013-12-30-013917

….og þegar ljósin eru slökkt þá stafar rómó birtu af stóra Paul…

38-2013-12-30-013919

…og hann er bara pínu sætur – þessi elska…

…og fyrir þá sem vilja vita hvers vegna hann er kallaður stóri Paul þá er hægt að smella hér

40-2013-12-30-013937

…og trúið þið því!

Næst seinasti dagur ársins 2013 er runninn upp!
Skrambi er ég nú kát að taka á móti nýju ári – ég held að mér líki almennt betur við árin sem eru með sléttum tölum – er það ekki furðulegt? 🙂

41-2013-12-30-013952

 

31 comments for “Big Paul…

  1. Guðbjörg S. Haraldsdóttir
    30.12.2013 at 12:38

    Alveg hreint frábært hjá þér!! Takk fyrir allar fallegu myndirnar þínar og skemmtilegu bloggin á árinu….hlakka til komandi árs 🙂
    Kveðja Guðbjörg

  2. Hjördís
    30.12.2013 at 12:39

    Svo fallegt hjá tér og big paul ædi! Takk fyrir alla skemmtilegtu bloggpóstana á árinu.

    Kv.Hjördís

  3. Margrét Helga
    30.12.2013 at 12:40

    Já…stóri Paul í svefnherberginu hljómar nú…tjah…hvað skal segja?? 😉 En flottur er hann og vonandi passar hann upp á veggina ykkar 🙂 Og er ekki sagt “sætir eru einfaldir” eða var það “sælir eru einfaldir”?? Örugglega bara bæði betra 😉 Gullfalleg börn sem þú átt, verða bara fegurri með árunum.
    En nei…jólaskreyti ekki neitt í svefnherberginu, geri það kannski næstu jól á nýja staðnum…þá verður nefnilega allt svo snyrtilegt og skipulagt hjá mér *hóstakast* 😉

  4. 30.12.2013 at 12:46

    stórglæsilegur karlinn, snillingur sem þú ert. Gleðilegt nýtt ár 🙂

  5. Heba Gísladóttir
    30.12.2013 at 12:47

    Algerlega yndislegt hjá þér 🙂

  6. Asa
    30.12.2013 at 12:56

    Þetta kemur mjög vel út og er óskaplega flott…
    Já ég jólaskreytti í svefnherbergjunum þetta árið.
    Annars óska ég þér gleðilegs árs og takk fyrir alla fallegu póstana á því sem er að líða. Hlakka til að fylgjast með þér og þínum á nýju ári.

  7. 30.12.2013 at 13:08

    Takk fyrir allar fallegu myndirnar og dásamlega bloggið á árinu sem er að líða.

    Kv. Heiða

  8. Kristjana Hafdís
    30.12.2013 at 13:09

    Flott 🙂

  9. Gauja
    30.12.2013 at 13:29

    Hann er æði

    Takk fyrir skemmtilegt blogg á árinu 🙂

  10. Anonymous
    30.12.2013 at 13:34

    Mjög fallegt hjá þér, og takk fyrir alla fallegu póstana þína á árinu.Alltaf gaman að skoða þá, og sjá hvernig þú ferð að því að breyta einhverjum munum úr Góða í gullmola 🙂

  11. Sigga Helga
    30.12.2013 at 14:27

    Takk fyrir æðislegt ár frá þér 😉 Hlakka til næsta <3

  12. Edda Björk
    30.12.2013 at 14:29

    Dossa Dossa Dossa Dossa …..þú ert nú alveg sko ! L O V E IT. Hlakka til að fá þig í breytiskreyti heimsókn á nýju ári. Knúz til þín og þinna … Edda

  13. Hjördís Inga Arnarsdóttir
    30.12.2013 at 14:48

    Núna var ég glöð ég á nefnilega svalahurð með 8 gluggum sem mun fá trítment á nýju ári sköpunarríkt ár til þín og takk fyrir það gamla:)

  14. Sigríður Ingunn
    30.12.2013 at 15:11

    Ég er eiginlega orðin stalker. Fer inn á bloggið þitt næstum á hverjum degi. Takk fyrir að deila snilldinni með okkur 🙂

    • Margrét Helga
      30.12.2013 at 20:16

      Gott að vita að ég er ekki ein 😉

  15. Bryndís Elsa
    30.12.2013 at 16:49

    …hef fylgst með blogginu þínu seinni hluta ársins, höfuðið er komið á yfirsnúning….svo margt sem mér langar að gera…en koma tímar og nýtt ár handan við hornið. Takk fyrir bloggið og megir þú hafa hugmyndafrjótt nýtt ár 🙂

  16. kolla
    30.12.2013 at 17:58

    You did it again 🙂

  17. Hulda Ösp
    30.12.2013 at 18:36

    Takk fyrir alla frábæru póstana á árinu, þú ert svo mikill snillingur.

  18. Sigrún
    30.12.2013 at 19:26

    Þakka þér fyrir frábæra síðu hlakka til að fylgjast með á nýju ári. Má ég spyrja hvaða litur er á svefnherbergisveggjunum hjá þér? Gleðilegt ár

  19. Anna
    30.12.2013 at 19:46

    Mjög flott svefnherbergi og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með öllu þessu flotta sem þú gerir. Finnst mjög gaman líka þegar þú kíkir í búðir eða Þann góða sem er mitt uppáhald!

  20. Þorbjörg Gunnarsdóttir
    30.12.2013 at 19:58

    Fallegt, fallegt! Takk fyrir frábært blogg og allar góðu hugmyndirnar sem þú hefur gefið okkur á árinu. Ég hlakka til að lesa bloggið á næsta ári, alveg sammála með sléttu ártölin 🙂

  21. Inga Sif
    30.12.2013 at 20:33

    Dásamlega fagurt eins og allt sem þú snertir.
    Hélt samt að ég væri komin inn á einhverja klúra síðu þegar ég las um Stóra Paul í svefnherberginu.. 😉
    Takk fyrir alla skemmtilegu póstana á árinu og það máttu vera fullviss um að mörg heimili landsins eru Dossuinnblásinn án þess að þú hafir hugmynd um það.
    Gleðilegt ár til þín og þinna!

  22. Hjördís Sæmundsdóttir
    30.12.2013 at 20:37

    Þú ert nú meiri snillinn, æðislega flott og kósý hjá þér :o)
    Kv. Hjördís

  23. Erla María
    30.12.2013 at 21:27

    Alltaf gaman að lesa póstana, ótrúlega fallegt allt hjá þér 🙂

    Gleðilegt ár.

  24. Gulla
    30.12.2013 at 22:44

    Takk fyrir frábærar hugmyndir og skemmtilega pósta. Hlakka til nýs árs 🙂

  25. elisa
    31.12.2013 at 00:09

    Gaman að skoða, allt svo fallegt. Gleðilegt ár og hlakka til að skoða hjá þér á því nýja 🙂

  26. Sigga Rósa
    31.12.2013 at 01:27

    Virkilega fallegt herbergi hjá þér:) Takk fyrir alla frábæru póstana og hugmyndirnar á árinu:)Gleðilegt nýtt ár 2014.

  27. 31.12.2013 at 02:54

    glysgjorn….nei…kemur bara med aldrinum

  28. Soffia - Skreytum Hús...
    03.01.2014 at 03:23

    Hjartans þakkir fyrir allar – var ég búin að dásama ykkur eitthvað í dag?? 🙂

    *knúsar*

  29. Ingunn
    01.04.2015 at 01:22

    Rosalega flott hjá þér! Má ég spyrja hvar þú fékkst gardínurnar þínar?

  30. Lilja
    13.08.2015 at 14:50

    Mikið ofsalega er þetta allt fallegt hjá þér! 🙂 mig langar aðeins að forvitnast, hvað heitir liturinn á veggnum er þetta grátt eða gr´brúnt er hægt að finna nákvæmlega sama lit í búð ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *