Litlar og sætar…

…gjafir geta gert mann jafn kátar og þessar stóru.

01-2013-12-14-005530

Þetta er bara spurning um hvernig þær eru framreiddar og hugsunin sem að liggur á bakvið.

Í seinustu viku var ég að rölta í Rúmfó á Korputorgi með vinkonu minni, í leiðangri til þess að finna eitthvað skemmtilegt í vinargjöf í vinnunni hjá henni.  Ég spottaði strax hluti sem mér fannst ansi krúttaralegir og ákvað að deila því með ykkur, þrátt fyrir að vinnuvinargjafir eru sennilegast allar búnar, þá getið þið kannski séð eitthvað fyrir vinkonu, eða bara ykkur sjálfar 😉

Ég meina fyrir ykkur sjálfar, ímyndið ykkur bara kortið: Til mín, frá mér – þú ert æði!! 🙂

Til að mynda var það þessi hérna krukka, svo dásamlega falleg, og kostaði að mig minnir 990kr…

19-2013-12-14-010252

…það er lítið gaman að hafa piparkökurnar svona…

20-2013-12-14-010259

…en þetta er allt annað mál!

21-2013-12-14-010449

…og svo þegar hún er komin í góðan félagsskap – bara dásemd!

22-2013-12-14-010555

Ekki amalegt að stinga nokkrum heimabökuðum, eða “heimabökuðum í Bónus”, smákökum þarna ofan í og gefa sem gjöf!

23-2013-12-14-010603

…svo gæti líka verið gaman að nota krukkuna á annan máta.  Setja í hana krúttaralega bómullarhnoðra, naglalakkshreinsi og naglalakk – hún væri alveg jafn falleg inni á baði þessi…

24-2013-12-14-010610

…svo er bara hægt að skreyta svona einfaldlega, með lítilli fallegri slaufu…

26-2013-12-14-010621

…því lokið er sérlega fallegt…

27-2013-12-14-010626

…eða hengja eitthvað fallegt á…

28-2013-12-14-010649

Síðan varð það þetta…

29-2013-12-14-010749

…þessir hérna fallegu litlu “stjakar”, þeir eru með kertum í gráu, hvítu og fallegu tónum.  Síðan þegar að kertið er búið, þá held ég að það væri æðislegt að hafa þetta inni í svefnherbergi á náttborðinu, svona fyrir eina rós eða lítil sæt blóm sem krílin týna úti í garði…

30-2013-12-14-010755

…og fyrir 499kr þá ferðu ekki á hausinn við þetta…

31-2013-12-14-010802

…og ekkert síðra að setja þá tvo saman…

33-2013-12-14-011006

…bara fallegt *dæææææs*…

34-2013-12-11-193430

…svo er það ljósakrónann, enn einu sinni!

Svona í alvöru – hafið þið séð jafn fallega könglakúlu?

01-2013-12-14-005530

…þessar eru líka úr KorpuRúmfó, 6 saman í pakka, 2 af hverri týpu, og kosta um 1000kr á jólósmóló-afslætti.

Ykkur finnst kannski skrítið að gefa jólakúlur – en ég veit alla vega um eina skrítna skreytikonu sem þætti það æði (réttir upp hönd)…

04-2013-12-14-005618

…það eru líka svo fallegir litir í þeim, svona náttúrutónar í bland við bling – eins og hlutirnir eiga að vera!

02-2013-12-14-005537

…og svona varð þetta nú dásamlegt þegar ég blandaðu þessu við það sem fyrir var í ljósakrónunni…

03-2013-12-14-005541

…og koma fallega út með blúndukúlunum mínum…

08-2013-12-14-005730

…og öllu hinu glingrinu.   Ég er algerlega sannfærð um það að ef ég væri karlmaður, þá væri ég hörkudragdrottning, eins mikil og ást mín á glimmer og glingri er…

10-2013-12-14-010038

…smá brons, smá silfur og glimmer, glimmer, glimmer…

11-2013-12-14-010058

…en þessar eru í uppáhaldi…

12-2013-12-14-010053

…þessi líka æði!  En bíðið við, sjáið þið þennan á bakvið?

13-2013-12-14-010124

…þetta krútt kom með litla kallinum mínum heim úr leikskólanum, hrikalega sætt föndur!

14-2013-12-14-010140

…og þetta er best svona, að blanda saman nýju og gömlu, föndri og keyptu, House Doctor og Rúmfó –
því öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, ekki satt?

15-2013-12-14-010145

…og enn og aftur, ég er skotin!

18-2013-12-14-010214

Hvernig er svona hugmyndapóstur?  Hafið þið gaman af svona?

Þrír hlutir sem allir kosta um 1000kr

Krukka – tveir kertastjakar – 6xkúlur

16 comments for “Litlar og sætar…

  1. Guðrún
    19.12.2013 at 08:09

    Bara æði, takk fyrir – þú ert flottust 🙂

  2. 19.12.2013 at 08:09

    Ég segi nú bara sem betur fer á ég ekki heima nálægt reykjavík því maður sér alltaf eitthvað fallegt á síðunni hjá þér sem ég myndi pottþétt fara og kaupa ef ég væri nær.

    En ég verð samt að eignast svona glerkrús, vantar fleiri svoleiðis

  3. Sigga Dóra
    19.12.2013 at 08:14

    Já mér fannst þetta skemmtilegur póstur,vá hvað mig langar í krukkuna !

  4. Ingunn
    19.12.2013 at 08:53

    Frábært að fá svona hugmyndapóst og þægilegt að láta þig skottast í búðirnar og finna fallegt fyrir okkur hinar 🙂

  5. Kolbrún
    19.12.2013 at 09:06

    Góð hugmynd með krukkuna að setja eithvað fallegt
    í hana eins og sætt naglalakk fyrir vinkonu og skreyta.

  6. Systa
    19.12.2013 at 09:09

    Æðislegt… elska könglana 🙂

  7. Kristín Sig.
    19.12.2013 at 09:09

    Takk fyrir góðar hugmyndir!

  8. Soffía
    19.12.2013 at 09:11

    Já frábært 🙂

  9. Asa
    19.12.2013 at 09:23

    Skemmtilegur póstur og æðislegar hugmyndir…..
    Takk fyrir og Gleðileg jól..

  10. Margrét Helga
    19.12.2013 at 09:28

    Bara frábært að fá svona hugmyndir! Segi það sama og Birna Friðbjört…er hálf fegin að fara svona sjaldan í höfuðborgina! 😉 Myndi “þurfa” að kaupa allt of mikið! 😉

  11. Hugrún
    19.12.2013 at 09:35

    bara snilld.. ég í RL….
    Gleðileg jól 😉

  12. Sigrún
    19.12.2013 at 09:36

    Frábært hvernig þú færir í stílinn 😉

  13. Anna Sigga
    19.12.2013 at 09:46

    Já þetta er sko flott 🙂 sætar kúlurnar og lika sem litli Karl gerði 🙂

    Stórhríð hérna megin á landinu ætla bara hafa það kósý….

    gleðileg jól ef ég skyldi ekki kíkja á síðuna fyrr 🙂

    Kv. AS

  14. Gauja
    19.12.2013 at 10:00

    mjög gaman að sjá þetta… allir í RL

  15. Kristjana Hafdís
    19.12.2013 at 12:18

    ðislegt eins og alltaf hjá þér 🙂

  16. Berglind H
    19.12.2013 at 12:34

    Flott krukkan og kertin 🙂 ætli þetta sé ekki uppselt núna? 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *