Meiri snjó…

Er lægst er á lofti sólin,
þá loksins koma jólin.
Við fögnum í frið og ró,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

13-2013-12-11-140448

…eitt af því sem að ég er virkilega þakklát fyrir á þessum árstíma, þá er það snjór!

Það verður allt svo jóló með smá snjó, ekki satt?

18-2013-12-11-140545

…í stað þess að hengja kransinn á hurðina,
þá ákvað ég að setja hann bara á gluggann þetta árið…

17-2013-12-11-140529

…og svo notaði ég kransa sem ég átti (keyptir í Blómaval fyrir 1-2 árum)
og hengdi þá aftan á stólana okkar…

14-2013-12-11-140503

…þeir eru reyndar í sitt hvorri stærðinni, en mér finnast þeir koma fallega út…

15-2013-12-11-140519

…svo í fyrrakvöld, þegar að ekta stóra jólasnjókoman kom, rétt eftir miðnætti – þá læddist ég út og tók nokkrar myndir…

1-2013-12-17-003537

…sko, skápurinn minn er meira að segja fallegur þegar að hann er séður svona utan frá…

2-2013-12-17-003545

…og svo fallegt að sjá hvítu ljósin þegar að snjórinn hvílir svona þungur yfir þeim…

3-2013-12-17-003554

…og séð heim að húsi…

4-2013-12-17-003730

Svo leggjast öll börn í bólið,
því bráðum koma jólin.
Þau fagna í frið og ró,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.
Þau fagna í frið og ró,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

5-2013-12-17-003801

…og eins og þið sjáið, þá er loks búið að hengja upp spegil á ganginum…

6-2013-12-17-003824

…og hversu fallegt er að sjá allan þennan snjó hvíla á greinunum…

7-2013-12-17-003900

…það er bara dásamlegt ♥

8-2013-12-17-003639

8 comments for “Meiri snjó…

  1. Kristín Sig.
    18.12.2013 at 09:52

    Winter wonderland.

  2. Edda Björk
    18.12.2013 at 10:38

    Fallegt … ekki segja mér að þú hafi fundið þennan spegil í Góða !! Dossa Dossa Dossa ….knúz

  3. Margrét Helga
    18.12.2013 at 11:16

    Snjórinn er náttúrulega bara frábær 🙂 Það verður æðislegt að hafa loksins hvít jól!

  4. Guðrún H
    18.12.2013 at 11:20

    Fallegar myndir, snjórinn gerir allt svo huggulegt 🙂

  5. Anna Kristín
    18.12.2013 at 11:49

    jóló og kósý 🙂

  6. Bogga
    18.12.2013 at 16:42

    Friður yfir þessum myndum, endalaust fallegar 🙂

  7. Anna Sigga
    18.12.2013 at 18:29

    Ég öfunda ykkur af þessum fallega snjó sem er eiginlega horfinn hjá okkur ….en vonandi kemur eitthvað smá fyrir jól hjá mér 🙂

    Það er sem sagt jólalegra hjá þér innan og utandyra í dag 😉

    Góðar stundir

  8. Berglind H
    19.12.2013 at 12:20

    Svo fallegt allt saman 🙂 og þessi skápur – hann er yndi ! Væri flottur þó hann væri á hvolfi 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *