Enn bætist við…

…blessaða hjörðina 🙂

Held að það sé spurning um að fara að leita sér aðstoðar við þessu hreindýrablætisheilkenni…

05-2013-12-14-005215

…ef þið munið eftir því í sumar, þá fékk ég mér svo dásamlega fallegan hestapúða frá Lagður (sjá hér), og þessi púði er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér.  Síðan um daginn rak ég augun í nýja týpu sem þau eru komin með, púða sem er svo geggjaður fyrir veturinn/jólin að ég bara stóðst hann ekki…

03-2013-12-14-005205

…mér finnst líka svo sneeeðugt að fá annan sem að ég get notað sömu fyllinguna innan í, þannig að ég geymi bara blessuð hrossin rétt á meðan og leyfi hreindýrunum að koma inn á völlin rétt á meðan…

01-2013-12-14-005133

…þau eru nú falleg íslensku hreindýrin, ekki satt?

06-2013-12-14-005222

…þau eru nýbúar í íslenskri náttúru, en þau voru fyrst flutt til landsins á 18. öld til eflingar í slenskum landbúnaði (skvo, segið svo að maður læri ekki sitthvað af því að lesa aftan á kassann 🙂 )…

07-2013-12-14-005228

…fyrst við erum stödd í stofunni þá er eins gott að sýna ykkur enn ein kerti sem ég útbjó og er svoldið mikið skotin í…

08-2013-12-14-005258

…þetta eru myndir frá Reykjavík um 1930, prentaðar út í svarthvítu og smá glimmer sett í himininn…

09-2013-12-14-005303

…annars vegar Austurstræti…

10-2013-12-14-005312

…og hins vegar fólk á skautum á tjörninni, og Fríkirkjan í bakgrunni…

11-2013-12-14-005315

…nú svo þegar ég leit aftur fyrir mig, þá lá þessi gamli vinur í sófanum “sínum” – hann er alveg búin að taka hann yfir…

12-2013-12-14-005337

…annars var þetta fremur róleg helgi, svona miðað við korter í jól.

Smá verslunarferð, taugatrekkjandi myndataka með ósamvinnuþýðum krílum, og piparkökuhúsagerð með fjölskyldunni…

14-2013-12-14-005409

…en hvað er að frétta af ykkur annars?

15-2013-12-14-005448

…og já, ef þið hafið hug á þessum dásemdar púðum frá Lagður, þá fást þeir víða.   Þið getið séð hvar þeir fást með því að smella hér eða kaupa þá beint af síðunni hjá Lagður með því að smella hér 🙂

16-2013-12-14-005453

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Enn bætist við…

  1. Kristjana Henný Axelsdóttir
    16.12.2013 at 08:23

    Flottur púðinn! Og sniðug hugmynd að setja svona gamlar myndir á kerti og skemmir ekki fyrir að hafa þær frá rvk…ekki bara vintage sem finnst á netinu, svona útlenskt ;o) Hér er allt að verða jólalegra með hverjum deginum og ótrúlega lítið stress í fólki.

  2. 16.12.2013 at 08:32

    Geggjað flott 🙂 elska líka stjörnurnar þínar þarna upp á.. ekkert smá kósý

  3. 16.12.2013 at 08:33

    já og kertin ekkert smá vel heppnuð!!
    Pabbi minn, af öllum, er komin með æði fyrir því að podge-a myndir á kerti, ætla að stinga þessari hugmynd að honum 😉

  4. Margrét Helga
    16.12.2013 at 09:32

    Flott hjá þér eins og alltaf! Var búin að sjá þessi hreindýrapúðaver, hugsaði auðvitað til þín eins og alltaf þegar maður sér eitthvað svona ugluhreindýraskógardýrajólódæmi, en næsta hugsun var að þú hlytir að vera búin að sjá þetta líka 🙂 Man eftir því næst ef ég sé eitthvað svona að láta þig vita af því ef ske kynni að dreifbýlistúttan sæi þetta á undan 😉

    Róleg helgi hérna megin líka, reyndar jólahlaðborð á föstudag, partý á laugardag en bara rólegheit þess á milli…sörubakstur, bætt smá í skreytingarnar og svoleiðis dútl. Setið og prjónað þess á milli (datt allt í einu í hug að gefa mömmu lopapeysu í jólagjöf…byrjaði að prjóna hana í síðustu viku…maður er alltaf jafn tímanlega í þessu). Stefnir svo í Reykjavíkurferð næstu helgi í mesta brjálæðið!! 😀

  5. 16.12.2013 at 11:37

    Ég er greinilega haldin sömu veiki því ég stóðst heldur ekki þessi hreindýr 😉
    Kveðja Adda

  6. Anna Sigga
    16.12.2013 at 13:48

    Er “alveg laus” við hreindýrafetish 🙂 keypti mér nú samt bambapúða og kisupúða handa syni minum, í húsgagnahöllinni, hann elskar kisur, við eigum nebbilega eina lifandi sem heitir því góða nafni Gullmoli er alltaf kallaður Moli 🙂

    En annars var bakað um helgina, farið í bíó að sjá jóla mynd og rólegheit þar a milli verulega góð helgi….vona að vikan verði jafngóð….hjá öllum 🙂

    Kveðja….

  7. Lilja
    16.12.2013 at 14:28

    Bjútí eins og alltaf.

  8. Anna
    16.12.2013 at 18:11

    Alltaf svo fallegt hjá þér.
    Mikið sakna ég fallegu kirkjunar sem sést þarna á einni mynd, svona kirkja var til á mínu æskuheimili en er því miður ónýt 🙁 spilar hún ekki heims um ból ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.12.2013 at 20:05

      Ójú, hún spilar einmitt Heims um ból, þetta er alveg eitt dýrmætasta jólagullið mitt 🙂

  9. Hófí
    17.12.2013 at 10:40

    Ótrúlega flott.
    Hvað slóstu inn í leit til að finna þessar fallegu Reykjavíkurmyndir? Fæ ekki upp svona flottar myndir í minni leit…

  10. Guðný Ruth
    17.12.2013 at 14:12

    Fallegt eins og ávallt. Ég var búin að sjá púðann og þurfti að halda fast í veskið mitt á þeirri stundu. Ég tími ekki að kaupa mér svona fína púða á meðan yngsta kisan er ennþá svona kreisí eins og hún er. Vonandi róast hún fljótlega svo maður þori að fá sér fína hluti í stofuna sem ekki er hægt að drepa með klónum.

    Annars er bara rólegt þannig, miðað við árstíma allavega. Er búin að vera á hvolfi í vinnunni en heima er búið að pakka inn jólagjöfum, gera nokkur kerti og skreyta jólatréð. Það er reyndar dálítið mikið líf í trénu þetta árið – þökk sé kisu (þessari ofvirku, sama og áðan).

    Kertin eru bjútífúl, ég væri líka til í að fá fleiri hugmyndir af leitarskilyrðum til að finna fallegar myndir. Held að ég sé steingeld þegar kemur að því að leita að myndum.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.12.2013 at 19:56

      Hæhæ, ég var búin að deila þessum myndum inni á Facebook síðunni en þær koma af síðunni: Svipmyndir úr fortíðinni…

      https://www.facebook.com/svipmyndirurfortidinni

      Svona litla kisur geta verið svo kreisí, skil þig að vilja hinkra við 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *