Í nýju ljósi…

…þá færðu stundum alveg nýja sýn!  Önnur hlið málsins er líka sú að ég gat bara ekki hætt að horfa og taka myndir af nýja vegginum mínum…

63-2013-12-10-145644

…eins og fallega glerið í skápnum mínum…

62-2013-12-10-145623

…stundum færir maður sig fjær og horfir á heildarmyndina…

60-2013-12-10-145552

…meðan á öðrum tíma er betra að færa sig nær, og njóta litlu hlutanna,
eins og einfaldar seríu með örlítilli grenilengju með…

61-2013-12-10-145616

…stundum er betra að vera ekki alveg samstæður, og nota ekki eins hnúða á skúffur og skápa…

66-2013-12-10-145718

…heildarmyndin skiptir máli…

65-2013-12-10-145713

… en litlu hversdagslegu hlutirnir, þessar nytjavörur eins og kertin, geta líka verið falleg…

64-2013-12-10-145658

…svo er það líka bara að raða saman, grúbba saman, eins og í þessu tilfelli glerið og krukkurnar…

67-2013-12-10-145730

…talandi um að njóta litlu hlutina, eins og t.d. skálanna sem að kláruðust í seinustu viku og uppgvöta það að ég er með löbera-blæti, ofan á hreindýra- púða- kertastjaka- og alla hinna blætanna sem að þjá mig…

69-2013-12-10-150220

…og þannig er það nú!

Skápurinn er kominn á vegg, en reyndar á eftir að lakk´ann aðeins,
eða nudd´ann með vaxi – en það bíður eftir-jóla-tímans 🙂

68-2013-12-10-150201

16 comments for “Í nýju ljósi…

  1. Margrét Helga
    11.12.2013 at 13:46

    Bráðn…þetta lítur alveg jafn vel út í dagsbirtu 🙂

  2. Sigga Dóra
    11.12.2013 at 16:21

    Ohh svo flott,held ég myndi ekki gera neitt af viti í svona fallegu eldhúsi ,hvað þá að það mætti skemma allt með óhreinum pottum og leirtaui…

  3. Fríða D
    11.12.2013 at 16:39

    VÁ!!! þetta er rosalega flott hjá þér 🙂 … alltaf rosalega flott að kíkja á bloggið þitt og sjá þessa dásamlegu hluti sem þú ert að gera 😀

    kv. Friða

  4. Anna Kristín
    11.12.2013 at 16:42

    Þetta er dásamlega flott hjá ykkur.
    Er nóg að setja bara grunn á skápinn, er ekkert verra að þurrka af honum þá Soffía?

    kveðja
    Anna Kristín 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.12.2013 at 22:49

      Takk takk, ég á sko eftir að lakka í það minnsta toppinn á honum, lakka eða vaxa. Það er sko bara á to-do-listanum í janúar 🙂

      kv.Soffia

  5. Sunna Hlín
    11.12.2013 at 22:15

    Geðveikt! takk fyrir að deila með okkur. Les mikið bloggið en kvitta eiginlega aldrei 🙁

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.12.2013 at 22:50

      Takk fyrir að kvitta núna Sunna Hlín – gaman að “heyra” í þér!

      kv.Soffia

  6. Margrét Helga
    12.12.2013 at 01:20

    Veistubarahvað!!?!?!?!?! Ég var hjá bróður mínum og mágkonu áðan og sá NÁKVÆMLEGA eins skenk, bara algjörlega ómeðhöndlaðan…benti henni á þessa síðu hjá þér…er samt að hugsa um hvort ég geti rænt honum einhvernveginn án þess að þau taki eftir því 😉

    • Margrét Helga
      12.12.2013 at 01:21

      Sko…benti mágkonunni á síðuna…svona til að útskýra betur 😉

      • Soffia - Skreytum Hús...
        12.12.2013 at 01:25

        Hahaha….ég skal hjálpa þér! Þú býðst til að passa fyrir þau eða eitthvað og við losum þau við skenkinn 😉

        • Margrét Helga
          12.12.2013 at 10:29

          Takk fyrir…verst að þau eiga svo öldruð börn að þau passa sig bara sjálf! 😉 Ég skal reyna að hugsa eitthvað upp og læt þig svo vita 🙂

  7. Guðrún Helgadóttir
    12.12.2013 at 01:35

    vá kemur mjög vel út til lukku með þetta! 🙂 en hvað gerðiru við veggborðið sem þú varst með áður 😉 híhí
    bestu kveðjur 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.12.2013 at 01:45

      Grey veggborðið lenti á smá vergangi greyjið! En ég geri ráð fyrir að lána vinkonu minni það 😉

  8. Sigga Maja
    12.12.2013 at 06:48

    Orðlaus

  9. Hilda Hilmarsdóttir
    13.12.2013 at 12:29

    Yndislegt allt hjá þér.

  10. Þuríður
    08.10.2014 at 11:12

    Þetta er ofboðslega fallegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *