…eða ef við tölum bara okkar ylhýru íslensku, þá var það þegar að jólin nálguðust.
Þá gerðist það!
Hvað gerðist?
Jólakraftaverk!
Ég lýg engu með það, svo sannarlega jólakraftaverk 🙂
Best að útskýra málið.
Við hjónin vorum inni í eldhúsi og bóndinn var með hausinn fastann inni í ipaddaranum þegar að hann leit allt í einu upp og sagði: “varstu búin að sjá þennan skenk?” og sýndi mér myndina…
…þetta er kannski ekki svo furðulegt nema ef þið þekktuð bóndann minn. Hann er ekki breytingakall (bwaaaahahaha – hljómar fáránlega, miðað við hverri hann er giftur), en engu síður – honum leiðist svona vesen!
Ég var ekki einu sinni að leita mér skenk, en leist svona líka vel á gripinn og allt í einu vorum við á leiðinni að skoð´ann, svo kaup´ann og mál´ann. Ég notaði bara grunninn minn góða, úr Litalandi, því að ég er að fíla áferðina sem kemur af þessari málningu…
Þá var´ann orðinn svona…
…svo var beitt gömlu góðu aðferðinni, farið úr sokkum-sett-handklæði-undir-lappir-og-ýtt-og-ýtt, til þess að koma nýja skenkinum á réttan stað í eldhúsinu og svo mátaði ég gamla litla skápinn ofan á…
…og setti á nýjar höldur, sem eru ÆÐI (keyptar hér)…
…en gamli skápurinn skyldi fara upp á vegg í þetta sinn. Ég er búin að vera skíthrædd um að hann detti fram fyrir sig, standandi svona á borðinu. Þá fór ég í Ikea, og fékk mér hillubera, sem ég var nokk viss um að myndu gefa þessu lookið sem að mig langaði í…
..og þá gat bóndinn gert það sem honum finnst skemmtilegast, draga fram græjurnar – allir saman nú: úúúúúúúúúúúúú fínt strákadót!
…þetta er sem sé svona lazer-skjóti-dæmi sem gerir línu yfir allt herbergið, þannig að auðvelt er að finna út hvar á að bora. Síðan er örugglega hægt að fara í einhverja Star Wars-leiki með svona….”Luke, I am your Father”…
…sko – sjáið bara hvað þetta er bráðnauðsynlegt!!
…svona getur hvaða eiginmanni sem er liðið eins og Tim, the Tool Man, Taylor…
…og þannig var hann kominn upp á vegg. Höldurnar eru þarna fyrir neðan skápinn, og svo eru líka lítil L-stykki inni í skápnum og föst við vegginn. Hann ætti að haldast uppi blessaður! Þegar að litli gaurinn minn kom svo fram morguninn eftir þá heyrðist bara; Vá, skápurinn er fljúgandi, hann ætti að vera með vængi! 🙂
…þá er komið að því sem að mér finnst skemmtilegast, ójá – raða!
Sjúbbbí….
…allt fullt af litum skemmtilegum hólfum og hillum sem hægt er að setja rétta hluti í, í okkar tilfelli- þá er reynt að gæta þess að hafa ekkert í rófuhæð sem gæti brotnað, því hvuttarnir okkar dilla skottum (þeir eru greinilega glöðustu hundar í heimi)…
…kerti eru því kjörin í þessa hæð, sérstaklega þar sem að ég spæni upp kertunum þessa dagana…
…skenkurinn er bara 40 cm djúpur, þannig að hann er ekki of fyrirferðamikill þarna á vegginum…
…og hann tekur ekki meira pláss á dýpt en borðið, en hann er hins vegar lengri…
…og veggskápurinn samsvarar sér mikið betur fyrir ofan skenkinn heldur en fyrir ofan borðið sem áður var…
…og það var meira að segja pláss fyrir spegilinn minn við hliðina, sem kætti mig…
…á skápinn hengdi einn af dásemdar Kærleikspúðunum hennar Dísu (sjá hér-smella)…
…mér finnst þeir svo fallegir og á núna þrjá mismunandi svona. Frábærir til þess að hengja á jólapakkann…
…svo er bara að njóta þess að raða öllum litlu og fallegu hlutunum í kringum sig…
…þetta finnst mér vera dásamlega fallegt! Algerlega “ómerkilegar” jólakúlur – bara einhverjar sem til eru, og svo fallegar þegar þær eru komnar undir glerkúpulinn…
…og litla krukkuþorpið mitt er alveg sátt við að vera flutt á stærra landssvæði, þetta er svoldið svona eins og Álftanes og Garðabær. Þær eru komnar á nýjan stað en eru enn á saman gamla staðnum 😉
…ég myndi segja að þessar dásemdarbækur og blöð eru svoldið innspýtingin í þessum breytingum, hvað finnst ykkur sem þetta skoðið?
…ljósið á bakvið krukkurnar gerir svo mikið…
…og flotta uglukertið frá henni Deco Chic er æðislegt þarna, og í svo flottum gráum lit. Ef þið eruð ekki að fylgja ævintýrum Brynju í Ammeríkunni þá skuluð þið smella hér, og fylgja henni á Facebook – alveg möst…
…og þannig er það! Er þetta ekki bara alveg að gera sig??
Er það bara ég sem er ástfangin? ♥
Ég tók “nokkrar” myndir til viðbótar sem ég ætla að setja í smá aukapóst í dag – þannig að fylgist með 🙂
…og munið á LIKE-takkinn hér fyrir neðan er vinur ykkar! 🙂
Þetta er ÆÐI:)
Stórglæsilegt! Skil þú sért ástfangin 🙂
þetta er GORDJÖSS!!!
Virkilega öfundast útí svona gott pláss 🙂
Litla íbúðin mín er að springa! Sérstaklega eftir að ég tók upp eitthvað af jólaskrautinu.. nota bene ekki næstum því allt jólaskrautið, eiginlega bara aðventuskrautið.. 😉
Fallegt!!! 😉
Það ert sko ekki bara þú sem ert ástfangin! Skenkurinn er æði og fljúgandi skápurinn líka. Snillingur! 🙂
Þetta er algjört æði hjá þér !….skil þig alveg með eiginmanninn, á einn slíkan sem á breytingaróða konu…hehehe 🙂
Knús
VÁ hvað þetta er fallegt hjá þér! 🙂
Big like á the new skenk :)Nei án gríns þetta kemur hrikalega vel út, eins og allt sem þú gerir ! Vá hvað kallinn minn skilur kallinn þinn, hann hoppar ekki alltaf hæð sína þegar þarf að draga fram borvélina 😉
Mikið vildi ég að ég hefði þennan drifkraft sem þú hefur og hugmyndaflugið 🙂 Þetta er rosalega flott og kemur mjög vel út saman.
Guð hvað þetta er fallegt hjá þér 🙂
Takk Soffía fyrir að opna ævintýraheiminn þinn fyrir okkur fullt af hugmyndum og endalaust fallegt
Æji takk fyrir 🙂
eitt orð yfir þetta …. VÁ !! 🙂
Snillingar bæði tvö 🙂 ji þér hefur tekist að smita Valda 🙂 tíhí
knús á þig
Anna Kristín
Vá! Algjört æði eins og alltaf hjá þér:)
Kv.Hjördís
Fallegt 🙂
VÁ!! Ég er ástfangin líka!! Má ég flytja heim til þín? Eða í það minnsta fara á námskeið hjá þér í smekklegheitum!! 😀
Jamm, ekki málið – smekklegunámskeiðin verða fljótlega eftir jól 😉
Vá! Mér finnst þetta bilað flott og ef þú færð leið á þessum tveimur, þá skal ég alveg ættleiða þá *hóst*
Takk takk, bíð spennt eftir næstu færslu 🙂
Sett þig á lista 🙂
Yndislegt og svona kósý fílingur yfir myndunum 😉
Þetta er alveg frábært, ég get ekki beðið eftir að klára að mála minn skenk og skáp og gera huggulegt hjá mér.
Vááá þetta er æðislegt!!!!
Bara dásemd eins og þér einni er lagið 🙂
Virkilega fallegt, en það kemur nú ekki á óvart! Frábær breyting 😉
VÁ HVAÐ ÞETTA ER ÆÐI !!! veggskápurinn er náttúrulega to die for, elska þetta skraut á glerinu, kemur rosavel út þegar það er ljósið inní.
skenkurinn er líka flottur, og auðvitað miklu flottari eftir Dossu meðferð. til lukku með þetta allt saman 🙂
Takk takk takk og takk 🙂
Dásamlegt 🙂 Ég vildi að ég ætti veggpláss heima hjá mér fyrir e-r svona dásemdir 🙂
Þetta er æðis…svo dásamlega fallegt. Verð að vera sammála þér með það að minn maður eeeeellsskkarr laserinn sinn – ekki mjög spenntur þegar frúin fær flugu í höfuðið en ef hann má nota laser til að hengja upp þá er hann til í allt 🙂
Hohoho – boys and toys, its a thing 🙂
Þvīlíkt bjútí,kemur frábærlega vel út saman 🙂
Takk enn og aftur fyrir þessi dásamlegu innlegg þín. Ég elska þessi smáatriði hjá þér… hvar allt fæst, hvað svo.. og þannig.
Váaah æði ! ! !
Virkilega fallegt hjá þér, kemur mjög svo vel út allt saman 🙂
kv. Hjördís
Sma spurning…er thetta langur spegill sem thu tyllir fyrir aftan eda hvilir hann a fallega skenknum?
Kvedja fra Ammriku
Hann er bara að hvíla sig þarna á skenkinum, svona um stund!
*knúsar til Ammmeríku
Alveg yfir mig hrifin, þetta er æðislegt! eitt orð yfir það, æðislegt!
Mjög flott 🙂
Vá Vá þetta er glæsilegt
Alveg geggjað !! 🙂
Geggjað og gordjöss mín kæra, og Valdinn mega duglegur – ég get alveg fundið fleiri verkefni handa ykkur hjónum nú fyrst hann er komin í gírinn með laserinn sinn (“,) frábært team
Æði….
Hvar fær maður svona laser-byssu? Geggjuð gjöf fyrir eiginmanninn?
Þetta er DeWalt þannig að það ætti að fást í Húsó eða þar sem DeWalt vörur fást 🙂
Snilld!
Geggjað….
Hvar fær maður svona laser-byssu? Frábær gjöf fyrir eiginmanninn 🙂
Þetta er bara geðveikt alt saman, ég er svo ástfangin af öllu þínu
Ofboðslega fallegt allt saman hjá þér 🙂
Langar að spyrja þig, þegar þú varst búin að grunna, hvaða málningu notaði þú þá?
Enga, notaði bara grunninn – er óþolinmóðari er flestir 😉