…er og verður alltaf í uppáhaldi.
Því var ekki um annað að ræða en að taka hana Brynju, Deco Chick, í smá vettvangsferð þangað þegar að hún kom til landsins í seinustu viku.
Brynja féll í stafi og þið getið kíkt á hennar blogg hérna.
En fyrst ég var með myndavélina þá ákvað ég að smella smá jólainnliti…
…þessi hérna stjaki fannst mér æðislegur…
…sömuleiðis þessir gömlu sveinar, dásemd!
…og þessi hér, ho me lordy, hann er með fallegri kökudiskum sem ég hef séð…
…og þessi þriggja hæða standur – hann gæti svo sannarlega setið falleg á eyjunni minni…
…alls konar krúttaralegir sveina, og sjáið þennan á bakvið, sem stendur ofan á sveppinum…
…zessi var zo zædur, ad ég tapaði alveg ssss-unum mínum…
…og eins og þið kannist kannski við, þá er ég oppu ponsu veik fyrir svona hvítu julepynt…
…en ef rautt er þitt thing, þá er nóg af því til líka…
…doppótt og svo uglur líka…
….og glerkúplarnir með demanta-haldinum = æði ♥
…þarna fást líka stafirnir, eins og ég er með á kransinum mínum (sjá hér)…
…fallegar luktir…
…og krúsuleg kökubox…
…þessir eru æði, dagatalalengja. Hangandi sokkar og vettlingar með tölunum frá 1-24, og hægt að stinga litlu sætum gjöfum ofan í …
…yndisleg hreindýrahjörtu á klemmum, sem væri æðisleg til að festa kortin á jólapakkana…
…mig langaði líka bara í jólatréð sem var notað til útstillinga, svona ekta gammel…
…og þessir…
…endalaust af fallegu gulli…
…þessir gætu sómt sér vel á jólapakkanum, á trénu, nú eða bara á kertastjakanum…
…sömuleiðis þessir…
…og þessir…
…og þessi hérna, ég get ekki dásamað þau nóg – elsk´etta ♥
…fallegt stell, dásamlegar doppur og krúttheit…
…þessi krukka þarna með hjartanu, eigum við að ræða hana eitthvað…
…jaaaa ok, ef þið viljið ekki ræða stóru krukkuna – eigum við þá að spjalla um þessa litlu dúllu??
…blúndur og snæri og bjútífúl box…
…þetta hjarta gæti gengið vel, bæði inni og úti – og svo fallegt…
…og þessi tvöfaldi var yndi!
Síðan í dag, eða á morgun, þá ætla ég að sýna ykkur góssið sem kom með mér heim 🙂
Hér er Litla Garðbúðin á Facebook (smella hér) og hér er heimasíðan (smella hér)
Þarf greinilega að kíkja þangað inn í næstu kaupstaðarferð 🙂 Schnilldar búð!!
Fallegt.